„Galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann“ Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2022 10:31 Jasmín Erla Ingadóttir og stöllur hennar í Stjörnunni laumuðu sér upp í Evrópusæti í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar og geta tryggt sér sætið á morgun. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Stjörnukonan Jasmín Erla Ingadóttir gæti á morgun upplifað tvo stóra drauma ef Stjörnunni tekst að tryggja sér Evrópusæti og Jasmín tekst að tryggja sér markadrottningartitilinn í Bestu deildinni í fótbolta. Lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram á morgun en ýmsir hafa gagnrýnt það að lokaumferðin skuli leikin klukkan 14 á morgun, rétt áður en stærsti leikur ársins í karlaboltanum fer fram, bikarúrslitaleikur FH og Víkings sem hefst klukkan 16 á Laugardalsvelli. Þannig tekur Jasmín undir gagnrýni Péturs Péturssonar, þjálfara Íslandsmeistara Vals, sem í viðtali við Fótbolta.net sagði leikjaniðurröðunina vanvirðingu við kvennafótboltann og það sem leikmenn legðu á sig. Hann óttast að umfjöllun um lokaumferðina verði öll rýrari en ella. „Mér finnst þetta setja stelpurnar rosalega mikið niður. Þær eru búnar að æfa eins og skepnur og gera það vel, oftast á lágum launum. Þær fá ekki einu sinni þá virðingu frá Knattspyrnusambandinu að það sé einhver tími fyrir þær, hvort sem það er í sambandi við umfjöllun eða annað,“ segir Pétur og veltir fyrir sér hvort að einhver hjá KSÍ muni hafa tíma til að mæta og afhenda Valskonum Íslandsmeistarabikarinn. Tek undir þetta, gjörsamlega galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann. Við eigum allar meira skilið en þetta eins og Pétur segir. https://t.co/CVyxJAH4Xu— Jasmín Erla (@Jasminerlaa) September 29, 2022 Jasmín deildi viðtalinu við Pétur á Twitter og skrifaði: „Tek undir þetta, gjörsamlega galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann. Við eigum allar meira skilið en þetta eins og Pétur segir.“ Lokaumferðin í Bestu deild kvenna verður sýnd á Stöð 2 Sport þar sem meðal annars leikur Stjörnunnar og Keflavíkur verður í beinni útsendingu. Ef Stjarnan vinnur þann leik kemst liðið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári, en annars er hætta á að Breiðablik komist upp fyrir Stjörnuna. Jasmín og Gyða Kristín Gunnarsdóttir, liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, eru svo efstar í keppninni um gullskóinn. Jasmín er með 10 mörk og Gyða Kristín níu, en fast á hæla þeirra koma nokkrir leikmenn með átta mörk. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Sjá meira
Lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram á morgun en ýmsir hafa gagnrýnt það að lokaumferðin skuli leikin klukkan 14 á morgun, rétt áður en stærsti leikur ársins í karlaboltanum fer fram, bikarúrslitaleikur FH og Víkings sem hefst klukkan 16 á Laugardalsvelli. Þannig tekur Jasmín undir gagnrýni Péturs Péturssonar, þjálfara Íslandsmeistara Vals, sem í viðtali við Fótbolta.net sagði leikjaniðurröðunina vanvirðingu við kvennafótboltann og það sem leikmenn legðu á sig. Hann óttast að umfjöllun um lokaumferðina verði öll rýrari en ella. „Mér finnst þetta setja stelpurnar rosalega mikið niður. Þær eru búnar að æfa eins og skepnur og gera það vel, oftast á lágum launum. Þær fá ekki einu sinni þá virðingu frá Knattspyrnusambandinu að það sé einhver tími fyrir þær, hvort sem það er í sambandi við umfjöllun eða annað,“ segir Pétur og veltir fyrir sér hvort að einhver hjá KSÍ muni hafa tíma til að mæta og afhenda Valskonum Íslandsmeistarabikarinn. Tek undir þetta, gjörsamlega galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann. Við eigum allar meira skilið en þetta eins og Pétur segir. https://t.co/CVyxJAH4Xu— Jasmín Erla (@Jasminerlaa) September 29, 2022 Jasmín deildi viðtalinu við Pétur á Twitter og skrifaði: „Tek undir þetta, gjörsamlega galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann. Við eigum allar meira skilið en þetta eins og Pétur segir.“ Lokaumferðin í Bestu deild kvenna verður sýnd á Stöð 2 Sport þar sem meðal annars leikur Stjörnunnar og Keflavíkur verður í beinni útsendingu. Ef Stjarnan vinnur þann leik kemst liðið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári, en annars er hætta á að Breiðablik komist upp fyrir Stjörnuna. Jasmín og Gyða Kristín Gunnarsdóttir, liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, eru svo efstar í keppninni um gullskóinn. Jasmín er með 10 mörk og Gyða Kristín níu, en fast á hæla þeirra koma nokkrir leikmenn með átta mörk. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Sjá meira