Silli kokkur sá næstbesti í Evrópu Bjarki Sigurðsson skrifar 9. október 2022 19:12 Að sögn einhverra dómara var borgarinn besti réttur hátíðarinnar. Vagn Silla kokks lenti í öðru sæti í keppninni um Besta götubita Evrópu sem fram fór um helgina. Borgarinn hans Silla var valinn sá besti en Silli var einnig í öðru sæti í kosningu gesta hátíðarinnar. Besti götubiti Evrópu er valinn ár hvert á hátíðinni European Street Food Awards. Í ár sendu sextán þjóðir fulltrúa á hátíðina sem fram fór í Þýskalandi. Silli segir ekki annað vera hægt en að vera ánægður með árangurinn. „Ég er allavega með besta borgarann í Evrópu. Auðvitað er maður með blendnar tilfinningar, maður vill vinna. Maður getur samt ekki nema verið en ánægður með annað sætið. Þetta eru sextán bestu í allri Evrópu þannig næst besti er bara geggjað þó maður vilji alltaf fyrsta sætið,“ segir Silli í samtali við fréttastofu. Besti þetta árið kom frá Skotlandi og kusu gestir hátíðarinnar þýska vagninn þann besta. Þrátt fyrir að hafa búist við því að enda ofarlega þá er annað sætið fram úr bestu vonum Silla. Hann hefur mikla trú á sinni vöru og er mikill keppnismaður. Silli fékk viðurkenningu fyrir besta borgara hátíðarinnar. Hamborgarinn sem Silli bauð upp á og hlaut verðlaun fyrir besta borgara hátíðarinnar var gæsaborgari með reyktri gráðostasósu, sultuðum rauðlauk með bláberjum og krækiberjum og rúkóla. Brauðið er kartöflusmjörbrauð frá Deig. „Dómararnir sögðu flestir að þeim þætti borgarinn það besta sem þeir fengu á hátíðinni. En það eru tveir réttir dæmdir þannig hinn rétturinn minn dróg mig aðeins niður, þess vegna er ég í öðru sæti ekki fyrsta,“ segir Silli en hinn rétturinn hans var hreindýrapulsa. Annað sæti í kosningu gesta verður að teljast sem sigur en auðvitað var það þýski vagninn sem sigraði hana. Silli segir að það hefði verið galið ef heimamenn hefðu kosið einhvern annan en þeirra fulltrúa. „Þetta er eiginlega bara heimamenn. Það er alveg þannig. Þjóðverjar eru rosa margir annað hvort grænmetisætur eða vegan. Sú sem vann í kosningu gesta vann líka besta grænmetisbitann. Hún er líka þekkt meðal heimamanna,“ segir Silli. Næst á dagskrá hjá Silla er 220 manna villibráðarhlaðborð sem fram fer næstu helgi í Samskipahöllinni í Kópavogi. Nú fer hver að verða seinastur að kaupa miða en einungis tuttugu miðar eru eftir. Matur Íslendingar erlendis Þýskaland Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppnu Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppnu Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira
Besti götubiti Evrópu er valinn ár hvert á hátíðinni European Street Food Awards. Í ár sendu sextán þjóðir fulltrúa á hátíðina sem fram fór í Þýskalandi. Silli segir ekki annað vera hægt en að vera ánægður með árangurinn. „Ég er allavega með besta borgarann í Evrópu. Auðvitað er maður með blendnar tilfinningar, maður vill vinna. Maður getur samt ekki nema verið en ánægður með annað sætið. Þetta eru sextán bestu í allri Evrópu þannig næst besti er bara geggjað þó maður vilji alltaf fyrsta sætið,“ segir Silli í samtali við fréttastofu. Besti þetta árið kom frá Skotlandi og kusu gestir hátíðarinnar þýska vagninn þann besta. Þrátt fyrir að hafa búist við því að enda ofarlega þá er annað sætið fram úr bestu vonum Silla. Hann hefur mikla trú á sinni vöru og er mikill keppnismaður. Silli fékk viðurkenningu fyrir besta borgara hátíðarinnar. Hamborgarinn sem Silli bauð upp á og hlaut verðlaun fyrir besta borgara hátíðarinnar var gæsaborgari með reyktri gráðostasósu, sultuðum rauðlauk með bláberjum og krækiberjum og rúkóla. Brauðið er kartöflusmjörbrauð frá Deig. „Dómararnir sögðu flestir að þeim þætti borgarinn það besta sem þeir fengu á hátíðinni. En það eru tveir réttir dæmdir þannig hinn rétturinn minn dróg mig aðeins niður, þess vegna er ég í öðru sæti ekki fyrsta,“ segir Silli en hinn rétturinn hans var hreindýrapulsa. Annað sæti í kosningu gesta verður að teljast sem sigur en auðvitað var það þýski vagninn sem sigraði hana. Silli segir að það hefði verið galið ef heimamenn hefðu kosið einhvern annan en þeirra fulltrúa. „Þetta er eiginlega bara heimamenn. Það er alveg þannig. Þjóðverjar eru rosa margir annað hvort grænmetisætur eða vegan. Sú sem vann í kosningu gesta vann líka besta grænmetisbitann. Hún er líka þekkt meðal heimamanna,“ segir Silli. Næst á dagskrá hjá Silla er 220 manna villibráðarhlaðborð sem fram fer næstu helgi í Samskipahöllinni í Kópavogi. Nú fer hver að verða seinastur að kaupa miða en einungis tuttugu miðar eru eftir.
Matur Íslendingar erlendis Þýskaland Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppnu Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppnu Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira