Klopp: „Við verðum að gera betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 16:51 Jürgen Klopp segir að sínir menn verði að gera betur. John Powell/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki nógu sáttur eftir 3-3 jafntefli liðsins gegn Brighton í ensku úrvalsdieldinni í knattspyrnu í dag. Liverpool lenti 0-2 undir snemma leiks, snéri leiknum við og komst í 3-2, en kastaði sigrinum frá sér á lokamínútunum. „Þessi leikur sagði nokkrar sögur. Það er sagan af því hvernig við fengum á okkur tvö mörk snemma leiks, sagan af því hvernig við snérum því við og sagan af því hvernig við köstuðum þessu frá okkur,“ sagði Klopp eftir leikinn. „Brighton er með mjög gott fótboltalið og þetta er alvöru lið. Þeir voru með aðeins öðruvísi uppstillingu en við áttum von á og það kom okkur aðeins á óvart. Við vorum komnir 2-0 undir þegar við náðum loksins að aðlagast því. Við skoruðum okkar mörk úr skyndisóknum og við hefðum getað unnið, en áttum við það skilið? Ég held ekki. Brighton átti skilið að fá eitthvað úr þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun á tímabilinu taldi Þjóðverjinn að sínir menn væru við það að snúa genginu við. Hann segir þó að úrslitin í dag geti haft mjög slæm áhrif á sjálfstraust liðsins. „Allir þessir góðu hlutir sem við gerðum í þessari viku. En sjálfstraust er eins og lítið blóm og þegar einhver traðkar á því þá er það mjög erfitt. Við verðum að taka því. Auðvitað er þetta ekki nóg fyrir okkur, en þetta er það sem við fengum.“ Þá segir þjálfarinn að sínir menn þurfi að bregðast við þessum úrslitum og mæta klárir í næsta leik. Hann segist einnig gera sér grein fyrir því að stigasöfnun liðsins í upphafi móts hafi ekki verið góð og að liðið þurfi að bæta úr því. „Ég talaði við strákana á svipaðan hátt og ég tala við þig núna. Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það en við þurfum að bregðast við þessu. Fyrsta markið hafði mikil áhrif á bæði lið. Þeir voru á flugi, en við ekki og þeir nýttu það til að skora annað markið.“ „Við hefðum getað varist mun betur. Svona er fótboltinn og við verðum að sætta okkur við það. Á degi sem þessum þar sem leikurinn byrjar svona arftu að berjast í gegnum leikinn. Auðvitað væri gott að geta unnið svona leiki. Við eigum alltaf í vandræðum með Brighton sem er með mjög gott lið, en við verðum að gera betur.“ „Ég veit að við erum bara með tíu stig. Þannig er staðan núna. Ég ætla ekkert að fela mig frá því. Við verðum að vinna saman og byggja okkur upp á ný,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna. 1. október 2022 16:05 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira
„Þessi leikur sagði nokkrar sögur. Það er sagan af því hvernig við fengum á okkur tvö mörk snemma leiks, sagan af því hvernig við snérum því við og sagan af því hvernig við köstuðum þessu frá okkur,“ sagði Klopp eftir leikinn. „Brighton er með mjög gott fótboltalið og þetta er alvöru lið. Þeir voru með aðeins öðruvísi uppstillingu en við áttum von á og það kom okkur aðeins á óvart. Við vorum komnir 2-0 undir þegar við náðum loksins að aðlagast því. Við skoruðum okkar mörk úr skyndisóknum og við hefðum getað unnið, en áttum við það skilið? Ég held ekki. Brighton átti skilið að fá eitthvað úr þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun á tímabilinu taldi Þjóðverjinn að sínir menn væru við það að snúa genginu við. Hann segir þó að úrslitin í dag geti haft mjög slæm áhrif á sjálfstraust liðsins. „Allir þessir góðu hlutir sem við gerðum í þessari viku. En sjálfstraust er eins og lítið blóm og þegar einhver traðkar á því þá er það mjög erfitt. Við verðum að taka því. Auðvitað er þetta ekki nóg fyrir okkur, en þetta er það sem við fengum.“ Þá segir þjálfarinn að sínir menn þurfi að bregðast við þessum úrslitum og mæta klárir í næsta leik. Hann segist einnig gera sér grein fyrir því að stigasöfnun liðsins í upphafi móts hafi ekki verið góð og að liðið þurfi að bæta úr því. „Ég talaði við strákana á svipaðan hátt og ég tala við þig núna. Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það en við þurfum að bregðast við þessu. Fyrsta markið hafði mikil áhrif á bæði lið. Þeir voru á flugi, en við ekki og þeir nýttu það til að skora annað markið.“ „Við hefðum getað varist mun betur. Svona er fótboltinn og við verðum að sætta okkur við það. Á degi sem þessum þar sem leikurinn byrjar svona arftu að berjast í gegnum leikinn. Auðvitað væri gott að geta unnið svona leiki. Við eigum alltaf í vandræðum með Brighton sem er með mjög gott lið, en við verðum að gera betur.“ „Ég veit að við erum bara með tíu stig. Þannig er staðan núna. Ég ætla ekkert að fela mig frá því. Við verðum að vinna saman og byggja okkur upp á ný,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna. 1. október 2022 16:05 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira
Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna. 1. október 2022 16:05