Ekki sprengja börn! Ellen Calmon skrifar 12. október 2022 11:01 Barnaheill fordæma árásir sem bitna á börnum. Sprengjum hefur rignt yfir Kyiv, höfuðborg Úkraínu, síðustu daga. Þar á meðal lenti ein sprenging á leikvelli sem er um einum kílómeter frá skrifstofu Barnaheilla - Save the Children Í Úkraínu. „Við fundum jörðina skjálfa,“ sagði starfsmaður Barnaheilla í Úkraínu. Á undanförnum dögum hefur fjöldi hjálparstofnana neyðst til að stöðva starfssemi sína í Úkraínu vegna öryggisógnar starfsfólks. Í borgunum Kyiv, Lviv, Ternopil og Dnipro hefur rignt sprengjum og hafa að minnsta kosti 11 almennir borgarar látið lífið og 89 særst. Heimili, skólar, göngubrýr og leikvellir hafa orðið fyrir sprengjum og mikið tjón hefur orðið á innviðum sem hefur leitt til rafmagnsleysis og truflana á neysluvatnsrennsli. Nú fer að kólna í Úkraínu og hafa þessar árásir áhrif á undirbúning heimilanna fyrir veturinn sem getur reynst kaldur. Barnaheill krefjast þess að alþjóðleg mannúðarlög séu virt til þess að vernda börn gegn átökum. Árásir sem þessar eru brot á alþjóðlegum stríðslögum. Átökin í Úkraínu sem hafa staðið yfir 8 ár og hafa alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children veitt neyðaraðstoð til barna og fjölskyldna þeirra víða um land. Átökin bitna verst á börnum sem eiga, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, að njóta verndar öllum stundum. Að minnsta kosti 7,5 milljónir barna eru í brýnni hættu. Úkraínsk börn hafa þurft að þola átök, skotárásir og ofbeldi og hefur fjöldi þeirra þurft að leggja á flótta frá heimilum sínum. Fréttamyndirnar sem okkur hafa borist frá Kyiv þar sem leikvellir barna hafa verið sprengdir upp eru óhugnanlegar og sýna okkur að börn eru hvergi hult þegar kemur að stríði. Skilaboð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi eru einföld: Ekki sprengja börn! Við hjá Barnaheillum styðjum við börn í neyð víðsvegar um heiminn með því að safna fé í viðbragðssjóð alþjóðasamtaka Barnaheilla. Þeir fjármunir nýtast meðal annars til að styðja við börn í Úkraínu. Söfnun stendur nú yfir hér á heimasíðu samtakanna Neyðarsöfnun Barnaheilla (styrkja.is) Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Innrás Rússa í Úkraínu Réttindi barna Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Barnaheill fordæma árásir sem bitna á börnum. Sprengjum hefur rignt yfir Kyiv, höfuðborg Úkraínu, síðustu daga. Þar á meðal lenti ein sprenging á leikvelli sem er um einum kílómeter frá skrifstofu Barnaheilla - Save the Children Í Úkraínu. „Við fundum jörðina skjálfa,“ sagði starfsmaður Barnaheilla í Úkraínu. Á undanförnum dögum hefur fjöldi hjálparstofnana neyðst til að stöðva starfssemi sína í Úkraínu vegna öryggisógnar starfsfólks. Í borgunum Kyiv, Lviv, Ternopil og Dnipro hefur rignt sprengjum og hafa að minnsta kosti 11 almennir borgarar látið lífið og 89 særst. Heimili, skólar, göngubrýr og leikvellir hafa orðið fyrir sprengjum og mikið tjón hefur orðið á innviðum sem hefur leitt til rafmagnsleysis og truflana á neysluvatnsrennsli. Nú fer að kólna í Úkraínu og hafa þessar árásir áhrif á undirbúning heimilanna fyrir veturinn sem getur reynst kaldur. Barnaheill krefjast þess að alþjóðleg mannúðarlög séu virt til þess að vernda börn gegn átökum. Árásir sem þessar eru brot á alþjóðlegum stríðslögum. Átökin í Úkraínu sem hafa staðið yfir 8 ár og hafa alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children veitt neyðaraðstoð til barna og fjölskyldna þeirra víða um land. Átökin bitna verst á börnum sem eiga, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, að njóta verndar öllum stundum. Að minnsta kosti 7,5 milljónir barna eru í brýnni hættu. Úkraínsk börn hafa þurft að þola átök, skotárásir og ofbeldi og hefur fjöldi þeirra þurft að leggja á flótta frá heimilum sínum. Fréttamyndirnar sem okkur hafa borist frá Kyiv þar sem leikvellir barna hafa verið sprengdir upp eru óhugnanlegar og sýna okkur að börn eru hvergi hult þegar kemur að stríði. Skilaboð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi eru einföld: Ekki sprengja börn! Við hjá Barnaheillum styðjum við börn í neyð víðsvegar um heiminn með því að safna fé í viðbragðssjóð alþjóðasamtaka Barnaheilla. Þeir fjármunir nýtast meðal annars til að styðja við börn í Úkraínu. Söfnun stendur nú yfir hér á heimasíðu samtakanna Neyðarsöfnun Barnaheilla (styrkja.is) Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar