Xi Jinping með nær einræðisvald eftir nýjustu hrókeringar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. október 2022 18:34 Xi Jinping, forseti Kína, kátur við lok flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. ap Xi Jinping, forseti Kína er orðinn enn valdameiri að loknu flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins. Með nýjustu hrókeringum er hann sjálfskipaður aðalritari forsætisnefndar og hefur fært landið á einræðisbraut eftir að hafa deilt völdum með hæstráðendum innan flokksins síðustu ár. Að vikulöngum þinghöldum Kommúnistaflokksins loknum hefur Xi Jinping tekist að úthýsa andstæðingum og styrkt valdastöðu sína til muna. Fundur flokksins var sá tuttugasti í röðinni og þangað mættu um 2400 flokksfulltrúar til að samþykkja meiriháttar breytingar á stjórnarskrá landsins. Við lok fundar í dag, sunnudag, voru sjö fulltrúar, hliðhollir Xi, skipaðir í valdamestu nefnd innan stjórnkerfisins, forsætisnefnd landsins, PSC. Gengu þeir fylktu liði inn á sviðið, í röð eftir valdastöðu, undir dynjandi lófaklappi flokksliðs. „Ég hef verið endurkjörinn aðalritari forsætisnefndarinnar,“ sagði Xi Jinping við upphaf ræðu sinnar uns hann kynnti inn hina nefndarfulltrúa. Með hrókeringunum, sem voru viðbúnar, er ljóst að Xi Jinping hefur hreðjartak á stjórnkerfinu í Peking sem og kínverska hernum. Völdin eru nú í líkingu við þau sem byltingarleiðtoginn Maó Zedong hafði í Kína á árunum 1943-1976. Heimsathygli vakti þegar hinn 79 ára gamli fyrrum leiðtogi Kína, Hu Jintao, var leiddur á brott af flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins. Langan tíma tók ríkismiðla í Kína að gefa skýringar á atvikinu en loks barst sú skýring að Jintao hafi „ekki liðið vel.“ Hamingjuóskir bárust frá forseta Norður Kóreu, Kim Jong Un, og forseta Rússlands, Vladimír Putín. „Niðurstöður Kommúnistaflokksins staðfesta mikið pólitískt vald þitt yfir flokknum,“ er haft eftir Putín í tilkynningu frá Kreml. Kína Tengdar fréttir Forveri Kínaforseta leiddur á brott af flokksþinginu Hu Jintao, forveri núverandi forseta Kína í starfi, var leiddur út af lokaathöfn flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. Engar skýringar hafa borist á því af hverju forsetinn fyrrverandi var leiddur úr salnum. 22. október 2022 10:05 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Að vikulöngum þinghöldum Kommúnistaflokksins loknum hefur Xi Jinping tekist að úthýsa andstæðingum og styrkt valdastöðu sína til muna. Fundur flokksins var sá tuttugasti í röðinni og þangað mættu um 2400 flokksfulltrúar til að samþykkja meiriháttar breytingar á stjórnarskrá landsins. Við lok fundar í dag, sunnudag, voru sjö fulltrúar, hliðhollir Xi, skipaðir í valdamestu nefnd innan stjórnkerfisins, forsætisnefnd landsins, PSC. Gengu þeir fylktu liði inn á sviðið, í röð eftir valdastöðu, undir dynjandi lófaklappi flokksliðs. „Ég hef verið endurkjörinn aðalritari forsætisnefndarinnar,“ sagði Xi Jinping við upphaf ræðu sinnar uns hann kynnti inn hina nefndarfulltrúa. Með hrókeringunum, sem voru viðbúnar, er ljóst að Xi Jinping hefur hreðjartak á stjórnkerfinu í Peking sem og kínverska hernum. Völdin eru nú í líkingu við þau sem byltingarleiðtoginn Maó Zedong hafði í Kína á árunum 1943-1976. Heimsathygli vakti þegar hinn 79 ára gamli fyrrum leiðtogi Kína, Hu Jintao, var leiddur á brott af flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins. Langan tíma tók ríkismiðla í Kína að gefa skýringar á atvikinu en loks barst sú skýring að Jintao hafi „ekki liðið vel.“ Hamingjuóskir bárust frá forseta Norður Kóreu, Kim Jong Un, og forseta Rússlands, Vladimír Putín. „Niðurstöður Kommúnistaflokksins staðfesta mikið pólitískt vald þitt yfir flokknum,“ er haft eftir Putín í tilkynningu frá Kreml.
Kína Tengdar fréttir Forveri Kínaforseta leiddur á brott af flokksþinginu Hu Jintao, forveri núverandi forseta Kína í starfi, var leiddur út af lokaathöfn flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. Engar skýringar hafa borist á því af hverju forsetinn fyrrverandi var leiddur úr salnum. 22. október 2022 10:05 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Forveri Kínaforseta leiddur á brott af flokksþinginu Hu Jintao, forveri núverandi forseta Kína í starfi, var leiddur út af lokaathöfn flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. Engar skýringar hafa borist á því af hverju forsetinn fyrrverandi var leiddur úr salnum. 22. október 2022 10:05