Haaland eldri telur að sonurinn vilji spila í öllum sterkustu deildum Evrópu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2022 17:31 Erling Braut Haaland hefur vægast sagt farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images Alfie Haaland, fyrrum leikmaður Manchester City og faðir norsku markamaskínunnar Erling Braut Haaland, telur að sonur sinn muni ekki stopp lengi hjá Englandsmeisturum Manchester City þar sem hann vilji prófa sig í öllum sterkustu deildum Evrópu. Erling Haaland hefur hafið feril sinn af ótrúlegum krafti, en þessi 22 ára gamli framherji hefur skorað hvorki fleiri né færri en 90 mörk í jafn mörgum deildarleikjum frá því að hann var keyptur frá Molde í heimalandi sínu, Noregi. Haaland skoraði 17 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Red Bull Salzburg í austurrísku úrvalsdeildinni, 62 mörk í 67 deildarleikjum fyrir Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og hefur nú skorað 11 mörk í aðeins sjö deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni. Ef marka má orð föður hans geta stuðningsmenn Manchester City þó ekki farið að láta sér dreyma um að Norðmaðurinn verði til staðar fyrir þá þangað til ferli hans lýkur. Haaland eldri telur að sonur sinn vilji reyna fyrir sér í öllum stærstu deildum Evrópu og segir að ætli hann sér að gera það geti hann í mesta lagi verið í þrjú til fjögur ár á hverjum stað. Erling Haaland is ready to conquer the world 💪 pic.twitter.com/EGn3RfcPUt— ESPN FC (@ESPNFC) September 30, 2022 „Ég held að Erling [Braut Haaland] vilji prófa og sjá hvað hann getur gert í öllum deildum,“ sagði Haaland eldri í samtali við Viaplay. „Til þess getur hann í mesta lagi stoppað í hverri deild í þrjú til fjögur ár. Hann gæti verið í tvö og hálft ár í Þýskalandi, tvö og hálft ár á Englandi og svo á Spáni, Ítalíu og Frakklandi, er það ekki?“ bætti faðir markamaskínunnar við. Eins og áður segir hefur Haaland farið gríðarlega vel af stað með Englandsmeisturum Manchester City og haldi hann áfram að skora eins og hann hefur gert í upphafi tímabils er þetta ekki spurning um hvort, heldur hvenær hann slær markametið á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Haaland og félagar hans mæta Manchester United í nágrannaslag á sunnudaginn. Fari það svo að Tottenham taki stig af Arsenal í fyrramálið geta Englandsmeistararnir tyllt sér á topp deildarinnar með sigri. Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira
Erling Haaland hefur hafið feril sinn af ótrúlegum krafti, en þessi 22 ára gamli framherji hefur skorað hvorki fleiri né færri en 90 mörk í jafn mörgum deildarleikjum frá því að hann var keyptur frá Molde í heimalandi sínu, Noregi. Haaland skoraði 17 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Red Bull Salzburg í austurrísku úrvalsdeildinni, 62 mörk í 67 deildarleikjum fyrir Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og hefur nú skorað 11 mörk í aðeins sjö deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni. Ef marka má orð föður hans geta stuðningsmenn Manchester City þó ekki farið að láta sér dreyma um að Norðmaðurinn verði til staðar fyrir þá þangað til ferli hans lýkur. Haaland eldri telur að sonur sinn vilji reyna fyrir sér í öllum stærstu deildum Evrópu og segir að ætli hann sér að gera það geti hann í mesta lagi verið í þrjú til fjögur ár á hverjum stað. Erling Haaland is ready to conquer the world 💪 pic.twitter.com/EGn3RfcPUt— ESPN FC (@ESPNFC) September 30, 2022 „Ég held að Erling [Braut Haaland] vilji prófa og sjá hvað hann getur gert í öllum deildum,“ sagði Haaland eldri í samtali við Viaplay. „Til þess getur hann í mesta lagi stoppað í hverri deild í þrjú til fjögur ár. Hann gæti verið í tvö og hálft ár í Þýskalandi, tvö og hálft ár á Englandi og svo á Spáni, Ítalíu og Frakklandi, er það ekki?“ bætti faðir markamaskínunnar við. Eins og áður segir hefur Haaland farið gríðarlega vel af stað með Englandsmeisturum Manchester City og haldi hann áfram að skora eins og hann hefur gert í upphafi tímabils er þetta ekki spurning um hvort, heldur hvenær hann slær markametið á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Haaland og félagar hans mæta Manchester United í nágrannaslag á sunnudaginn. Fari það svo að Tottenham taki stig af Arsenal í fyrramálið geta Englandsmeistararnir tyllt sér á topp deildarinnar með sigri.
Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira