Aldrei fleiri táningar verið í einu og sama byrjunarliðinu í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 18:01 Hákon Arnar Haraldsson var einn sex táninga í byrjunarliði FCK gegn Sevilla. EPA-EFE/Julio Munoz Ferð Íslendingaliðs FC Kaupmannahafnar til Andalúsíu var ekki til fjár en liðið tapaði 3-0 fyrir Sevilla og situr sem fastast á botni G-riðils Meistaradeildar Evrópu. Gestirnir frá Danmörku skráðu sig hins vegar á spjöld sögunnar þar sem alls voru sex táningar í byrjunarliðinu, þar af tveir frá Íslandi. Mikil meiðsli herja á leikmannahóp Danmerkurmeistaranna þessa dagana og sást það bersýnilega á byrjunarliði liðsins gegn Sevilla sem og varamannabekk þess. Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, báðir fæddir 2003, hafa spilað nokkuð stóra rullu á þessari leiktíð en þeir eru langt frá því einu táningarnir sem spila með liðinu. Alls voru sex táningar í byrjunarliði FCK gegn Sevilla en aldrei hafa fleiri táningar verið í byrjunarliði í Meistaradeildinni. Metið átti Arsenal en liðið stillti upp fimm táningum í leik árið 2009. VORES DRENGE #fcklive #ucl #copenhagen pic.twitter.com/InV8ctMeRu— F.C. København (@FCKobenhavn) October 25, 2022 Ásamt þeim Hákoni Arnari og Ísaki Bergmanni voru þeir William Clem [2004], Elias Jelert [2003], Valdemar Lund [2003] og Victor Kristiansen [2002] í byrjunarliði FCK gegn Sevilla. Einnig komu tveir táningar inn af bekknum í leik gærkvöldsins. Framherjinn Orri Steinn Óskarsson (2004) fékk sínar fyrstu mínútur í Meistaradeildinni og þá kom ungstirnið Roony Bardghji (2005) einnig inn af bekknum. Rætt verður við Orra Stein í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann er yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeild Evrópu. Lengri útgáfa af viðtalinu verður svo aðgengileg á Vísi síðar í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðið úr leik eftir tap á Spáni Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er úr leik í Meistaradeild Evrópu, en liðið mátti þola 3-0 tap gegn Sevilla í næst seinustu umferð G-riðils í kvöld. 25. október 2022 18:52 Ísak Bergmann og Hákon byrja báðir í fyrsta sinn í Meistaradeildinni Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson eru báðir í byrjunarliði danska félagsins FCK í Meistaradeildinni í kvöld. 25. október 2022 15:51 Sjáðu Messi og Mbappé leika sér og Havertz skora sturlað mark Línur eru heldur betur farnar að skýrast í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. 26. október 2022 09:00 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Mikil meiðsli herja á leikmannahóp Danmerkurmeistaranna þessa dagana og sást það bersýnilega á byrjunarliði liðsins gegn Sevilla sem og varamannabekk þess. Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, báðir fæddir 2003, hafa spilað nokkuð stóra rullu á þessari leiktíð en þeir eru langt frá því einu táningarnir sem spila með liðinu. Alls voru sex táningar í byrjunarliði FCK gegn Sevilla en aldrei hafa fleiri táningar verið í byrjunarliði í Meistaradeildinni. Metið átti Arsenal en liðið stillti upp fimm táningum í leik árið 2009. VORES DRENGE #fcklive #ucl #copenhagen pic.twitter.com/InV8ctMeRu— F.C. København (@FCKobenhavn) October 25, 2022 Ásamt þeim Hákoni Arnari og Ísaki Bergmanni voru þeir William Clem [2004], Elias Jelert [2003], Valdemar Lund [2003] og Victor Kristiansen [2002] í byrjunarliði FCK gegn Sevilla. Einnig komu tveir táningar inn af bekknum í leik gærkvöldsins. Framherjinn Orri Steinn Óskarsson (2004) fékk sínar fyrstu mínútur í Meistaradeildinni og þá kom ungstirnið Roony Bardghji (2005) einnig inn af bekknum. Rætt verður við Orra Stein í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann er yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeild Evrópu. Lengri útgáfa af viðtalinu verður svo aðgengileg á Vísi síðar í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðið úr leik eftir tap á Spáni Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er úr leik í Meistaradeild Evrópu, en liðið mátti þola 3-0 tap gegn Sevilla í næst seinustu umferð G-riðils í kvöld. 25. október 2022 18:52 Ísak Bergmann og Hákon byrja báðir í fyrsta sinn í Meistaradeildinni Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson eru báðir í byrjunarliði danska félagsins FCK í Meistaradeildinni í kvöld. 25. október 2022 15:51 Sjáðu Messi og Mbappé leika sér og Havertz skora sturlað mark Línur eru heldur betur farnar að skýrast í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. 26. október 2022 09:00 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Íslendingaliðið úr leik eftir tap á Spáni Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er úr leik í Meistaradeild Evrópu, en liðið mátti þola 3-0 tap gegn Sevilla í næst seinustu umferð G-riðils í kvöld. 25. október 2022 18:52
Ísak Bergmann og Hákon byrja báðir í fyrsta sinn í Meistaradeildinni Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson eru báðir í byrjunarliði danska félagsins FCK í Meistaradeildinni í kvöld. 25. október 2022 15:51
Sjáðu Messi og Mbappé leika sér og Havertz skora sturlað mark Línur eru heldur betur farnar að skýrast í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. 26. október 2022 09:00