„Við erum að stækka sem félag“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 29. október 2022 16:15 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA er gríðarlega sáttur við tímabil sinna manna. Vísir „Þetta er bara ótrúlega góð tilfinning. Við erum gríðarlega ánægðir og stoltir í dag,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA ánægður eftir 2-0 sigur á Valsmönnum á KA vellinum í dag. Sigurinn gulltryggði KA annað sæti deildarinnar. „Við unnum gott lið í dag. Það breytist mikið við rauða spjaldið, þar klúðrum við í raun færi en hann ver boltann með hendinni og þar með rautt spjald. Við það breytist leikurinn og við sigldum þessu heim, allt KA fólk í bænum er gríðarlega ánægt með annað sætið.“ KA byrjaði leikinn passíft og voru Valsmenn sterkari til að byrja með. „Það var ekki viljandi. Valur er bara mjög gott lið og héldu boltanum vel, við vorum ekki nógu grimmir á móti þeim og þeir náðu að sækja á okkur. Mér finnst við búnir að vera passífir í síðustu leikjum, það er búið að vera að plaga liðið þó án þess að lið séu að ná að skapa sér mikið á móti okkur.“ Það var fagnað vel eftir leik og tóku leikmenn meðal annars lagið Angels með stuðningsfólki eftir leik. „Þetta er lag sem við tökum alltaf saman inn í klefa, leyfum krökkum að koma inn og syngja með okkur og við ákváðum að taka þetta saman með okkar fólki þar sem þetta var síðasti leikurinn og þetta fólk er búið að styðja okkur í allt sumar. Það er mikið búið að vera að gerast á KA svæðinu, það var verið að byggja stúku fyrir okkur og mikið að sjálfboðaliðum búið að aðstoða við það og okkur langar að gefa til baka.“ KA endar fimm stigum fyrir ofan Víking Reykjavík. „Það var markmiðið eftir að ég tók við að enda fyrir ofan Víking Reykjavík og ná þessu öðru sæti og það tókst. Fólk getur kannski farið að átta sig á því að það eru fleiri lið en Víkingur og Breiðablik í þessari deild, tvö frábær lið en við erum búnir að standa okkur gríðarlega vel. Allt frá því að við byrjuðum sumarið þegar Arnar Grétarsson var hér og svo tók ég við. Teymið og allt í kringum þetta er búið að vera frábært, allir að leggja hönd á plóg. Við erum að stækka sem félag, við erum að fara fá ennþá betri aðstöðu og ætlum okkur bara meiri hluti á næsta tímabili.“ KA var fyrir mótið spáð neðarlega eða í 7, 8 og 9 sæti af miðlum. „Við erum mun sterkari en það, við erum búnir að vera að vinna í ákveðnum atriðum núna í tvö ár og erum bara komnir lengra. Við töldum okkur fyrir tímabilið vera sterkari en það og við vissum að við ættum möguleika á að vera ofarlega en það þýðir ekkert endilega að það takist alltaf en það tókst hjá okkur og mér finnst við eiga það fullkomlega skilið. Ég er gríðarlega ánægður og stoltur af strákunum.“ Nökkvi Þeyr Þórisson spilaði með KA lengst af móti og endaði með 17 mörk og þar með varð hann markakóngur þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðustu leikina af mótinu, ásamt því hafa margir leikmenn verið að stíga upp hjá KA. „Það er alltaf þannig að þegar lið eru góð að þá eru alltaf einhverjir sem skína aðeins meira og Nökkvi stóð sig ótrúlega vel í sumar. Við seljum hann fyrir úrslitakeppnina en samt höldum við dampi. Við missum tvo stráka í meiðsli út tímabilið á móti Breiðablik en samt höldum við áfram, við fengum enga leikmenn inn en okkar strákar stóðu sig ótrúlega vel. Það sýnir bara hvað KA hjartað er sterkt í þessum hóp.“ KA Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira
„Við unnum gott lið í dag. Það breytist mikið við rauða spjaldið, þar klúðrum við í raun færi en hann ver boltann með hendinni og þar með rautt spjald. Við það breytist leikurinn og við sigldum þessu heim, allt KA fólk í bænum er gríðarlega ánægt með annað sætið.“ KA byrjaði leikinn passíft og voru Valsmenn sterkari til að byrja með. „Það var ekki viljandi. Valur er bara mjög gott lið og héldu boltanum vel, við vorum ekki nógu grimmir á móti þeim og þeir náðu að sækja á okkur. Mér finnst við búnir að vera passífir í síðustu leikjum, það er búið að vera að plaga liðið þó án þess að lið séu að ná að skapa sér mikið á móti okkur.“ Það var fagnað vel eftir leik og tóku leikmenn meðal annars lagið Angels með stuðningsfólki eftir leik. „Þetta er lag sem við tökum alltaf saman inn í klefa, leyfum krökkum að koma inn og syngja með okkur og við ákváðum að taka þetta saman með okkar fólki þar sem þetta var síðasti leikurinn og þetta fólk er búið að styðja okkur í allt sumar. Það er mikið búið að vera að gerast á KA svæðinu, það var verið að byggja stúku fyrir okkur og mikið að sjálfboðaliðum búið að aðstoða við það og okkur langar að gefa til baka.“ KA endar fimm stigum fyrir ofan Víking Reykjavík. „Það var markmiðið eftir að ég tók við að enda fyrir ofan Víking Reykjavík og ná þessu öðru sæti og það tókst. Fólk getur kannski farið að átta sig á því að það eru fleiri lið en Víkingur og Breiðablik í þessari deild, tvö frábær lið en við erum búnir að standa okkur gríðarlega vel. Allt frá því að við byrjuðum sumarið þegar Arnar Grétarsson var hér og svo tók ég við. Teymið og allt í kringum þetta er búið að vera frábært, allir að leggja hönd á plóg. Við erum að stækka sem félag, við erum að fara fá ennþá betri aðstöðu og ætlum okkur bara meiri hluti á næsta tímabili.“ KA var fyrir mótið spáð neðarlega eða í 7, 8 og 9 sæti af miðlum. „Við erum mun sterkari en það, við erum búnir að vera að vinna í ákveðnum atriðum núna í tvö ár og erum bara komnir lengra. Við töldum okkur fyrir tímabilið vera sterkari en það og við vissum að við ættum möguleika á að vera ofarlega en það þýðir ekkert endilega að það takist alltaf en það tókst hjá okkur og mér finnst við eiga það fullkomlega skilið. Ég er gríðarlega ánægður og stoltur af strákunum.“ Nökkvi Þeyr Þórisson spilaði með KA lengst af móti og endaði með 17 mörk og þar með varð hann markakóngur þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðustu leikina af mótinu, ásamt því hafa margir leikmenn verið að stíga upp hjá KA. „Það er alltaf þannig að þegar lið eru góð að þá eru alltaf einhverjir sem skína aðeins meira og Nökkvi stóð sig ótrúlega vel í sumar. Við seljum hann fyrir úrslitakeppnina en samt höldum við dampi. Við missum tvo stráka í meiðsli út tímabilið á móti Breiðablik en samt höldum við áfram, við fengum enga leikmenn inn en okkar strákar stóðu sig ótrúlega vel. Það sýnir bara hvað KA hjartað er sterkt í þessum hóp.“
KA Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira