Þrettán leikir búnir og níu þjálfarar yfirgefið félög sín Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2022 23:15 Steve Bruce er nú atvinnulaus. EPA-EFE/PETER POWELL Þolinmæði er dyggð, nema þegar kemur að því að gefa knattspyrnuþjálfurum tíma til að snúa við slöku gengi liða sinna. Steve Bruce var fyrr í dag rekinn frá West Bromwich Albion í ensku B-deildinni. Það eru alls 24 lið í ensku B-deildinni og þekkt að gengi liða sveiflist verulega frá upphafi til loka leiktíðar. Til að mynda má nefna Nottingham Forest en liðið var á botni deildarinnar þann 21. september þegar það ákvað að skipta um þjálfara og ráða Steve Cooper. Sá stýrði liðinu alla leið upp í ensku úrvalsdeildina þar sem það er nú. Eflaust er West Brom að vonast eftir svipuðum árangri með því að skipta um þjálfara en liðið er sem stendur í fallsæti með aðeins einn sigur í 13 leikjum. Stjórnarmenn höfðu því séð nóg og létu Bruce taka poka sinn. Club Statement: Steve Bruce.— West Bromwich Albion (@WBA) October 10, 2022 Hinn 61 árs gamli Bruce entist ekki lengi í starfi en hann tók við þjálfun liðsins í febrúar á þessu ári. West Brom var 11. liðið sem Bruce stýrir á ferli sínum en hann hafði áður þjálfað lið á borð við Newcastle United, Aston Villa, Sunderland, Birmingham City og Sunderland. Ekki er vitað hver ástæðan er en það virðist sem eigendur liða í ensku B-deildinni séu með sérstaklega stuttan þráð þetta tímabilið. Bruce er eins og áður sagði níundi þjálfarinn yfirgefur félagið sem hann hóf tímabilið hjá. Sjö hafa fengið sparkið en tveir ákváðu sjálfir að skipta um lið. Chris Wilder, Middlesborough (Rekinn) Shota Arveladze, Hull City (Rekinn) Rob Edwards, Watford (Rekinn) Paul Warne, Roterham United (Fór til Derby County) Steve Morison, Cardiff City (Rekinn) Danny Schofield, Huddersfield Town (Rekinn) Alex Neil, Sunderland (Fór til Stoke City) Michael O‘Neill, Stoke City (Rekinn) Það verður forvitnilegt að fylgjast með hversu mörg lið skipta um þjálfara í ensku B-deildinni á leiktíðinni en það stefnir í að meirihluti deildarinnar reyni að feta í fótspor Nottingham Forest. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Það eru alls 24 lið í ensku B-deildinni og þekkt að gengi liða sveiflist verulega frá upphafi til loka leiktíðar. Til að mynda má nefna Nottingham Forest en liðið var á botni deildarinnar þann 21. september þegar það ákvað að skipta um þjálfara og ráða Steve Cooper. Sá stýrði liðinu alla leið upp í ensku úrvalsdeildina þar sem það er nú. Eflaust er West Brom að vonast eftir svipuðum árangri með því að skipta um þjálfara en liðið er sem stendur í fallsæti með aðeins einn sigur í 13 leikjum. Stjórnarmenn höfðu því séð nóg og létu Bruce taka poka sinn. Club Statement: Steve Bruce.— West Bromwich Albion (@WBA) October 10, 2022 Hinn 61 árs gamli Bruce entist ekki lengi í starfi en hann tók við þjálfun liðsins í febrúar á þessu ári. West Brom var 11. liðið sem Bruce stýrir á ferli sínum en hann hafði áður þjálfað lið á borð við Newcastle United, Aston Villa, Sunderland, Birmingham City og Sunderland. Ekki er vitað hver ástæðan er en það virðist sem eigendur liða í ensku B-deildinni séu með sérstaklega stuttan þráð þetta tímabilið. Bruce er eins og áður sagði níundi þjálfarinn yfirgefur félagið sem hann hóf tímabilið hjá. Sjö hafa fengið sparkið en tveir ákváðu sjálfir að skipta um lið. Chris Wilder, Middlesborough (Rekinn) Shota Arveladze, Hull City (Rekinn) Rob Edwards, Watford (Rekinn) Paul Warne, Roterham United (Fór til Derby County) Steve Morison, Cardiff City (Rekinn) Danny Schofield, Huddersfield Town (Rekinn) Alex Neil, Sunderland (Fór til Stoke City) Michael O‘Neill, Stoke City (Rekinn) Það verður forvitnilegt að fylgjast með hversu mörg lið skipta um þjálfara í ensku B-deildinni á leiktíðinni en það stefnir í að meirihluti deildarinnar reyni að feta í fótspor Nottingham Forest.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira