Serbar tryggðu sér sæti í A-deild | Írar unnu dramatískan sigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 20:55 Aleksandar Mitrovic og Dusan Vlahovic sáu um markaskorun Serba í kvöld. Srdjan Stevanovic/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í Þjóðadeild UEFA í kvöld þar sem Serbar tryggðu sér sæti í A-deild með 0-2 sigri gegn Norðmönnum og Írar unnu dramatískan 3-2 sigur gegn Armenum þar sem sigurmarkið var skorað í uppbótartíma. Norðmenn og Serbar mættust í hreinum úrslitaleik um sæti í A-deild þar sem liðin voru jöfn í efsta sæti riðils 4 í B-deild með tíu stig fyrir leik kvöldsins. Dusan Vlahovic kom Serbum yfir stuttu fyrir hálfleikshléið og staðan var því 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo Aleksandar Mitrovic sem tryggði Serbum sigur með marki á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Ivan Ilic. Serbar unnu því mikilvægan 0-2 sigur og tryggðu sér um leið sæti í A-deild, en Noðrmenn sitja eftir með sárt ennið. Þá fór fram fjörugur leikur á Írlandi þar sem heimamenn unnu 3-2 sigur gegn Armenum. John Egan og Michael Obafemi komu Írum í 2-0 með mörkum sitt hvorum megin við hálfleikinn áður en gestirnir jöfnuðu metin með mörkum frá Artak Dashyan og Eduard Spertsyan. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr og gestirnir frá Armeníu fengu að líta tvö rauð spjöld á seinustu mínútu venjulegs leiktíma. Hovhannes Hambardzumyan fékk að líta sitt annað gula spjald og Artak Dashyan fékk að líta beint rautt spjald, en sá síðarnefndi hafði handleikið knöttinn innan vítateigs. Robert Brady fór á punktinn fyrir Íra og tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur. Írar enda því í þriðja sæti riðilsins með sjö stig, fjórum stigum meira en Armenar sem enda í neðsta sæti. Það voru hins vegar Skotar sem fögnuðu sigri í riðlinum eftir markalaust jafntefli gegn Úkraínu í kvöld. Úrslit kvöldsins A-deild, riðill 2: Portúgal 0-1 Spánn Sviss 2-1 Tékkland B-deild, riðill 1: Írland 3-2 Armenía Úkraína 0-0 Skotland B-deild, riðill 2: Albanía 1-1 Ísland B-deild, riðill 4: Noregur 0-2 Serbía Svíþjóð 1-1 Slóvenía C-deild, riðill 2: Grikkland 3-1 Norður-Írland Kósóvó 5-1 Kýpur Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Norðmenn og Serbar mættust í hreinum úrslitaleik um sæti í A-deild þar sem liðin voru jöfn í efsta sæti riðils 4 í B-deild með tíu stig fyrir leik kvöldsins. Dusan Vlahovic kom Serbum yfir stuttu fyrir hálfleikshléið og staðan var því 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo Aleksandar Mitrovic sem tryggði Serbum sigur með marki á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Ivan Ilic. Serbar unnu því mikilvægan 0-2 sigur og tryggðu sér um leið sæti í A-deild, en Noðrmenn sitja eftir með sárt ennið. Þá fór fram fjörugur leikur á Írlandi þar sem heimamenn unnu 3-2 sigur gegn Armenum. John Egan og Michael Obafemi komu Írum í 2-0 með mörkum sitt hvorum megin við hálfleikinn áður en gestirnir jöfnuðu metin með mörkum frá Artak Dashyan og Eduard Spertsyan. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr og gestirnir frá Armeníu fengu að líta tvö rauð spjöld á seinustu mínútu venjulegs leiktíma. Hovhannes Hambardzumyan fékk að líta sitt annað gula spjald og Artak Dashyan fékk að líta beint rautt spjald, en sá síðarnefndi hafði handleikið knöttinn innan vítateigs. Robert Brady fór á punktinn fyrir Íra og tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur. Írar enda því í þriðja sæti riðilsins með sjö stig, fjórum stigum meira en Armenar sem enda í neðsta sæti. Það voru hins vegar Skotar sem fögnuðu sigri í riðlinum eftir markalaust jafntefli gegn Úkraínu í kvöld. Úrslit kvöldsins A-deild, riðill 2: Portúgal 0-1 Spánn Sviss 2-1 Tékkland B-deild, riðill 1: Írland 3-2 Armenía Úkraína 0-0 Skotland B-deild, riðill 2: Albanía 1-1 Ísland B-deild, riðill 4: Noregur 0-2 Serbía Svíþjóð 1-1 Slóvenía C-deild, riðill 2: Grikkland 3-1 Norður-Írland Kósóvó 5-1 Kýpur
A-deild, riðill 2: Portúgal 0-1 Spánn Sviss 2-1 Tékkland B-deild, riðill 1: Írland 3-2 Armenía Úkraína 0-0 Skotland B-deild, riðill 2: Albanía 1-1 Ísland B-deild, riðill 4: Noregur 0-2 Serbía Svíþjóð 1-1 Slóvenía C-deild, riðill 2: Grikkland 3-1 Norður-Írland Kósóvó 5-1 Kýpur
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira