Netanjahú gæti sest í stólinn á ný Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2022 23:39 Netanjahú sagði fyrr í dag að flokkur hans væri í fullu fjöri. Getty/Levy Benjamín Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, gæti verið á leið í stól forsætisráðherra á ný. Gangi útgönguspár eftir er mögulegt að honum takist að mynda ríkisstjórn með hægriflokkum með naumum meirihluta. Ísraelar gengu að kjörborðinu í fimmta skipti á tæpum fjórum árum í dag. Kjörsókn hefur ekki mælst meiri í áratugi. Guardian ítrekar að um útgönguspár er að ræða og gætu tölur því breyst. Eitt helsta kosningamál ytra er Benjamín Netanjahú en hann hefur verið fyrirferðarmikill í aðdraganda kosninganna. Hann stendur frammi fyrir ákærum vegna spillingar, en gæti þó komist aftur til valda. Hans helsti andstæðingur er Yair Lapid, núverandi forsætisráðherra, sem kom Netanjahú frá völdum í fyrra. Þegar Lapid kaus í morgun sagði hann kosningarnar gífurlega mikilvægar. Þær snerust um framtíð Ísraels. Til að mynda meirihluta á Knessetinu, ísraelska þinginu, þarf 61 þingmann. Samkvæmt útgönguspám fær hægriblokkin, sem styður forsetann fyrrverandi, 62 sæti af 120. Hægri-sinnaði lögmaðurinn Itamar Ben-Gvir er meðal þeirra sem styðja Netanjahú. Ben-Gvir hefur mælst með töluvert fylgi og bætt við sig á lokametrunum. Gert er ráð fyrir því að hann fái þrettán eða fjórtán menn inn. Ben-Gvir hefur, samkvæmt AP-fréttaveitunni, varið ísraelska öfgamenn. Hann vakti einnig mikla athygli í síðasta mánuði þegar mótmæli áttu sér stað í austurhluta Jerúsalem. Þar á hann að hafa mundað skammbyssu og öskrað á lögregluþjóna að þeir ættu að skjóta á hóp af palestínskum mótmælendum. Ísrael Tengdar fréttir Ganga til kosninga í fimmta sinn á tæpum fjórum árum Ísraelar ganga nú til kosninga í fimmta sinn á minna en fjórum árum. Kjörsókn hefur ekki mælst meiri í áratugi en kannanir gefa þó til kynna að ekki muni takast að leysa það pólitíska þrátefli sem einkennt hefur stjórnmálin í Ísrael undanfarin ár. 1. nóvember 2022 10:16 Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. 1. júlí 2022 08:13 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira
Ísraelar gengu að kjörborðinu í fimmta skipti á tæpum fjórum árum í dag. Kjörsókn hefur ekki mælst meiri í áratugi. Guardian ítrekar að um útgönguspár er að ræða og gætu tölur því breyst. Eitt helsta kosningamál ytra er Benjamín Netanjahú en hann hefur verið fyrirferðarmikill í aðdraganda kosninganna. Hann stendur frammi fyrir ákærum vegna spillingar, en gæti þó komist aftur til valda. Hans helsti andstæðingur er Yair Lapid, núverandi forsætisráðherra, sem kom Netanjahú frá völdum í fyrra. Þegar Lapid kaus í morgun sagði hann kosningarnar gífurlega mikilvægar. Þær snerust um framtíð Ísraels. Til að mynda meirihluta á Knessetinu, ísraelska þinginu, þarf 61 þingmann. Samkvæmt útgönguspám fær hægriblokkin, sem styður forsetann fyrrverandi, 62 sæti af 120. Hægri-sinnaði lögmaðurinn Itamar Ben-Gvir er meðal þeirra sem styðja Netanjahú. Ben-Gvir hefur mælst með töluvert fylgi og bætt við sig á lokametrunum. Gert er ráð fyrir því að hann fái þrettán eða fjórtán menn inn. Ben-Gvir hefur, samkvæmt AP-fréttaveitunni, varið ísraelska öfgamenn. Hann vakti einnig mikla athygli í síðasta mánuði þegar mótmæli áttu sér stað í austurhluta Jerúsalem. Þar á hann að hafa mundað skammbyssu og öskrað á lögregluþjóna að þeir ættu að skjóta á hóp af palestínskum mótmælendum.
Ísrael Tengdar fréttir Ganga til kosninga í fimmta sinn á tæpum fjórum árum Ísraelar ganga nú til kosninga í fimmta sinn á minna en fjórum árum. Kjörsókn hefur ekki mælst meiri í áratugi en kannanir gefa þó til kynna að ekki muni takast að leysa það pólitíska þrátefli sem einkennt hefur stjórnmálin í Ísrael undanfarin ár. 1. nóvember 2022 10:16 Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. 1. júlí 2022 08:13 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira
Ganga til kosninga í fimmta sinn á tæpum fjórum árum Ísraelar ganga nú til kosninga í fimmta sinn á minna en fjórum árum. Kjörsókn hefur ekki mælst meiri í áratugi en kannanir gefa þó til kynna að ekki muni takast að leysa það pólitíska þrátefli sem einkennt hefur stjórnmálin í Ísrael undanfarin ár. 1. nóvember 2022 10:16
Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. 1. júlí 2022 08:13