Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 10:21 Fjöldi fólks á tvítugs- og þrítugsaldri dó í þröngu húsasundi í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. Yonhap fréttaveitan segir mögulegt að tala látinna muni hækka enn frekar því nítján séu enn í alvarlegu ástandi. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa lýst yfir neyðarástandi. Þetta er mannskæðasti troðningurinn í sögu Suður-Kóreu og mannskæðasta atvik ríkisins frá árinu 2014, þegar um 304 fórust þegar ferja sökk. Eins og nú voru flestir þeirra sem fórust með ferjunni ungmenni. Yonhap segir að minnst 97 þeirra sem dóu hafi verið konur. Þær hafi komið verr úr troðningnum vegna smæðar þeirra og yfirleitt séu þær einnig í þyngri hrekkjavökubúningum. Yfirvöld segja einnig að 22 þeirra sem dóu hafi verið erlendis frá. Þar á meðal hafi fjórir verið frá Kína, fjórir frá Íran og þrír frá Rússlandi. Lögreglan hefur til rannsóknar hvernig troðningurinn atvikaðist en vitni segja að það hafi byrjað á því að fjöldi fólks fór inn í húsasund. Það húsasund er sagt vera fjórir metrar á breidd og fjörutíu metra langt og halla niður á við. Þar er fólkið sagt hafa fallið eins og dómínókubbar og ekki getað staðið upp á nýjan leik. Þeir sem féllu eru sagðir hafa hvorki getað hreyft sig né andað vegna þrengslanna í húsasundinu en á meðan á þessu stóð voru fleiri að reyna að troða sér inn í húsasundi, án þess að sjá að fólk hafið dottið framar í þrengslunum. Hér í sjónvarpsfrétt Yonhap má meðal annars sjá myndefni sem sýnir aðstæður í umræddu húsasundi. Þar að neðan má sjá fleiri fréttir um troðninginn mannskæða. Suður-Kórea Tengdar fréttir Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34 Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkjavökufögnuði í Seúl Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp. 29. október 2022 16:52 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Yonhap fréttaveitan segir mögulegt að tala látinna muni hækka enn frekar því nítján séu enn í alvarlegu ástandi. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa lýst yfir neyðarástandi. Þetta er mannskæðasti troðningurinn í sögu Suður-Kóreu og mannskæðasta atvik ríkisins frá árinu 2014, þegar um 304 fórust þegar ferja sökk. Eins og nú voru flestir þeirra sem fórust með ferjunni ungmenni. Yonhap segir að minnst 97 þeirra sem dóu hafi verið konur. Þær hafi komið verr úr troðningnum vegna smæðar þeirra og yfirleitt séu þær einnig í þyngri hrekkjavökubúningum. Yfirvöld segja einnig að 22 þeirra sem dóu hafi verið erlendis frá. Þar á meðal hafi fjórir verið frá Kína, fjórir frá Íran og þrír frá Rússlandi. Lögreglan hefur til rannsóknar hvernig troðningurinn atvikaðist en vitni segja að það hafi byrjað á því að fjöldi fólks fór inn í húsasund. Það húsasund er sagt vera fjórir metrar á breidd og fjörutíu metra langt og halla niður á við. Þar er fólkið sagt hafa fallið eins og dómínókubbar og ekki getað staðið upp á nýjan leik. Þeir sem féllu eru sagðir hafa hvorki getað hreyft sig né andað vegna þrengslanna í húsasundinu en á meðan á þessu stóð voru fleiri að reyna að troða sér inn í húsasundi, án þess að sjá að fólk hafið dottið framar í þrengslunum. Hér í sjónvarpsfrétt Yonhap má meðal annars sjá myndefni sem sýnir aðstæður í umræddu húsasundi. Þar að neðan má sjá fleiri fréttir um troðninginn mannskæða.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34 Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkjavökufögnuði í Seúl Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp. 29. október 2022 16:52 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34
Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkjavökufögnuði í Seúl Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp. 29. október 2022 16:52