Alblóðugur Rüdiger þurfti 20 spor eftir jöfnunarmarkið Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2022 12:00 Það fossblæddi úr Rudiger þar sem hann lenti saman við markvörð Shakhtar. 20 spor þurfti í andlitið á honum. Adam Nurkiewicz/Getty Images Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid, verður seint sakaður um að fórna sér ekki fyrir liðsfélaga sína. Hann tryggði liði sínu stig á ögurstundu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og var nálægt því að steinrotast í leiðinni. Real Madrid átti í vandræðum þegar liðið sótti úkraínska liðið Shakhtar Donetsk heim í gærkvöld, að vísu til Varsjá í Póllandi, þar sem Evrópuleikir mega ekki fara fram í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Oleksandr Zubkov Shakhtar í forystu á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og staðan var 1-0 allt þar til fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þá átti Þjóðverjinn Toni Kroos háa sendingu inn á teig Shakhtar sem fann höfuðið á landa hans Rüdiger sem skallaði boltann í stöng og inn og lenti svo harkalega saman við Anatolii Trubin, markvörð Shakhtar. Klippa: Mörkin: Shakhtar - Real Madrid Rüdiger steinlá og það sást fossblæða úr andliti hans. Hann átti þá erfitt með að halda jafnvægi þegar hann stóð upp eftir markið. Haft er eftir Rüdiger og talsmanni Real Madrid að hann sé í lagi og hafi sloppið við beinbrot. Það þurfti hins vegar að sauma 20 spor í andlitið á honum eftir atvikið. „Það sem drepur þig ekki styrkir þig. Ég er í lagi, takk fyrir öll skilaboðin,“ sagði Rüdiger eftir leik. Um er að ræða fyrstu stigin sem Real Madrid tapar í F-riðli en liðið er efst í riðlinum með 10 stig eftir fjóra leiki og er öruggt áfram í 16-liða úrslit. RB Leipzig vann Celtic í gær og er með sex stig í öðru sæti en Shakhtar er með fimm stig þar fyrir neðan. Celtic rekur lestina með eitt stig. Myndir af atvikinu má sjá að neðan. Að ofan má sjá myndskeið af markinu. Mateusz Slodkowski/DeFodi Images via Getty Images Mateusz Slodkowski/DeFodi Images via Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Antonio Villalba/Real Madrid via Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Real Madrid átti í vandræðum þegar liðið sótti úkraínska liðið Shakhtar Donetsk heim í gærkvöld, að vísu til Varsjá í Póllandi, þar sem Evrópuleikir mega ekki fara fram í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Oleksandr Zubkov Shakhtar í forystu á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og staðan var 1-0 allt þar til fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þá átti Þjóðverjinn Toni Kroos háa sendingu inn á teig Shakhtar sem fann höfuðið á landa hans Rüdiger sem skallaði boltann í stöng og inn og lenti svo harkalega saman við Anatolii Trubin, markvörð Shakhtar. Klippa: Mörkin: Shakhtar - Real Madrid Rüdiger steinlá og það sást fossblæða úr andliti hans. Hann átti þá erfitt með að halda jafnvægi þegar hann stóð upp eftir markið. Haft er eftir Rüdiger og talsmanni Real Madrid að hann sé í lagi og hafi sloppið við beinbrot. Það þurfti hins vegar að sauma 20 spor í andlitið á honum eftir atvikið. „Það sem drepur þig ekki styrkir þig. Ég er í lagi, takk fyrir öll skilaboðin,“ sagði Rüdiger eftir leik. Um er að ræða fyrstu stigin sem Real Madrid tapar í F-riðli en liðið er efst í riðlinum með 10 stig eftir fjóra leiki og er öruggt áfram í 16-liða úrslit. RB Leipzig vann Celtic í gær og er með sex stig í öðru sæti en Shakhtar er með fimm stig þar fyrir neðan. Celtic rekur lestina með eitt stig. Myndir af atvikinu má sjá að neðan. Að ofan má sjá myndskeið af markinu. Mateusz Slodkowski/DeFodi Images via Getty Images Mateusz Slodkowski/DeFodi Images via Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Antonio Villalba/Real Madrid via Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira