Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 12:09 Mótmælin í Íran hafa verið borin upp af konum og ekki síst unglingsstúlkum. AP/Vahid Salemi Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. Ein mestu mótmæli á síðari árum brutust út í Íran eftir dauða Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu, í haldi siðgæðislögreglunnar í Teheran í síðasta mánuði. Lögreglumennirnir höfðu stöðvað Amini fyrir meint brot á strangri löggjöf um klæðaburð kvenna en þeim er skylt að hylja hár sitt með höfuðslæðu. Aðstandendur Amini segja að lögreglumenn hafi barið hana til dauða en opinber skýring klerkastjórnarinnar var að hún hefði verið heilsuveil og látist af völdum hjartaáfalls. Réttarmeinarfræðingar stjórnvalda sögðu í dag að Amini hefði látist af völdum líffærabilana vegna súrefnisskorts til heila en ekki vegna barsmíða. Sarina Esmaeilzadeh, sextán ára gömul stúlka, er sögð hafa látist þegar lögreglumenn börðu hana með kylfum í höfuðið á slíkum mótmælum í september. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa meðal annars haldið því fram. Yfirvöld í Alborz-héraði þar sem Esmaeilzadeh lést segja að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að hún hafi kastað sér fram að fimm hæða byggingu og látið lífið. Fullyrðingar um annað séu lygar stjórnarandstöðufjölmiðla. Móðir hennar hafi sagt að hún hafi áður reynt að fyrirfara sér, að því er segir í frétt Reuters. Fyrr í þessari viku gáfu yfirvöld sömu skýringar á dauða Niku Shakarami, sautján ára gamallar stúlku, sem mótmælendur segja að hafi látist á mótmælum vegna dauða Amini í Teheran. Hún hafi fallið af húsþaki en mögulega hafi verkamenn kastaði henni. Móðir Shakarimi fullyrðir aftur á móti að yfirvöld ljúgi til um dauða dóttur hennar. Hún hafi sjálf séð áverka á líki dóttur sinnar sem stangist á við skýringar þeirra. Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Ein mestu mótmæli á síðari árum brutust út í Íran eftir dauða Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu, í haldi siðgæðislögreglunnar í Teheran í síðasta mánuði. Lögreglumennirnir höfðu stöðvað Amini fyrir meint brot á strangri löggjöf um klæðaburð kvenna en þeim er skylt að hylja hár sitt með höfuðslæðu. Aðstandendur Amini segja að lögreglumenn hafi barið hana til dauða en opinber skýring klerkastjórnarinnar var að hún hefði verið heilsuveil og látist af völdum hjartaáfalls. Réttarmeinarfræðingar stjórnvalda sögðu í dag að Amini hefði látist af völdum líffærabilana vegna súrefnisskorts til heila en ekki vegna barsmíða. Sarina Esmaeilzadeh, sextán ára gömul stúlka, er sögð hafa látist þegar lögreglumenn börðu hana með kylfum í höfuðið á slíkum mótmælum í september. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa meðal annars haldið því fram. Yfirvöld í Alborz-héraði þar sem Esmaeilzadeh lést segja að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að hún hafi kastað sér fram að fimm hæða byggingu og látið lífið. Fullyrðingar um annað séu lygar stjórnarandstöðufjölmiðla. Móðir hennar hafi sagt að hún hafi áður reynt að fyrirfara sér, að því er segir í frétt Reuters. Fyrr í þessari viku gáfu yfirvöld sömu skýringar á dauða Niku Shakarami, sautján ára gamallar stúlku, sem mótmælendur segja að hafi látist á mótmælum vegna dauða Amini í Teheran. Hún hafi fallið af húsþaki en mögulega hafi verkamenn kastaði henni. Móðir Shakarimi fullyrðir aftur á móti að yfirvöld ljúgi til um dauða dóttur hennar. Hún hafi sjálf séð áverka á líki dóttur sinnar sem stangist á við skýringar þeirra.
Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20
Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13