Mark Dagnýjar dugði ekki gegn Englandsmeisturunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2022 20:01 Dagný Brynjarsdóttir og Kadeisha Buchanan í leik kvöldsins. Steve Bardens/Getty Images Dagný Brynjarsdóttir bar að venju fyrirliðabandið þegar West Ham United heimsótti Englandsmeistara Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dagný kom West Ham óvænt yfir en heimakonur svöruðu með þremur mörkum og unnu á endanum 3-1 sigur. Dagný skoraði eftir aðeins þrjár mínútur en hún skallaði fyrirgjöf Kirsty Smith í netið. Fyrsta mark Dagnýjar á tímabilinu og sannkölluð draumabyrjun fyrir gestina. Virtist sem leikmenn Chelsea væru slegnir út af laginu og tók það Englandsmeistarana smá tíma að finna taktinn. The Skipper has put us ahead! #CHEWHU 0-1 (9) pic.twitter.com/Kkln1cC1G4— West Ham United Women (@westhamwomen) September 28, 2022 Það tókst þó á endanum og fóru þær þá að ógna marki West Ham. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik jafnaði Fran Kirby metin þegar hún kom boltanum í netið eftir sendingu Guro Reiten. Staðan 1-1 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik var Chelsea mun sterkari aðilinn. Sam Kerr opnaði markareikning sinn og kom Chelsea 2-1 yfir á 58. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar skilaði Millie Bright boltanum í netið eftir fyrirgjöf Kateřinu Svitková en hún spilaði með West Ham á síðustu leiktíð. Staðan orðin 3-1 og sigurinn í augsýn. Lauren James fékk svo fullkomið tækifæri til að gera endanlega út um leikinn á 77. mínútu en hún brenndi þá af vítaspyrnu. Mackenzie Arnold, markvörður West Ham, varði spyrnuna og sá til þess að staðan var enn 3-1. Reyndust það á endanum lokatölur leiksins. Chelsea hefur þar með unnið tvo leiki í röð eftir að tapa fyrir Liverpool í fyrstu umferð. West Ham hefur hins vegar tapað tveimur í röð eftir að vinna Everton í fyrstu umferð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira
Dagný skoraði eftir aðeins þrjár mínútur en hún skallaði fyrirgjöf Kirsty Smith í netið. Fyrsta mark Dagnýjar á tímabilinu og sannkölluð draumabyrjun fyrir gestina. Virtist sem leikmenn Chelsea væru slegnir út af laginu og tók það Englandsmeistarana smá tíma að finna taktinn. The Skipper has put us ahead! #CHEWHU 0-1 (9) pic.twitter.com/Kkln1cC1G4— West Ham United Women (@westhamwomen) September 28, 2022 Það tókst þó á endanum og fóru þær þá að ógna marki West Ham. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik jafnaði Fran Kirby metin þegar hún kom boltanum í netið eftir sendingu Guro Reiten. Staðan 1-1 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik var Chelsea mun sterkari aðilinn. Sam Kerr opnaði markareikning sinn og kom Chelsea 2-1 yfir á 58. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar skilaði Millie Bright boltanum í netið eftir fyrirgjöf Kateřinu Svitková en hún spilaði með West Ham á síðustu leiktíð. Staðan orðin 3-1 og sigurinn í augsýn. Lauren James fékk svo fullkomið tækifæri til að gera endanlega út um leikinn á 77. mínútu en hún brenndi þá af vítaspyrnu. Mackenzie Arnold, markvörður West Ham, varði spyrnuna og sá til þess að staðan var enn 3-1. Reyndust það á endanum lokatölur leiksins. Chelsea hefur þar með unnið tvo leiki í röð eftir að tapa fyrir Liverpool í fyrstu umferð. West Ham hefur hins vegar tapað tveimur í röð eftir að vinna Everton í fyrstu umferð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira