Útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og setur velferðarkerfið í fyrsta sæti Ellen Geirsdóttir Håkansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. október 2022 20:27 Kristrún fór með stefnuræðu sína í dag. Stöð 2 Algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins um helgina. Nýr formaður boðar endurreisn velferðarkerfisins og breytingar í flokknum. Hún svarar því ekki beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, en fór þó hörðum orðum um hann í stefnuræðu. Fréttamaður okkar Berghildur Erla náði tali af Kristrúnu Frostadóttur, nýjan formann Samfylkingarinnar fyrr í dag og spurði hana spjörunum úr um innihald stefnuræðu hennar. „Það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur í þessum efnum“ - Þú gagnrýnir stefnu Sjálfstæðisflokksins í þinni ræðu, ertu með þessu að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn komist Samfylkingin til valda? „Nú er auðvitað bara komin ný forusta í Samfylkinguna og við viljum vera skýr á hvar okkar megin línur liggja, sem eru í þessum stóru velferðarmálum og þar erum við mjög skýr. Við höfum auðvitað verið á öndverðu meiði við Sjálfstæðisflokkinn þegar kemur að grundvallaratriðum þarna og sérstaklega þegar kemur að fjármögnun á þessum verkefnum. Það er auðvitað langur tími í kosningar og þetta er eitthvað sem þarf bara að ræða inni í flokknum og ræða inni í stjórn flokksins þegar að því kemur en það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur í þessum efnum,“ svarar Kristrún. - Þú segir „það liggur alveg fyrir“ en þú ert ekki að útiloka það að Samfylkingin starfi með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn? „Ég held það sé klárt mál að það þarf að koma inn nýtt blóð í fjármálaráðuneytið, það liggur alveg fyrir. Við getum ekki eftirlátið Sjálfstæðisflokknum að stýra fjármálaráðuneytinu, þau hafa ægivald yfir öllum velferðarmálum þjóðarinnar í þessu samhengi. Þetta er eins og ég segi eitthvað sem við þurfum bara að ræða í aðdraganda kosninga hjá okkur, við munum ekkert gefa afslátt á okkar lykilmálum sem er full fjármögnun á þessum velferðarmálum og efnahagsstefna sem stendur undir velferðarsamfélagi,“ svarar Kristrún. Stutta umfjöllun um stefnuæðu Kristrúnar má sjá hér að neðan. Í ræðu sinni nefndi Kristrún að búið væri að taka 50 milljarða úr velferðarkerfinu. Aðspurð hvernig flokkurinn ætli að breyta þessu í ljósi áherslna á velferðarkerfið segir Kristrún flokkinn leggja áhersla á að efnahagsmálastefnan standi undir velferðarkerfinu. Kerfið verði sett í fyrsta sæti. „Við viljum ekki að fólk sé hólfað af, að fólk sé í rauninni bara í sér og sínu og á sama tíma brotni niður velferðarkerfið og byggist upp tvöfalt kerfi. Það er ekki það sem að fólkið vill miðað við þau samtöl sem við höfum átt allt í kringum landið, það vill ekki búa í tvöföldu samfélagi, að það sé rekið hérna tvöfalt heilbrigðiskerfi. Það þarf auðvitað bara að endurskoða tekjustofna, þetta snýr auðvitað líka að auðlindum okkar og hvernig við förum í sanngjarna almenna skattheimtu í landinu. Það er heilmikið sem hægt er að gera í forgangsröðun til þess að setja velferðina í fyrsta sæti og það er það sem við viljum gera,“ svarar Kristrún. „Mæta fílefld til verks“ Hún kveðst ánægð með fólkið sem kosið hafi verið í forystu Samfylkingarinnar. Þegar Kristrún er spurð út í stefnu sína gagnvart Evrópusambandinu segir hún mikilvægt að forgangsraða og sameina jafnaðarfólk utan um kjarna húsnæðismála, heilbrigðismála og innviðauppbyggingu áður en farið er í umræðu um Evrrópusambandið. Sambandið sé þó enn á stefnu flokksins. Þegar Kristrún er spurð hvort hún haldi að núverandi ríkisstjórn lifi næstu þrjú árin segist hún ekki geta sagt til um það. Margt geti komið upp á næstu þremur árum en það breyti því ekki að mikið verk sé að vinna hjá Samfylkingunni. „Ef að þetta verða þrjú ár, þá munum við nýta þennan tíma vel og mæta fílefld til verks,“ segir Kristrún að lokum. Samfylkingin Evrópusambandið Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Fréttamaður okkar Berghildur Erla náði tali af Kristrúnu Frostadóttur, nýjan formann Samfylkingarinnar fyrr í dag og spurði hana spjörunum úr um innihald stefnuræðu hennar. „Það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur í þessum efnum“ - Þú gagnrýnir stefnu Sjálfstæðisflokksins í þinni ræðu, ertu með þessu að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn komist Samfylkingin til valda? „Nú er auðvitað bara komin ný forusta í Samfylkinguna og við viljum vera skýr á hvar okkar megin línur liggja, sem eru í þessum stóru velferðarmálum og þar erum við mjög skýr. Við höfum auðvitað verið á öndverðu meiði við Sjálfstæðisflokkinn þegar kemur að grundvallaratriðum þarna og sérstaklega þegar kemur að fjármögnun á þessum verkefnum. Það er auðvitað langur tími í kosningar og þetta er eitthvað sem þarf bara að ræða inni í flokknum og ræða inni í stjórn flokksins þegar að því kemur en það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur í þessum efnum,“ svarar Kristrún. - Þú segir „það liggur alveg fyrir“ en þú ert ekki að útiloka það að Samfylkingin starfi með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn? „Ég held það sé klárt mál að það þarf að koma inn nýtt blóð í fjármálaráðuneytið, það liggur alveg fyrir. Við getum ekki eftirlátið Sjálfstæðisflokknum að stýra fjármálaráðuneytinu, þau hafa ægivald yfir öllum velferðarmálum þjóðarinnar í þessu samhengi. Þetta er eins og ég segi eitthvað sem við þurfum bara að ræða í aðdraganda kosninga hjá okkur, við munum ekkert gefa afslátt á okkar lykilmálum sem er full fjármögnun á þessum velferðarmálum og efnahagsstefna sem stendur undir velferðarsamfélagi,“ svarar Kristrún. Stutta umfjöllun um stefnuæðu Kristrúnar má sjá hér að neðan. Í ræðu sinni nefndi Kristrún að búið væri að taka 50 milljarða úr velferðarkerfinu. Aðspurð hvernig flokkurinn ætli að breyta þessu í ljósi áherslna á velferðarkerfið segir Kristrún flokkinn leggja áhersla á að efnahagsmálastefnan standi undir velferðarkerfinu. Kerfið verði sett í fyrsta sæti. „Við viljum ekki að fólk sé hólfað af, að fólk sé í rauninni bara í sér og sínu og á sama tíma brotni niður velferðarkerfið og byggist upp tvöfalt kerfi. Það er ekki það sem að fólkið vill miðað við þau samtöl sem við höfum átt allt í kringum landið, það vill ekki búa í tvöföldu samfélagi, að það sé rekið hérna tvöfalt heilbrigðiskerfi. Það þarf auðvitað bara að endurskoða tekjustofna, þetta snýr auðvitað líka að auðlindum okkar og hvernig við förum í sanngjarna almenna skattheimtu í landinu. Það er heilmikið sem hægt er að gera í forgangsröðun til þess að setja velferðina í fyrsta sæti og það er það sem við viljum gera,“ svarar Kristrún. „Mæta fílefld til verks“ Hún kveðst ánægð með fólkið sem kosið hafi verið í forystu Samfylkingarinnar. Þegar Kristrún er spurð út í stefnu sína gagnvart Evrópusambandinu segir hún mikilvægt að forgangsraða og sameina jafnaðarfólk utan um kjarna húsnæðismála, heilbrigðismála og innviðauppbyggingu áður en farið er í umræðu um Evrrópusambandið. Sambandið sé þó enn á stefnu flokksins. Þegar Kristrún er spurð hvort hún haldi að núverandi ríkisstjórn lifi næstu þrjú árin segist hún ekki geta sagt til um það. Margt geti komið upp á næstu þremur árum en það breyti því ekki að mikið verk sé að vinna hjá Samfylkingunni. „Ef að þetta verða þrjú ár, þá munum við nýta þennan tíma vel og mæta fílefld til verks,“ segir Kristrún að lokum.
Samfylkingin Evrópusambandið Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira