Arteta þakkaði myndbandsdómgæslunni eftir nauman sigur í Leeds Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 18:30 Mikel Arteta og lærisveinar hans í Arsenal eru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/ANDY RAIN Mikel Arteta þakkaði myndbandsdómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur sinna manna á Elland Road í dag. Arsenal vann eins nauman sigur og hægt verður þegar liðið lagði Leeds United fyrr í dag. Til að byrja með frestaðist leikurinn um 40 mínútur þar sem rafmagnsleysi olli því að tækjabúnaður dómarateymisins virkaði ekki. Þá fengu heimamenn í Leeds tvær vítaspyrnur, þá fyrri varði Aaron Ramsdale en sú síðari var dregin til baka eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur. „Ef þú ferð í MLS-deildina (í Bandaríkjunum) þá er þetta algengt,“ sagði Arteta um töfina sem varð á leiknum. „Þegar við förum þangað á undirbúningstímabilinu getur leik verið frestað um þrjá til fimm tíma vegna þrumuveðurs,“ bætti Spánverjinn við. „Við erum ekki vön þessu en þurfum að venjast þessu þar myndbandsdómgæslan (VAR) skiptir okkur miklu máli. Hefðum við spilað án hennar í dag hefði þetta verið allt annar leikur.“ „Það er alltaf erfitt að koma hingað. Það er engin tilviljun að við vinnum sigra eins og þessa, við sýndum karakter og mikinn vilja.“ Arsenal marði Bodø/Glimt í Evrópudeildinni á fimmtudag og hafði sá leikur áhrif á undirbúninginn fyrir leik dagsins í dag. Líkt og þá var Bukayo Saka hetjan. „Það voru margir leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar á fimmtudaginn [gegn Bodø/Glimt]. Við eyddum aðfaranótt föstudags í Noregi og komum svo hingað til Leeds og unnum báða leikina. Sigrarnir sýna hvert við erum komnir sem lið og mikið hrós til leikmannanna. Þú verður að geta unnið leiki, sama hvað,“ sagði Arteta að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira
Arsenal vann eins nauman sigur og hægt verður þegar liðið lagði Leeds United fyrr í dag. Til að byrja með frestaðist leikurinn um 40 mínútur þar sem rafmagnsleysi olli því að tækjabúnaður dómarateymisins virkaði ekki. Þá fengu heimamenn í Leeds tvær vítaspyrnur, þá fyrri varði Aaron Ramsdale en sú síðari var dregin til baka eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur. „Ef þú ferð í MLS-deildina (í Bandaríkjunum) þá er þetta algengt,“ sagði Arteta um töfina sem varð á leiknum. „Þegar við förum þangað á undirbúningstímabilinu getur leik verið frestað um þrjá til fimm tíma vegna þrumuveðurs,“ bætti Spánverjinn við. „Við erum ekki vön þessu en þurfum að venjast þessu þar myndbandsdómgæslan (VAR) skiptir okkur miklu máli. Hefðum við spilað án hennar í dag hefði þetta verið allt annar leikur.“ „Það er alltaf erfitt að koma hingað. Það er engin tilviljun að við vinnum sigra eins og þessa, við sýndum karakter og mikinn vilja.“ Arsenal marði Bodø/Glimt í Evrópudeildinni á fimmtudag og hafði sá leikur áhrif á undirbúninginn fyrir leik dagsins í dag. Líkt og þá var Bukayo Saka hetjan. „Það voru margir leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar á fimmtudaginn [gegn Bodø/Glimt]. Við eyddum aðfaranótt föstudags í Noregi og komum svo hingað til Leeds og unnum báða leikina. Sigrarnir sýna hvert við erum komnir sem lið og mikið hrós til leikmannanna. Þú verður að geta unnið leiki, sama hvað,“ sagði Arteta að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn