Íhuga að skattleggja beljurop Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2022 13:59 Makindalegar mjólkurkýr nærri Oxford á Suðureyju Nýja-Sjálands. Kýr losa mikið magn metans þegar þær ropa og nituroxíð þegar þær míga en hvoru tveggja eru gróðurhúsalofttegundir. AP/Mark Baker Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni. Búfjárrækt er stór iðnaður á Nýja-Sjálandi. Fyrir hvern einn íbúa landsins eru tvær kýr eða naut og fleiri en fimm kindur. Dýrin losa gróðurhúsalofttegundir með því að ropa og losa þvag. Hlutdeild landbúnaðar í losun gróðurhúsalofttegunda er því óvenjumikil í landinu, um helmingur heildarlosunarinnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Jacindu Ardern forsætisráðherra setti sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Hluti þeirrar áætlunar er að minnka losun metans frá búfé um tíu prósent fyrir árið 2030 og um 47 prósent fyrir árið 2050. Samkvæmt tillögu stjórnarinnar þyrftu bændur að greiða fyrir losun frá dýrum sínum frá árinu 2025. Ekki liggur fyrir hversu hátt kolefnisgjaldið yrði. Ardern segir að skattféð yrði allt notað til þess að fjármagna nýsköpun í búfjárrækt og hvatagreiðslur til bænda. Bændur gætu jafnað út kostnaðaraukann með því að rukka meira fyrir loftslagsvænar afurðir. Damien O'Connor, landbúnaðarráðherra, segir bændur þegar finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga með tíðari þurrkum og flóðum. Það sé bæði gott fyrir umhverfið og efnahaginn að grípa til aðgerða gegn losun landbúnaðarins. Bændur rísa upp á afturlappirnar Helstu hagsmunasamtök nýsjálenskra bænda finna tillögunni allt til foráttu. Með henni yrði hjartað úr smábæjum landsins rifið út og í stað bóndabæja spryttu upp tré. Verði hún að veruleika muni bændur selja býli sín í hrönnum. Íhaldssami stjórnarandstöðuflokkurinn ACT heldur því fram að tillagan leiddi til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu því búfjárræktin færðist þá til landa þar sem losunin væri meiri en í Nýja-Sjálandi. Verkamannaflokkur Ardern var gerður afturreka með sambærilega tillögu árið 2003. Líkt og nú reis bændastéttin upp á afturlappirnar og mótmælti kröftuglega. Andstæðingar tillögunnar uppnefndu hana þá „prumpskattinn“ sem var þó ekki réttnefni þar sem mest metanlosunin er vegna ropa búfjárins. Loftslagsmál Skattar og tollar Nýja-Sjáland Dýr Landbúnaður Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Búfjárrækt er stór iðnaður á Nýja-Sjálandi. Fyrir hvern einn íbúa landsins eru tvær kýr eða naut og fleiri en fimm kindur. Dýrin losa gróðurhúsalofttegundir með því að ropa og losa þvag. Hlutdeild landbúnaðar í losun gróðurhúsalofttegunda er því óvenjumikil í landinu, um helmingur heildarlosunarinnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Jacindu Ardern forsætisráðherra setti sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Hluti þeirrar áætlunar er að minnka losun metans frá búfé um tíu prósent fyrir árið 2030 og um 47 prósent fyrir árið 2050. Samkvæmt tillögu stjórnarinnar þyrftu bændur að greiða fyrir losun frá dýrum sínum frá árinu 2025. Ekki liggur fyrir hversu hátt kolefnisgjaldið yrði. Ardern segir að skattféð yrði allt notað til þess að fjármagna nýsköpun í búfjárrækt og hvatagreiðslur til bænda. Bændur gætu jafnað út kostnaðaraukann með því að rukka meira fyrir loftslagsvænar afurðir. Damien O'Connor, landbúnaðarráðherra, segir bændur þegar finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga með tíðari þurrkum og flóðum. Það sé bæði gott fyrir umhverfið og efnahaginn að grípa til aðgerða gegn losun landbúnaðarins. Bændur rísa upp á afturlappirnar Helstu hagsmunasamtök nýsjálenskra bænda finna tillögunni allt til foráttu. Með henni yrði hjartað úr smábæjum landsins rifið út og í stað bóndabæja spryttu upp tré. Verði hún að veruleika muni bændur selja býli sín í hrönnum. Íhaldssami stjórnarandstöðuflokkurinn ACT heldur því fram að tillagan leiddi til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu því búfjárræktin færðist þá til landa þar sem losunin væri meiri en í Nýja-Sjálandi. Verkamannaflokkur Ardern var gerður afturreka með sambærilega tillögu árið 2003. Líkt og nú reis bændastéttin upp á afturlappirnar og mótmælti kröftuglega. Andstæðingar tillögunnar uppnefndu hana þá „prumpskattinn“ sem var þó ekki réttnefni þar sem mest metanlosunin er vegna ropa búfjárins.
Loftslagsmál Skattar og tollar Nýja-Sjáland Dýr Landbúnaður Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira