Handhafi staðreynda í útlendingamálum? Helgi Áss Grétarsson skrifar 13. október 2022 07:30 „Við öll eigum rétt á okkar eigin skoðunum, en ekki okkar eigin staðreyndum“, er lausleg þýðing á kunnu orðatiltæki í bandarískum stjórnmálum. Þessi frasi hefur komið mér í huga undanfarna daga í tengslum við umræðu um tiltekna þætti stefnunnar í útlendingamálum. Af mörgu er að taka í þessum efnum en hér verður staðnæmst við tilteknar séríslenskar reglur í svokölluðum verndarmálum, þ.e. í málum einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi en sem þegar hafa fengið vernd í öðru Evrópuríki. Hverjar eru hinar séríslensku reglur? Íslensku sérreglurnar í verndarmálum hafa verið í gildi frá því að útlendingalög nr. 80/2016 voru sett. Undanfarin ár hefur oft verið gerð grein fyrir þessum reglum en sérstaða þeirra er tvíþætt: Í fyrsta lagier lögð sú skylda á stjórnvöld að taka mál einstaklinga, sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðru ríki, til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða sérstakar ástæður mæla annars með því; Í öðru lagigildir svokölluð 12 mánaða regla, þ.e. mál hælisleitanda fær jafnan efnismeðferð hér á landi hafi verndarmálið verið til meðferðar lengur en 12 mánuði. Umboðsmaður Alþingis hefur fjallað ítarlega um síðara atriðið, tímafrestinn. Mat hans er skýrt, reglan um tímafrestinn er íslensk sérregla, sbr. álit hans frá 9. desember 2019 í máli nr. 9722/2018. Þetta mat umboðsmanns kemur vart heim og saman við svohljóðandi texta úr vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar frá 12. október sl.: „Einnig hefur verið talað um að tímafrestir í lögum um útlendinga séu séríslenskir og leiði til að umsækjendur reyni að tefja ferlið. Slíkar fullyrðingar eiga heldur ekki við rök að styðjast...“. Hver er afleiðing hinna séríslensku reglna? Verndarmálum hér á landi fór að fjölga árið 2018, fór það árið í 16% af heildarfjölda umsókna hælisleitenda og var meira en helmingur umsókna árið 2020. Á síðasta ári nam hlutfallið 21%. Svona háar tölur sjást ekki í öðrum Evrópuríkjum. Nærtækt er því að ætla að hinar séríslensku reglur stuðli að fjölgun verndarmála. Augljóst má einnig vera að fjölgun hælisleitenda skapar áskoranir, m.a. fyrir innviði sveitarfélaga, svo sem fyrir skólastarf, félags- og heilbrigðisþjónustu og í húsnæðismálum. Að horfa framhjá þeim veruleika er óskynsamlegt þar eð einhver þarf að tryggja fé og hæft starfsfólk til að sinna þessum verkefnum. Ástæðulausar sérreglur Af áðurnefndri vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar má ætla að viðkomandi upplifi sig sem handhafa staðreynda í útlendingamálum. Slík upplifun er hins vegar á villigötum þegar kemur að lögfræðilegri greiningu á því hvort á Íslandi séu sérreglur í verndarmálum eða ekki. Kjarni málsins er að slíkur sérreglur eru í gildi og fyrir því eru veik rök. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
„Við öll eigum rétt á okkar eigin skoðunum, en ekki okkar eigin staðreyndum“, er lausleg þýðing á kunnu orðatiltæki í bandarískum stjórnmálum. Þessi frasi hefur komið mér í huga undanfarna daga í tengslum við umræðu um tiltekna þætti stefnunnar í útlendingamálum. Af mörgu er að taka í þessum efnum en hér verður staðnæmst við tilteknar séríslenskar reglur í svokölluðum verndarmálum, þ.e. í málum einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi en sem þegar hafa fengið vernd í öðru Evrópuríki. Hverjar eru hinar séríslensku reglur? Íslensku sérreglurnar í verndarmálum hafa verið í gildi frá því að útlendingalög nr. 80/2016 voru sett. Undanfarin ár hefur oft verið gerð grein fyrir þessum reglum en sérstaða þeirra er tvíþætt: Í fyrsta lagier lögð sú skylda á stjórnvöld að taka mál einstaklinga, sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðru ríki, til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða sérstakar ástæður mæla annars með því; Í öðru lagigildir svokölluð 12 mánaða regla, þ.e. mál hælisleitanda fær jafnan efnismeðferð hér á landi hafi verndarmálið verið til meðferðar lengur en 12 mánuði. Umboðsmaður Alþingis hefur fjallað ítarlega um síðara atriðið, tímafrestinn. Mat hans er skýrt, reglan um tímafrestinn er íslensk sérregla, sbr. álit hans frá 9. desember 2019 í máli nr. 9722/2018. Þetta mat umboðsmanns kemur vart heim og saman við svohljóðandi texta úr vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar frá 12. október sl.: „Einnig hefur verið talað um að tímafrestir í lögum um útlendinga séu séríslenskir og leiði til að umsækjendur reyni að tefja ferlið. Slíkar fullyrðingar eiga heldur ekki við rök að styðjast...“. Hver er afleiðing hinna séríslensku reglna? Verndarmálum hér á landi fór að fjölga árið 2018, fór það árið í 16% af heildarfjölda umsókna hælisleitenda og var meira en helmingur umsókna árið 2020. Á síðasta ári nam hlutfallið 21%. Svona háar tölur sjást ekki í öðrum Evrópuríkjum. Nærtækt er því að ætla að hinar séríslensku reglur stuðli að fjölgun verndarmála. Augljóst má einnig vera að fjölgun hælisleitenda skapar áskoranir, m.a. fyrir innviði sveitarfélaga, svo sem fyrir skólastarf, félags- og heilbrigðisþjónustu og í húsnæðismálum. Að horfa framhjá þeim veruleika er óskynsamlegt þar eð einhver þarf að tryggja fé og hæft starfsfólk til að sinna þessum verkefnum. Ástæðulausar sérreglur Af áðurnefndri vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar má ætla að viðkomandi upplifi sig sem handhafa staðreynda í útlendingamálum. Slík upplifun er hins vegar á villigötum þegar kemur að lögfræðilegri greiningu á því hvort á Íslandi séu sérreglur í verndarmálum eða ekki. Kjarni málsins er að slíkur sérreglur eru í gildi og fyrir því eru veik rök. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar