Fúsi segir ekki mark takandi á Stefáni sem sitji sjálfur í áttunda sæti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 08:01 Landsliðslínumaðurinn fyrrverandi skaut létt á Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmanna Hauka. Lars Ronbog/FrontzoneSport via Getty Images Silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi landsliðslínumaður Íslands, segir ekki mark takandi á Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, eftir að sá síðarnefndi sagði að sigur Vals gegn ungverska liðinu Ferencváros hafi verið nokkuð auðveldur, eins og hann sjálfur hafði búist við. Stefán Rafn var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og þar ræddi hann meðal annars um sigur Vals gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta. Valsmenn unnu fjögurra marka sigur, 43-39, eftir að hafa mest náð tíu marka forskoti í leiknum. Stefán sagði að ungverska liðið hafi verið „rankað“ frekar hátt, en staða þeirra í deildinni heima fyrir gæfi réttari mynd af getustigi liðsins. „Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn meðal annars. Arnar Daði Arnarsson, sérfærðingur Seinni bylgjunnar og stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins, benti þó á þá staðreynd á Twitter-síðu sinni að Ferencváros hafi aðeins leikið fimm deildarleiki á tímabilinu á meðan öll önnur lið deildarinnar hafi leikið sex eða sjö leiki. Þá hafi tveir af þessum leikjum verið gegn Pick Szeged og Tatabanya, efstu tveimur liðum deildarinnar, og þeim tveimur liðum sem Stefán nefndi sérstaklega sem sterkustu lið ungversku deildarinnar. Silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson svaraði Arnari svo á Twitter og skaut létt á Stefán og lið hans, Hauka, sem hafa ekki farið jafn vel af stað í Olís-deildinni og vonast var eftir. „Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni?“ spurði Sigfús léttur, og lét blikkandi broskall fylgja með. Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni😉— fusi (@fusi69) October 28, 2022 Haukar hafa aðeins náð í fimm stig í fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deild karla á tímabilinu og sitja í 8.-10. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Grótta og KA. Liðið mætir Fram í næstu umferð deildarinnar næstkomandi mánudag og fari allt á versta veg fyrir Haukana gæti liðið endað í fallsæti að sjöundu umferðinni lokinni. Handbolti Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Stefán Rafn var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og þar ræddi hann meðal annars um sigur Vals gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta. Valsmenn unnu fjögurra marka sigur, 43-39, eftir að hafa mest náð tíu marka forskoti í leiknum. Stefán sagði að ungverska liðið hafi verið „rankað“ frekar hátt, en staða þeirra í deildinni heima fyrir gæfi réttari mynd af getustigi liðsins. „Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn meðal annars. Arnar Daði Arnarsson, sérfærðingur Seinni bylgjunnar og stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins, benti þó á þá staðreynd á Twitter-síðu sinni að Ferencváros hafi aðeins leikið fimm deildarleiki á tímabilinu á meðan öll önnur lið deildarinnar hafi leikið sex eða sjö leiki. Þá hafi tveir af þessum leikjum verið gegn Pick Szeged og Tatabanya, efstu tveimur liðum deildarinnar, og þeim tveimur liðum sem Stefán nefndi sérstaklega sem sterkustu lið ungversku deildarinnar. Silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson svaraði Arnari svo á Twitter og skaut létt á Stefán og lið hans, Hauka, sem hafa ekki farið jafn vel af stað í Olís-deildinni og vonast var eftir. „Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni?“ spurði Sigfús léttur, og lét blikkandi broskall fylgja með. Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni😉— fusi (@fusi69) October 28, 2022 Haukar hafa aðeins náð í fimm stig í fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deild karla á tímabilinu og sitja í 8.-10. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Grótta og KA. Liðið mætir Fram í næstu umferð deildarinnar næstkomandi mánudag og fari allt á versta veg fyrir Haukana gæti liðið endað í fallsæti að sjöundu umferðinni lokinni.
Handbolti Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita