Juergen Boos hlýtur Vigdísarverðlaunin 2022 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. október 2022 11:46 Juergen Boos ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands. Stjórnarráð Íslands Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, veitti Juergen Boos, forstjóra Bókastefnunnar í Frankfurt, alþjóðlegu Vigdísarverðlaunin 2022 við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands. Verðlaunin eru árlega veitt einstaklingi sem brotið hefur blað með störfum sínum í þágu tungumála, menningarheima og þýðingastarfs. Íslensk stjórnvöld, Háskóli Íslands og Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar efndu til Vigdísarverðlauna í tilefni af stórafmæli Vigdísar Finnbogadóttur vorið 2020, en þá voru jafnframt liðin 40 ár frá sögulegu forsetakjöri hennar. Standa vörð um tungumál og menningu „Stuðningur Vigdísar við mikilvægi tungumála og menningar hefur öðrum þræði einkennt ævistarf hennar. Sem velgjörðarsendiherra tungumála hjá UNESCO (Mennta, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna) hefur hún lagt ríka áherslu á að efla tungumál fámennra málsamfélaga og standa þannig vörð um fjölbreytni tungumála og menningar,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráð Íslands. Juergen Boos hlýtur Vigdísarverðlaunin fyrir störf sín við Bókamessuna í Frankfurt sem er stærsta og áhrifamesta bókastefna heims. „Bókastefnan kynnir bókmenntir frá öllum heimshornum, einnig þær sem skrifaðar eru á tungumálum fámennra málsamfélaga. Árlega býður bókastefnan einu landssvæði að vera heiðursgestur en til að mynda voru bókmenntir frá Íslandi í kastljósinu árið 2011. Í störfum sínum á vegum bókastefnunnar hefur Juergen Boos vakið athygli á ríkidæmi tungumála og menningararfs í heimi bókmennta og veitt þar með höfundum, þýðendum, útgefendum og viðkomandi málsvæðum ómældan stuðning,“ segir um verðlaunahafann. „Juergen Boos varð forstjóri og stjórnarformaður Bókastefnunnar í Frankfurt árið 2005. Hann er jafnframt formaður LITPROM, félags sem kynnir með markvissum hætti afrískar, asískar og rómansk-amerískar bókmenntir, og starfandi formaður LitCam, nefndar sem hefur það að markmiði að efla læsi. Hann var sæmdur austurrískri heiðursorðu fyrir vísindi og listir árið 2017 og ári seinna útnefndur riddari af orðu bókmennta og lista í sendiráði Frakklands í Berlín. Juergen Boos er meðlimur vísindanefndar Sheikh Zayed bókaverðlaunanna og Akademíu þýsku bókmenntaverðlaunanna.“ Fyrri handhafar Vigdísarverðlaunanna eru grænlenska ljóðskáldið og málvísindakonan Katti Frederiksen (2021), og færeyski málvísindamaðurinn, kennarinn og útgefandinn Jonhard Mikkelsen (2020). Í stjórn Vigdísarverðlauna frá 2022 sitja Rósa Signý Gísladóttir dósent í málvísindum (formaður stjórnar), tilnefnd af rektor Háskóla Íslands, Birna Bjarnadóttir, rannsóknasérfræðingur í bókmenntum, tilefnd af Vigdísarstofnun, og Sigtryggur Magnason, íslenskufræðingur og aðstoðarmaður innviðaráðherra, tilnefndur af menningarmálaráðherra. Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, starfar með nefndinni. Menning Bókmenntir Vigdís Finnbogadóttir Háskólar Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Verðlaunin eru árlega veitt einstaklingi sem brotið hefur blað með störfum sínum í þágu tungumála, menningarheima og þýðingastarfs. Íslensk stjórnvöld, Háskóli Íslands og Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar efndu til Vigdísarverðlauna í tilefni af stórafmæli Vigdísar Finnbogadóttur vorið 2020, en þá voru jafnframt liðin 40 ár frá sögulegu forsetakjöri hennar. Standa vörð um tungumál og menningu „Stuðningur Vigdísar við mikilvægi tungumála og menningar hefur öðrum þræði einkennt ævistarf hennar. Sem velgjörðarsendiherra tungumála hjá UNESCO (Mennta, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna) hefur hún lagt ríka áherslu á að efla tungumál fámennra málsamfélaga og standa þannig vörð um fjölbreytni tungumála og menningar,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráð Íslands. Juergen Boos hlýtur Vigdísarverðlaunin fyrir störf sín við Bókamessuna í Frankfurt sem er stærsta og áhrifamesta bókastefna heims. „Bókastefnan kynnir bókmenntir frá öllum heimshornum, einnig þær sem skrifaðar eru á tungumálum fámennra málsamfélaga. Árlega býður bókastefnan einu landssvæði að vera heiðursgestur en til að mynda voru bókmenntir frá Íslandi í kastljósinu árið 2011. Í störfum sínum á vegum bókastefnunnar hefur Juergen Boos vakið athygli á ríkidæmi tungumála og menningararfs í heimi bókmennta og veitt þar með höfundum, þýðendum, útgefendum og viðkomandi málsvæðum ómældan stuðning,“ segir um verðlaunahafann. „Juergen Boos varð forstjóri og stjórnarformaður Bókastefnunnar í Frankfurt árið 2005. Hann er jafnframt formaður LITPROM, félags sem kynnir með markvissum hætti afrískar, asískar og rómansk-amerískar bókmenntir, og starfandi formaður LitCam, nefndar sem hefur það að markmiði að efla læsi. Hann var sæmdur austurrískri heiðursorðu fyrir vísindi og listir árið 2017 og ári seinna útnefndur riddari af orðu bókmennta og lista í sendiráði Frakklands í Berlín. Juergen Boos er meðlimur vísindanefndar Sheikh Zayed bókaverðlaunanna og Akademíu þýsku bókmenntaverðlaunanna.“ Fyrri handhafar Vigdísarverðlaunanna eru grænlenska ljóðskáldið og málvísindakonan Katti Frederiksen (2021), og færeyski málvísindamaðurinn, kennarinn og útgefandinn Jonhard Mikkelsen (2020). Í stjórn Vigdísarverðlauna frá 2022 sitja Rósa Signý Gísladóttir dósent í málvísindum (formaður stjórnar), tilnefnd af rektor Háskóla Íslands, Birna Bjarnadóttir, rannsóknasérfræðingur í bókmenntum, tilefnd af Vigdísarstofnun, og Sigtryggur Magnason, íslenskufræðingur og aðstoðarmaður innviðaráðherra, tilnefndur af menningarmálaráðherra. Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, starfar með nefndinni.
Menning Bókmenntir Vigdís Finnbogadóttir Háskólar Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira