„Reiðir“ fyrrverandi liðsfélagar bíða Söru í dag Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 08:31 Sara Björk Gunnarsdóttir varð Evrópumeistari með Lyon í vor. Hún spilaði þó mun minna en ella með liðinu á síðustu leiktíð vegna barneigna. Getty/Jonathan Moscrop Fyrir fimm mánuðum varð Sara Björk Gunnarsdóttir Evrópumeistari í fótbolta í annað sinn. Í dag mætir hún liðsfélögunum sem hún fagnaði titlinum með, þegar Juventus og Lyon mætast í afar mikilvægum leik í Meistaradeild Evrópu. Sara og stöllur hennar í Juventus fögnuðu 2-0 útisigri gegn Zürich í síðustu viku, í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeildinni. Á sama tíma töpuðu Evrópumeistararnir í Lyon ansi óvænt, og stórt, gegn Arsenal á heiamvelli, 5-1. Linda Sembrant, sænskur liðsfélagi Söru hjá Juventus, segir að þess vegna muni leikmenn Lyon enn frekar vilja svara fyrir sig í Tórínó í dag. „Þær eru reiðar núna. Þær eru ekki vanar því að tapa eins og þær gerðu gegn Arsenal. En við þurfum að hugsa um okkur og okkar leik. Við höfum undirbúið okkur afar vel og ætlum að gera allt til að ná fram góðum úrslitum,“ sagði Sembrant á blaðamannafundi í gær. Juventus komst nálægt því að slá út Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, þegar liðið vann 2-1 heimasigur en varð svo að sætta sig við 3-1 tap í Frakklandi. „Þetta er nýr leikur og nýtt tímabil. Við höfum áður mætt Lyon en við höfum vaxið mikið. Við erum allt annað lið en þegar ég mætti hingað fyrst, við höfum bætt okkur, og við getum ekki beðið eftir því að mæta Lyon,“ sagði Sembrant og kvaðst vonast eftir alvöru meistaradeildarstemningu á Allianz-leikvanginum, þar sem leikurinn fer fram. Leikur Juventus og Lyon hefst klukkan 16:45 og verður hægt að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Sara og stöllur hennar í Juventus fögnuðu 2-0 útisigri gegn Zürich í síðustu viku, í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeildinni. Á sama tíma töpuðu Evrópumeistararnir í Lyon ansi óvænt, og stórt, gegn Arsenal á heiamvelli, 5-1. Linda Sembrant, sænskur liðsfélagi Söru hjá Juventus, segir að þess vegna muni leikmenn Lyon enn frekar vilja svara fyrir sig í Tórínó í dag. „Þær eru reiðar núna. Þær eru ekki vanar því að tapa eins og þær gerðu gegn Arsenal. En við þurfum að hugsa um okkur og okkar leik. Við höfum undirbúið okkur afar vel og ætlum að gera allt til að ná fram góðum úrslitum,“ sagði Sembrant á blaðamannafundi í gær. Juventus komst nálægt því að slá út Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, þegar liðið vann 2-1 heimasigur en varð svo að sætta sig við 3-1 tap í Frakklandi. „Þetta er nýr leikur og nýtt tímabil. Við höfum áður mætt Lyon en við höfum vaxið mikið. Við erum allt annað lið en þegar ég mætti hingað fyrst, við höfum bætt okkur, og við getum ekki beðið eftir því að mæta Lyon,“ sagði Sembrant og kvaðst vonast eftir alvöru meistaradeildarstemningu á Allianz-leikvanginum, þar sem leikurinn fer fram. Leikur Juventus og Lyon hefst klukkan 16:45 og verður hægt að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira