Nægt vatn ekki tryggt á Hvanneyri fyrir slökkvilið Borgarbyggðar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 3. október 2022 16:16 Slökkviliðið rakst á vandamál á meðan á æfingu stóð. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm Slökkivilið Borgarbyggðar framkvæmdi æfingar í Borgarnesi og á Hvanneyri þann 1. október síðastliðinn. Á meðan á æfingunni á Hvanneyri stóð á aðeins að hafa tekið nokkrar mínútur að tæma vatn úr dreifikerfi á svæðinu og varð vatnslaust í nærliggjandi byggð í kjölfarið. Æfingin á Hvanneyri fór fram í nýju hverfi á svæðinu, voru slöngur tengdar við brunahana og hafist handa við að dæla út vatni. Í kjölfarið hafi komið í ljós hversu lítið vatn væri í raun til staðar fyrir slökkviliðið. Skessuhorn greinir frá þessu. Slökkviliðsmenn eru sagðir ósáttir við stöðuna á svæðinu. Nauðsynlegt sé að Veitur uppfæri búnað á svæðinu til þess að þessi staða komi ekki upp oftar. Þar að auki sé ekkert laust pláss á Hvanneyri til þess að hýsa dælubíl liðsins og sé nú nauðsynlegt að færa bílinn yfir í aðra sveit, eða til slökkviliðsins á Bifröst. Húsnæðið sem bílinn var í áður var þó heldur ekki ætlað fyrir dælubíl eða starfsemi slökkviliðs yfir höfuð og hafi slökkviliðið haft undanþáguheimild til þess að geyma bílinn þar. Enginn dælubíll verði því staðsettur á Hvanneyri og sé það brot á reglugerðum þar sem að á öllum þéttbýlissvæðum þar sem séu fleiri en 300 eigi dælubíll að vera á svæðinu ásamt lágmarks búnaði. Íbúar á Hvanneyri hafi verið yfir lágmarkinu síðustu mánaðamót. Í skýrslu um stöðu slökkviliða árið 2021 sem gefin var út nú í október kemur fram að staða slökkviliða á Vesturlandi sé ábótavant. Sem dæmi má nefna að þrír slökkviliðsstjórar á Vesturlandi hafi metið sem svo að úrbætur mætti gera á dreifikerfi vatnsveitu og vatnsþrýstingi á starfssvæði slökkviliðsins sem eigi við. Fimm slökkvilið eru á Vesturlandi og því er ljóst að gera megi úrbætur á þessum málum hjá meirihluta slökkviliða á svæðinu. Þess má geta að samkvæmt fyrrnefdri skýrslu var slökkvilið Borgarbyggðar eina slökkviliðið á Vesturlandi með slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra í 100 prósent starfshlutfalli. Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Æfingin á Hvanneyri fór fram í nýju hverfi á svæðinu, voru slöngur tengdar við brunahana og hafist handa við að dæla út vatni. Í kjölfarið hafi komið í ljós hversu lítið vatn væri í raun til staðar fyrir slökkviliðið. Skessuhorn greinir frá þessu. Slökkviliðsmenn eru sagðir ósáttir við stöðuna á svæðinu. Nauðsynlegt sé að Veitur uppfæri búnað á svæðinu til þess að þessi staða komi ekki upp oftar. Þar að auki sé ekkert laust pláss á Hvanneyri til þess að hýsa dælubíl liðsins og sé nú nauðsynlegt að færa bílinn yfir í aðra sveit, eða til slökkviliðsins á Bifröst. Húsnæðið sem bílinn var í áður var þó heldur ekki ætlað fyrir dælubíl eða starfsemi slökkviliðs yfir höfuð og hafi slökkviliðið haft undanþáguheimild til þess að geyma bílinn þar. Enginn dælubíll verði því staðsettur á Hvanneyri og sé það brot á reglugerðum þar sem að á öllum þéttbýlissvæðum þar sem séu fleiri en 300 eigi dælubíll að vera á svæðinu ásamt lágmarks búnaði. Íbúar á Hvanneyri hafi verið yfir lágmarkinu síðustu mánaðamót. Í skýrslu um stöðu slökkviliða árið 2021 sem gefin var út nú í október kemur fram að staða slökkviliða á Vesturlandi sé ábótavant. Sem dæmi má nefna að þrír slökkviliðsstjórar á Vesturlandi hafi metið sem svo að úrbætur mætti gera á dreifikerfi vatnsveitu og vatnsþrýstingi á starfssvæði slökkviliðsins sem eigi við. Fimm slökkvilið eru á Vesturlandi og því er ljóst að gera megi úrbætur á þessum málum hjá meirihluta slökkviliða á svæðinu. Þess má geta að samkvæmt fyrrnefdri skýrslu var slökkvilið Borgarbyggðar eina slökkviliðið á Vesturlandi með slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra í 100 prósent starfshlutfalli.
Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira