„Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2022 18:23 Aron Einar Gunnarsson snéri aftur í íslenska landsliðið í dag. Getty/Laszlo Szirtesi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, snéri aftir í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag. Hann segir það góða tilfinningu að leika fyrir Íslands hönd á ný. Þetta var í fyrsta sinn sem Aron leikur í íslenska landsliðsbúningnum síðan í 2-2 jafntefli við Pólland í vináttulandsleik 8. júní í fyrra,en þetta var 98. landsleikur Arons. „Þetta var bara ánægjulegt. Þó að þetta sé æfingaleikur þá vorum við að reyna ýmislegt sem við ætlum að nota í framtíðinni,“ sagði fyrirliðinn í samtali við Viaplay að leik loknum. „Vinnusemin var mikil í þessum leik og við eyddum mikilli orku í að loka á þá. Mér fannst þeir aldrei ná að brjóta okkur niður eða fá einhver færi í þessum leik þannig við getum verið mjög sáttir með það. Við fengum ekki mark á okkur og færin voru okkar þannig við getum tekið margt úr þessum leik og byggt á því.“ Aron lék í stöðu miðvarðar í dag við hlið Guðlaugs Victors Pálssonar og Harðar Björgvins Magnússonar, en það er staða sem hann er ekki endilega vanur að spila með íslenska landsliðinu. „Ég leysi bara þá stöðu sem mér er sagt að spila. Ég er búinn að spila þessa stöðu úti í Katar núna síðasta árið þannig ég er að læra inn á hana. Það er margt sem ég á eftir að læra inn á að spila í þessarri stöðu en það er gott að hafa Gulla þarna að djöflast mér á hægri og Höddi var flottur í þessum leik.“ „Við vorum með fínt skipulag á þessu og mér fannst þeir aldrei ógna okkur almennilega, nema kannski aðeins í lokin þegar við hleyptum þessu upp í smá æsing. En ég er virkilega ánægður með sigur og við þurfum bara að venjast því að vinna leiki og finna þá tilfinningu.“ Þá hrósaði Aron ungu leikmönnum liðsins fyrir sína vakt í kvöld og segir að nóg sé af leiðtogum innan liðsins. „Það eru margir leiðtogar í þessu liði. Þó að það heyrist kannski ekki mikið í þessum ungu þá hafa þeir alveg efni á því að tala líka og hjálpa liðinu. Ég vinn bara mitt starf eins vel og ég get framkvæmt hverju sinni og að spila aftur fyrir Íslands hönd hefur verið bara gaman. Það var gott að ná sigri og ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það,“ sagði Aron að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem Aron leikur í íslenska landsliðsbúningnum síðan í 2-2 jafntefli við Pólland í vináttulandsleik 8. júní í fyrra,en þetta var 98. landsleikur Arons. „Þetta var bara ánægjulegt. Þó að þetta sé æfingaleikur þá vorum við að reyna ýmislegt sem við ætlum að nota í framtíðinni,“ sagði fyrirliðinn í samtali við Viaplay að leik loknum. „Vinnusemin var mikil í þessum leik og við eyddum mikilli orku í að loka á þá. Mér fannst þeir aldrei ná að brjóta okkur niður eða fá einhver færi í þessum leik þannig við getum verið mjög sáttir með það. Við fengum ekki mark á okkur og færin voru okkar þannig við getum tekið margt úr þessum leik og byggt á því.“ Aron lék í stöðu miðvarðar í dag við hlið Guðlaugs Victors Pálssonar og Harðar Björgvins Magnússonar, en það er staða sem hann er ekki endilega vanur að spila með íslenska landsliðinu. „Ég leysi bara þá stöðu sem mér er sagt að spila. Ég er búinn að spila þessa stöðu úti í Katar núna síðasta árið þannig ég er að læra inn á hana. Það er margt sem ég á eftir að læra inn á að spila í þessarri stöðu en það er gott að hafa Gulla þarna að djöflast mér á hægri og Höddi var flottur í þessum leik.“ „Við vorum með fínt skipulag á þessu og mér fannst þeir aldrei ógna okkur almennilega, nema kannski aðeins í lokin þegar við hleyptum þessu upp í smá æsing. En ég er virkilega ánægður með sigur og við þurfum bara að venjast því að vinna leiki og finna þá tilfinningu.“ Þá hrósaði Aron ungu leikmönnum liðsins fyrir sína vakt í kvöld og segir að nóg sé af leiðtogum innan liðsins. „Það eru margir leiðtogar í þessu liði. Þó að það heyrist kannski ekki mikið í þessum ungu þá hafa þeir alveg efni á því að tala líka og hjálpa liðinu. Ég vinn bara mitt starf eins vel og ég get framkvæmt hverju sinni og að spila aftur fyrir Íslands hönd hefur verið bara gaman. Það var gott að ná sigri og ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það,“ sagði Aron að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira