Ungliðar leggjast gegn nafnatillögu Marðar og Kristjáns Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2022 13:33 Ragna Sigurðardóttir, fyrrverandi formaður UJ, og Arnór Heiðar Benónýsson, núverandi formaður. XS Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, Ungt jafnaðarfólk, leggst gegn þeirri tillögu að nafni Samfylkingarinnar verði breytt í Jafnaðarflokkurinn. Tillagan hefur verið lögð fyrir landsfund flokksins sem hefst á föstudag og stendur fram á laugardag. Í tilkynningu frá Ungu jafnaðarfólki segir að hreyfingin hafni umræðu síðustu vikna um að nauðsynlegt sé að breyta um nafn Samfylkingarinnar en lýsi þó yfir stuðningi við að sett verði í lög flokksins að merki hans skuli vera rós. Hreyfingin styður hins vegar lagabreytingatillögu þess efnis að lagfæra nafnið örlítið, það er að aftari hluta nafns flokksins verði breytt úr Samfylkingin - Jafnaðarmannaflokkur Íslands í Samfylkingin - Jafnaðarflokkur Íslands. „Það væri einungis minniháttar lagfæring og myndi færa nafnið í takt við tímann.“ Tillaga Marðar og Kristjáns Það eru tveir fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa lagt fram tillögu um nafnabreytinguna. Það eru þeir Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður á árunum 1999 til 2016, og Mörður Árnason sem sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 2003 til 2007 og aftur 2010 til 2013. Haft er eftir Arnóri Heiðari Benónýssyni, forseta UJ, að það séu spennandi tímar í Samfylkingunni. „Við bindum miklar vonir við nýja forystu í flokknum. Og það má geta þess að í fyrsta sinn mun formaður flokksins nú koma úr röðum Ungs jafnaðarfólks,“ segir Arnór og vísar þar til Kristrúnar Frostadóttur þingmanns sem er ein í framboði til formanns. Logi Einarsson hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Segir breiða sátt meðal ungs fólks í flokknum Arnór Heiðar segir breið sátt vera meðal ungs fólks í flokknum um að taka upp rós sem merki flokksins. „Við teljum það rakið mál, þetta er einfaldlega alþjóðlegt tákn jafnaðarfólks um allan heim. Og rósin er nú þegar í merki Ungs jafnaðarfólks. Hins vegar erum við ánægð með nafn Samfylkingarinnar og teljum óþarft að hringla með það. Miðstjórn UJ samþykkti ályktun sem leggst gegn því að nafni flokksins verði kastaða á haugana. En ég hef, ásamt Rögnu Sigurðardóttur fyrrum forseta UJ, lagt fram tillögu um að nafn flokksins verði Samfylkingin – Jafnaðarflokkur Íslands. Það er engin kollvörpun heldur frekar lítilsháttar lagfæring og stytting frá því sem nú er,“ segir Arnór Heiðar. Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Kristrún ein í framboði til formanns Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út í hádeginu og er nú ljóst að Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði. Kosning formanns fer fram á landsfundi flokksins eftir viku. 21. október 2022 14:28 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Í tilkynningu frá Ungu jafnaðarfólki segir að hreyfingin hafni umræðu síðustu vikna um að nauðsynlegt sé að breyta um nafn Samfylkingarinnar en lýsi þó yfir stuðningi við að sett verði í lög flokksins að merki hans skuli vera rós. Hreyfingin styður hins vegar lagabreytingatillögu þess efnis að lagfæra nafnið örlítið, það er að aftari hluta nafns flokksins verði breytt úr Samfylkingin - Jafnaðarmannaflokkur Íslands í Samfylkingin - Jafnaðarflokkur Íslands. „Það væri einungis minniháttar lagfæring og myndi færa nafnið í takt við tímann.“ Tillaga Marðar og Kristjáns Það eru tveir fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa lagt fram tillögu um nafnabreytinguna. Það eru þeir Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður á árunum 1999 til 2016, og Mörður Árnason sem sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 2003 til 2007 og aftur 2010 til 2013. Haft er eftir Arnóri Heiðari Benónýssyni, forseta UJ, að það séu spennandi tímar í Samfylkingunni. „Við bindum miklar vonir við nýja forystu í flokknum. Og það má geta þess að í fyrsta sinn mun formaður flokksins nú koma úr röðum Ungs jafnaðarfólks,“ segir Arnór og vísar þar til Kristrúnar Frostadóttur þingmanns sem er ein í framboði til formanns. Logi Einarsson hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Segir breiða sátt meðal ungs fólks í flokknum Arnór Heiðar segir breið sátt vera meðal ungs fólks í flokknum um að taka upp rós sem merki flokksins. „Við teljum það rakið mál, þetta er einfaldlega alþjóðlegt tákn jafnaðarfólks um allan heim. Og rósin er nú þegar í merki Ungs jafnaðarfólks. Hins vegar erum við ánægð með nafn Samfylkingarinnar og teljum óþarft að hringla með það. Miðstjórn UJ samþykkti ályktun sem leggst gegn því að nafni flokksins verði kastaða á haugana. En ég hef, ásamt Rögnu Sigurðardóttur fyrrum forseta UJ, lagt fram tillögu um að nafn flokksins verði Samfylkingin – Jafnaðarflokkur Íslands. Það er engin kollvörpun heldur frekar lítilsháttar lagfæring og stytting frá því sem nú er,“ segir Arnór Heiðar.
Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Kristrún ein í framboði til formanns Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út í hádeginu og er nú ljóst að Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði. Kosning formanns fer fram á landsfundi flokksins eftir viku. 21. október 2022 14:28 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Kristrún ein í framboði til formanns Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út í hádeginu og er nú ljóst að Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði. Kosning formanns fer fram á landsfundi flokksins eftir viku. 21. október 2022 14:28