Alexander-Arnold fór sömu leið og Ari Freyr Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. október 2022 07:00 Trent Alexander-Arnold hefur spilað sem hægri bakvörður undanfarin sjö ár. EPA-EFE/PETER POWELL Trent Alexander-Arnold hefur verið með betri hægri bakvörðum heims að flestra mati undanfarin misseri. Hann var þó ekki alltaf bakvörður en færði sig þangað til að auka líkur sínar á að spila fyrir aðallið Liverpool. Á sínum yngri árum spilaði Alexander-Arnold á miðjunni en þegar hann var í kringum 17 ára aldur ákvað hann að setjast niður með þjálfara sínum hjá U-18 ára liði Liverpool og yfirmanni akademíu félagsins í von um að finna leið inn í aðallið Liverpool. Frá þessu var greint í hlaðvarpi The Athletic sem snýr að taktík. Í nýjasta þættinum er farið yfir leikmenn sem hafa spilað óvanalegar stöður á leiktíðinni. Þar var Alexander-Arnold nefndur sem dæmi um leikmann sem færði sig um stöðu og náði í kjölfarið mun meiri árangri en hann hefði eflaust hefði hann haldið sig við sína fyrrum stöðu á vellinum. Bakvörðurinn hefur staðfest þetta en hann ræddi þetta til að mynda í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, snemma árs 2020. „Ég vildi komast inn í aðalliðið eins fljótt og mögulegt væri. Við komumst að því að þetta væri besta lausnin. Það var erfitt að aðlagast varnarlega þar sem maður er sjaldan einn á einn sem miðjumaður.“ „Ég nýt þess að spila sem bakvörður þar sem það er meira frjálsræði fram á við. Það er meiri glundroði á miðri miðjunni. Ég fæ boltann líka töluvert meira núna en þegar ég spilaði sem miðjumaður,“ sagði bakvörðurinn núverandi meðal annars í viðtalinu. Segja má að Alexander-Arnold hafi farið sömu leið og Ari Freyr Skúlason, leikmaður Norrköping í dag. Hann staðfesti í viðtali við RÚV á síðasta ári að Lars Lagerbäck, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, hafi sannfært hann um að færa sig alfarið í vinstri bakvörðinn til að eiga öruggt sæti í landsliðinu. Ari Freyr Skúlason í einum af 83 A-landsleikjum sínum.Soccrates/Getty Images Ari Freyr hafði einnig spilað sem miðjumaður allan sinn feril þegar kom að þessari breytingu en hann fór strax í kjölfarið að leita að liðum sem vantaði vinstri bakvörð. Segja má að bæði Trent og Ari Freyr hafi náð mögnuðum árangri. Sá fyrrnefndi hefur lagt upp aragrúa af mörkum fyrir Liverpool ásamt því að vinna ensku úrvalsdeildina, Meistaradeild Evrópu, FA-bikarinn, enska deildarbikarinn, ofurbikar UEFA og HM félagsliða. Ari Freyr lék alls 83 A-landsleiki og spilaði stóran þátt í að Ísland komst á EM árið 2016 í Frakklandi og HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Á sínum yngri árum spilaði Alexander-Arnold á miðjunni en þegar hann var í kringum 17 ára aldur ákvað hann að setjast niður með þjálfara sínum hjá U-18 ára liði Liverpool og yfirmanni akademíu félagsins í von um að finna leið inn í aðallið Liverpool. Frá þessu var greint í hlaðvarpi The Athletic sem snýr að taktík. Í nýjasta þættinum er farið yfir leikmenn sem hafa spilað óvanalegar stöður á leiktíðinni. Þar var Alexander-Arnold nefndur sem dæmi um leikmann sem færði sig um stöðu og náði í kjölfarið mun meiri árangri en hann hefði eflaust hefði hann haldið sig við sína fyrrum stöðu á vellinum. Bakvörðurinn hefur staðfest þetta en hann ræddi þetta til að mynda í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, snemma árs 2020. „Ég vildi komast inn í aðalliðið eins fljótt og mögulegt væri. Við komumst að því að þetta væri besta lausnin. Það var erfitt að aðlagast varnarlega þar sem maður er sjaldan einn á einn sem miðjumaður.“ „Ég nýt þess að spila sem bakvörður þar sem það er meira frjálsræði fram á við. Það er meiri glundroði á miðri miðjunni. Ég fæ boltann líka töluvert meira núna en þegar ég spilaði sem miðjumaður,“ sagði bakvörðurinn núverandi meðal annars í viðtalinu. Segja má að Alexander-Arnold hafi farið sömu leið og Ari Freyr Skúlason, leikmaður Norrköping í dag. Hann staðfesti í viðtali við RÚV á síðasta ári að Lars Lagerbäck, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, hafi sannfært hann um að færa sig alfarið í vinstri bakvörðinn til að eiga öruggt sæti í landsliðinu. Ari Freyr Skúlason í einum af 83 A-landsleikjum sínum.Soccrates/Getty Images Ari Freyr hafði einnig spilað sem miðjumaður allan sinn feril þegar kom að þessari breytingu en hann fór strax í kjölfarið að leita að liðum sem vantaði vinstri bakvörð. Segja má að bæði Trent og Ari Freyr hafi náð mögnuðum árangri. Sá fyrrnefndi hefur lagt upp aragrúa af mörkum fyrir Liverpool ásamt því að vinna ensku úrvalsdeildina, Meistaradeild Evrópu, FA-bikarinn, enska deildarbikarinn, ofurbikar UEFA og HM félagsliða. Ari Freyr lék alls 83 A-landsleiki og spilaði stóran þátt í að Ísland komst á EM árið 2016 í Frakklandi og HM í Rússlandi tveimur árum síðar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira