Leikur upp á líf og dauða milli Cooper og Rodgers Atli Arason skrifar 3. október 2022 17:45 Steve Cooper, knattspyrnustjóri Nottingham Forest og Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City. Samsettt/Getty Images Seinna í kvöld fer fram leikur Leicester City og Nottingham Forest, viðureign sem breskir miðlar fullyrða að verði sá síðasti hjá knattspyrnustjóra annars hvors liðs. Breskir fjölmiðlar fara svo langt að nefna viðureignina ‘El Sackio‘ sem mætti lauslega þýða sem „Sá sem mun taka poka sinn.“ Er þetta ekki í fyrsta skipti sem viðureign tveggja knattspyrnustjóra fær þetta viðurnefni í breskum fjölmiðlum en leikur Manchester United og Tottenham í október 2021 fékk sama viðurnefni. Þá var Ole Gunnar Solskjær að stýra Manchester United og Nuno Espirito Santo var knattspyrnustjóri Tottenham. United vann 3-0 og Santo missti starfið sitt í kjölfarið. Eftir jafntefli gegn Brentford í fyrstu umferð hefur Leicester City tapað síðustu sex leikjum í röð sem gerir að verkum að liðið er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig. Leicester hefur ekki byrjað leiktímabil í efstu deild jafn illa frá árinu 1983 og pressan er því mikill á Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Leicester. Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester City, hefur boðað komu sína á leikinn í kvöld en það verður í fyrsta skipti síðan í ágúst að Srivaddhanaprabha mætir á leikvöllinn. Einhverjir telja viðveru Srivaddhanaprabha þýða að Rodgers fái sparkið í leikslok ef illa fer. Steve Cooper er knattspyrnustjóri Nottingham Forest. Þrátt fyrir að Cooper tók við Forest er liðið var í botnsæti næst efstu deildar fyrir rúmlega ári síðan og tókst að koma liðinu upp í úrvalsdeildina eftir 23 ára fjarveru, þá hefur sæti Cooper hitnað gífurlega það sem af er á þessu leiktímabili. Nottingham Forest eyddi u.þ.b. 150 milljónum punda í sumar í 22 nýja leikmenn og stefnan var sett á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Liðið er hins vegar í 19. og næst neðsta sæti með fjögur stig eftir sjö umferðir, sem þykir ekki ásættanlegur árangur. Sigur í kvöld myndi þó lyfta Forest upp úr fallsæti. Í þokkabót er viðureign Leicester og Forest nágrannaslagur sem hvorugt lið má tapa í almennu árferð. Það eru ekki nema tæpir 40 km á milli Leicester og Nottingham sem eykur enn meira á mikilvægi leiksins í kvöld sem hefst á slaginu 19.00. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Breskir fjölmiðlar fara svo langt að nefna viðureignina ‘El Sackio‘ sem mætti lauslega þýða sem „Sá sem mun taka poka sinn.“ Er þetta ekki í fyrsta skipti sem viðureign tveggja knattspyrnustjóra fær þetta viðurnefni í breskum fjölmiðlum en leikur Manchester United og Tottenham í október 2021 fékk sama viðurnefni. Þá var Ole Gunnar Solskjær að stýra Manchester United og Nuno Espirito Santo var knattspyrnustjóri Tottenham. United vann 3-0 og Santo missti starfið sitt í kjölfarið. Eftir jafntefli gegn Brentford í fyrstu umferð hefur Leicester City tapað síðustu sex leikjum í röð sem gerir að verkum að liðið er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig. Leicester hefur ekki byrjað leiktímabil í efstu deild jafn illa frá árinu 1983 og pressan er því mikill á Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Leicester. Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester City, hefur boðað komu sína á leikinn í kvöld en það verður í fyrsta skipti síðan í ágúst að Srivaddhanaprabha mætir á leikvöllinn. Einhverjir telja viðveru Srivaddhanaprabha þýða að Rodgers fái sparkið í leikslok ef illa fer. Steve Cooper er knattspyrnustjóri Nottingham Forest. Þrátt fyrir að Cooper tók við Forest er liðið var í botnsæti næst efstu deildar fyrir rúmlega ári síðan og tókst að koma liðinu upp í úrvalsdeildina eftir 23 ára fjarveru, þá hefur sæti Cooper hitnað gífurlega það sem af er á þessu leiktímabili. Nottingham Forest eyddi u.þ.b. 150 milljónum punda í sumar í 22 nýja leikmenn og stefnan var sett á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Liðið er hins vegar í 19. og næst neðsta sæti með fjögur stig eftir sjö umferðir, sem þykir ekki ásættanlegur árangur. Sigur í kvöld myndi þó lyfta Forest upp úr fallsæti. Í þokkabót er viðureign Leicester og Forest nágrannaslagur sem hvorugt lið má tapa í almennu árferð. Það eru ekki nema tæpir 40 km á milli Leicester og Nottingham sem eykur enn meira á mikilvægi leiksins í kvöld sem hefst á slaginu 19.00.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira