Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2022 11:45 Margir efnahagssérfræðingar segja skattalækkanir sem ríkisstjórnar Liz Truss kynnti á föstudag auka á efnahagsvandann. Nú hafa stórir veitendur húsnæðislána hætt að lána tímabundið eða þrengt lánamöguleika vegna væntinga um miklar vaxtahækkanir hjá Englandsbanka. AP/Jessica Taylor Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. Ný ríkisstjórn Liz Truss forsætisráðhera kynnti efnahagsaðgerðir sínar á föstudag sem fela meðal annars í sér lækkanir á tekjuskatti og virðisaukaskatti. Gagnrýnendur segja aðgerðirnar ófjármagnaðar og þýða að ríkissjóður Bretlands verði að taka lán á verri kjörum en áður. Meginvextir Englandsbanka eru 1,75 prósent í dag en fóru lægst í 0,1% í marsmánuði 2020 til að draga úr efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins. Búist er við að Englandsbanki hækki meginvexti sína um 0,75 eða eitt prósentustig á næstunni sem þýddi hæstu meginvexti í Bretandi í marga áratugi. Verðbólga er sögulega í hæstu hæðum í Bretlandi og gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadollar hefur fallið.AP/Frank Augstein Sky fréttastofan segir að Virgin Money og Skipton Building Society, sem eru stórir veitendur húsnæðislána, hafi ákveðið að hætta tímabundið að veita húsnæðislán. Þá hafi Halifax, sem er stærsti lánveitandinn, hætt að veita húsnæðislán með lántökugjaldi sem tryggt hafi lántakendum lægri vexti en ella. Pundið hefur fallið mikið gagnvart Bandaríkjadollar undafarna daga. Á sama tíma og verðbólga eykst eru stjórnvöld að reyna að auka eftirspurn um allt að 2,5 prósent, sem er langt umfram spár um 1,5 prósenta hagvöxt. Það rekst því allt á hvers annars horn. Efnahagssérfræðingar segja ekki bæta úr skák að Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra útiloki ekki enn frekari skattalækkanir til að auka eftirspurn á sama tíma og draga þurfi úr eftirspurn til að vinna á verðbólgunni.AP/Jessica Taylor Ekki bætir úr skák að mati margra efnahagssérfræðinga að fjármálaráðherrann hefur boðað möguleika á enn frekari skattalækkunum. Susannah Streeter fjárfestinga- og markaðassérfræðingur hjá Hargreaves Lansdown segir ríkisstjórnina hafa glatað trausti vegna efnahagsaðgerðanna. „Nú er boltinn hjá Englandsbanka. Það eru getgátur um að gripið verði til neyðaraðgerða á aukafundi peningastefnunefndar og vextir hækkaðir eða að bankinn ítreki að minnsta kosti skuldbindingar sínar til að koma verðbólgunni niður. Nú þegar er búist við að nefndin ákveði verulega mikla hækkun vaxta á reglulegum fundi hennar í nóvember, til að draga úr eftirspurn sem ríkisstjórnin er þvert á móti að reyna að auka,“ segir Streeter. Bretland Tengdar fréttir Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18 Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Ný ríkisstjórn Liz Truss forsætisráðhera kynnti efnahagsaðgerðir sínar á föstudag sem fela meðal annars í sér lækkanir á tekjuskatti og virðisaukaskatti. Gagnrýnendur segja aðgerðirnar ófjármagnaðar og þýða að ríkissjóður Bretlands verði að taka lán á verri kjörum en áður. Meginvextir Englandsbanka eru 1,75 prósent í dag en fóru lægst í 0,1% í marsmánuði 2020 til að draga úr efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins. Búist er við að Englandsbanki hækki meginvexti sína um 0,75 eða eitt prósentustig á næstunni sem þýddi hæstu meginvexti í Bretandi í marga áratugi. Verðbólga er sögulega í hæstu hæðum í Bretlandi og gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadollar hefur fallið.AP/Frank Augstein Sky fréttastofan segir að Virgin Money og Skipton Building Society, sem eru stórir veitendur húsnæðislána, hafi ákveðið að hætta tímabundið að veita húsnæðislán. Þá hafi Halifax, sem er stærsti lánveitandinn, hætt að veita húsnæðislán með lántökugjaldi sem tryggt hafi lántakendum lægri vexti en ella. Pundið hefur fallið mikið gagnvart Bandaríkjadollar undafarna daga. Á sama tíma og verðbólga eykst eru stjórnvöld að reyna að auka eftirspurn um allt að 2,5 prósent, sem er langt umfram spár um 1,5 prósenta hagvöxt. Það rekst því allt á hvers annars horn. Efnahagssérfræðingar segja ekki bæta úr skák að Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra útiloki ekki enn frekari skattalækkanir til að auka eftirspurn á sama tíma og draga þurfi úr eftirspurn til að vinna á verðbólgunni.AP/Jessica Taylor Ekki bætir úr skák að mati margra efnahagssérfræðinga að fjármálaráðherrann hefur boðað möguleika á enn frekari skattalækkunum. Susannah Streeter fjárfestinga- og markaðassérfræðingur hjá Hargreaves Lansdown segir ríkisstjórnina hafa glatað trausti vegna efnahagsaðgerðanna. „Nú er boltinn hjá Englandsbanka. Það eru getgátur um að gripið verði til neyðaraðgerða á aukafundi peningastefnunefndar og vextir hækkaðir eða að bankinn ítreki að minnsta kosti skuldbindingar sínar til að koma verðbólgunni niður. Nú þegar er búist við að nefndin ákveði verulega mikla hækkun vaxta á reglulegum fundi hennar í nóvember, til að draga úr eftirspurn sem ríkisstjórnin er þvert á móti að reyna að auka,“ segir Streeter.
Bretland Tengdar fréttir Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18 Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18
Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45