Húsráðið: Hvernig á að þrífa farða úr fötum? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. október 2022 06:01 Hver hefur ekki lent í því að subba niður á sig á ögurstundu? Getty Hversu hrikalega svekkjandi að klæða sig upp, gera sig til og taka svo eftir blettum eftir farða í fötunum. Farða sem smitast í úlpu- eða skyrtukragann eða blett eftir varalit eða maskara í hvítu skyrtunni. Þegar góð ráð eru dýr reynast gömlu húsráðin yfirleitt best. Marta María Arnarsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans er kona með ráð undir rifi hverju en hér fyrir neðan má sjá hennar ráðleggingar á því hvernig best sé að hreinsa bletti eftir farða. Varalitur í fötum Getty Hársprey: Ef varaliturinn er nýkominn í fötin er best að spreyja hárspreyi í blettinn. Leyfa því að vera í fimmtán mínútur og nudda síðan varalitinn úr til dæmis með tannbursta, naglabursta eða jafnvel klút, ef efnið er mjög viðkvæmt. Við þetta ætti varaliturinn að renna ljúflega úr og þá má þvo flíkina með venjulegum hætti. Acetone: Ef flíkin er ekki úr svo viðkvæmu efni er reyndar best að nota acetone, þá flýgur bletturinn úr um leið. Uppþvottalögur og edik: Þegar um ræðir viðkvæm efni er ráðlegast að nota uppþvottalög og/eða matarsóda og edik til að vinna á blettinum og skella síðan flíkinni í þvott á eftir. Þegar verið er að vinna á blettum er mikilvægt að snúa þeirri hlið niður sem bletturinn er á og nudda blettinn úr á röngunni. Annars getur maður verið að festa varalitinn enn frekar í flíkinni. Það er sniðugt að hafa til dæmis gamalt handklæði undir, þá getur varaliturinn smitast í það þegar unnið er að því að ná blettinum úr. Augnbrúnalitur í húð Getty Acetone: Af því að ég nefndi acetone þá verð ég að bæta við smá ráði þegar mikill augnabrúna litur festist í húðininni eftir litun og augabrúnirnar verða mun dekkri fyrir vikið. Þá er algjör snilld að setja nokkra dropa af acetone í bómullarskífu og strjúka tvisvar til þrisvar yfir hvora augabrún. Það svínvirkar og liturinn fer ekki af hárunum sjálfum en rennur af húðinni svo að augabrúnirnar verða fallegar og náttúrulegar. Ég myndi alls ekki nota hvaða acetone sem er þar sem húðin er viðkvæmt og maður vill ekki erta hana. Best er að nota umhverfisvænt acetone sem ætlað fyrir viðkvæma húð. Svo er gott að þrífa andlitið með því hreinsikremi sem maður notar venjulega. Farði í fatnaði Getty Farðahreinsir: Ef farðinn í nýkominn í flíkina er best að nota farðahreinsi og nota þann hreinsi sem maður er vanur að nota. Mikilvægt er að farðahreinsirinn sé án olíu. Svo skal nudda blettinn strax úr með vatni, á röngunni að sjálfsögðu. Það er líka ágætt að láta buna svolítið úr krananum á blettinn og þá ætti allt alveg að renna úr. Raksápa og hársprey: Ef farðinn er búinn að smitast, til dæmis í úlpukraga, peysur eða trefla, og kannski búinn að safnast upp í einhverjar vikur, þá finnst mér best að spreyja raksápu eða hárspreyi á blettina og nudda úr með naglabursta eða klút. Það svínvirkar. Edik, matarsódi og uppþvottalögur: Ef það gengur eitthvað erfiðlega má alltaf nota edik og matarsóda eða uppþvottalög. En maður verður samt að meta það svolítið eftir því hve viðkvæm efni maður er að vinna með. Húsráð Förðun Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Þegar góð ráð eru dýr reynast gömlu húsráðin yfirleitt best. Marta María Arnarsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans er kona með ráð undir rifi hverju en hér fyrir neðan má sjá hennar ráðleggingar á því hvernig best sé að hreinsa bletti eftir farða. Varalitur í fötum Getty Hársprey: Ef varaliturinn er nýkominn í fötin er best að spreyja hárspreyi í blettinn. Leyfa því að vera í fimmtán mínútur og nudda síðan varalitinn úr til dæmis með tannbursta, naglabursta eða jafnvel klút, ef efnið er mjög viðkvæmt. Við þetta ætti varaliturinn að renna ljúflega úr og þá má þvo flíkina með venjulegum hætti. Acetone: Ef flíkin er ekki úr svo viðkvæmu efni er reyndar best að nota acetone, þá flýgur bletturinn úr um leið. Uppþvottalögur og edik: Þegar um ræðir viðkvæm efni er ráðlegast að nota uppþvottalög og/eða matarsóda og edik til að vinna á blettinum og skella síðan flíkinni í þvott á eftir. Þegar verið er að vinna á blettum er mikilvægt að snúa þeirri hlið niður sem bletturinn er á og nudda blettinn úr á röngunni. Annars getur maður verið að festa varalitinn enn frekar í flíkinni. Það er sniðugt að hafa til dæmis gamalt handklæði undir, þá getur varaliturinn smitast í það þegar unnið er að því að ná blettinum úr. Augnbrúnalitur í húð Getty Acetone: Af því að ég nefndi acetone þá verð ég að bæta við smá ráði þegar mikill augnabrúna litur festist í húðininni eftir litun og augabrúnirnar verða mun dekkri fyrir vikið. Þá er algjör snilld að setja nokkra dropa af acetone í bómullarskífu og strjúka tvisvar til þrisvar yfir hvora augabrún. Það svínvirkar og liturinn fer ekki af hárunum sjálfum en rennur af húðinni svo að augabrúnirnar verða fallegar og náttúrulegar. Ég myndi alls ekki nota hvaða acetone sem er þar sem húðin er viðkvæmt og maður vill ekki erta hana. Best er að nota umhverfisvænt acetone sem ætlað fyrir viðkvæma húð. Svo er gott að þrífa andlitið með því hreinsikremi sem maður notar venjulega. Farði í fatnaði Getty Farðahreinsir: Ef farðinn í nýkominn í flíkina er best að nota farðahreinsi og nota þann hreinsi sem maður er vanur að nota. Mikilvægt er að farðahreinsirinn sé án olíu. Svo skal nudda blettinn strax úr með vatni, á röngunni að sjálfsögðu. Það er líka ágætt að láta buna svolítið úr krananum á blettinn og þá ætti allt alveg að renna úr. Raksápa og hársprey: Ef farðinn er búinn að smitast, til dæmis í úlpukraga, peysur eða trefla, og kannski búinn að safnast upp í einhverjar vikur, þá finnst mér best að spreyja raksápu eða hárspreyi á blettina og nudda úr með naglabursta eða klút. Það svínvirkar. Edik, matarsódi og uppþvottalögur: Ef það gengur eitthvað erfiðlega má alltaf nota edik og matarsóda eða uppþvottalög. En maður verður samt að meta það svolítið eftir því hve viðkvæm efni maður er að vinna með.
Húsráð Förðun Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira