Sunak, Johnson og Mordaunt virðast njóta mests stuðnings Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. október 2022 07:33 Mordaunt, Johnson og Sunak eru þeir kandídatar sem flestir hafa lýst yfir stuðningi við. epa Rishi Sunak, Boris Johnson og Penny Mordaunt eru þeir kandídatar sem flestir þingmenn Íhaldsflokksins hafa lýst yfir stuðningi við til að verða næsti leiðtogi flokksins og þar með næsti forsætisráðherra. Þeir sem freista þess að hreppa hnossið verða að tryggja sér stuðning að minnsta kosti 100 þingmanna yfir helgina. Þingmenn munu svo ganga til atkvæðagreiðslu á mánudag. Ef tveir eða mögulega þrír fá yfir 100 atkvæði, fá fullgildir flokksmenn að kjósa í netkosningu í næstu viku. Henni lýkur svo á föstudag. Hér má lesa meira um ferlið. Johnson er sagður eiga raunverulegan möguleika á endurkomu en hann er hins vegar ennþá gríðarlega óvinsæll meðal fjölda þingmanna. Forsætisráðherrann fyrrverandi ku vera fullviss um að hann sé maðurinn til að leiða Íhaldsflokkinn í næstu kosningum en aðrir hafa sínar efasemdir, ekki síst þar sem hann sætir enn rannsókn vegna ásakana um að hafa logið af þinginu. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birtist í morgun hefur Verkamannaflokkurinn nú 39 prósenta forskot á Íhaldsflokkinn. Ef gengið væri til kosninga í dag myndu 53 prósent kjósa Verkamannaflokkinn en aðeins 14 prósent Íhaldsflokkinn. Um er að ræða verstu útkomu flokksins í sögu skoðanakannana á Bretlandseyjum. Leiðtogar Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata hafa kallað eftir því að boðað verði til þingkosninga. Íhaldsflokkurinn sé hreinlega ekki stjórntækur en til viðbótar við forsætisráðherraskiptin hafa gríðarlegar hrókeringar átt sér stað á öðrum ráðherraembættum síðustu misseri. NEW. *The Conservative Party falls to the lowest level of support in British polling history*Labour 53%Conservatives 14%Lib Dems 11%@PeoplePolling Oct 20— Matt Goodwin (@GoodwinMJ) October 21, 2022 Bretland Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Þeir sem freista þess að hreppa hnossið verða að tryggja sér stuðning að minnsta kosti 100 þingmanna yfir helgina. Þingmenn munu svo ganga til atkvæðagreiðslu á mánudag. Ef tveir eða mögulega þrír fá yfir 100 atkvæði, fá fullgildir flokksmenn að kjósa í netkosningu í næstu viku. Henni lýkur svo á föstudag. Hér má lesa meira um ferlið. Johnson er sagður eiga raunverulegan möguleika á endurkomu en hann er hins vegar ennþá gríðarlega óvinsæll meðal fjölda þingmanna. Forsætisráðherrann fyrrverandi ku vera fullviss um að hann sé maðurinn til að leiða Íhaldsflokkinn í næstu kosningum en aðrir hafa sínar efasemdir, ekki síst þar sem hann sætir enn rannsókn vegna ásakana um að hafa logið af þinginu. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birtist í morgun hefur Verkamannaflokkurinn nú 39 prósenta forskot á Íhaldsflokkinn. Ef gengið væri til kosninga í dag myndu 53 prósent kjósa Verkamannaflokkinn en aðeins 14 prósent Íhaldsflokkinn. Um er að ræða verstu útkomu flokksins í sögu skoðanakannana á Bretlandseyjum. Leiðtogar Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata hafa kallað eftir því að boðað verði til þingkosninga. Íhaldsflokkurinn sé hreinlega ekki stjórntækur en til viðbótar við forsætisráðherraskiptin hafa gríðarlegar hrókeringar átt sér stað á öðrum ráðherraembættum síðustu misseri. NEW. *The Conservative Party falls to the lowest level of support in British polling history*Labour 53%Conservatives 14%Lib Dems 11%@PeoplePolling Oct 20— Matt Goodwin (@GoodwinMJ) October 21, 2022
Bretland Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira