Umboðsmaður þýska stjórans: Klopp er ekki að fara að hætta með Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 13:00 Jürgen Klopp gat brosað aðeins á Anfield í gærkvöldi. Getty/Cristiano Mazzi Liverpool vann 2-0 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í gær og létti aðeins af pressunni á liðinu eftir tvö vandræðaleg töp í röð í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðum í fallsæti. Eftir fjögur deildartöp í byrjun móts, tvöfalt fleiri töp en allt síðasta tímabil, þá er staðan í ensku úrvalsdeildinni ekki björt hjá lærisveinum Jürgen Klopp. Jurgen Klopp s agent Marc Kosicke: I can assure that Jürgen Klopp has no intention of resigning. Jürgen enjoys the full backing of the people in charge, they are in contact. He loves Liverpool, he didn't extend his contract until 2026 for nothing. #lfc [sky germany] pic.twitter.com/YbD3zxCKtD— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 1, 2022 Liverpool liðið er í níunda sæti deildarinnar og fimmtán stigum á eftir toppliði Arsenal. Það er í raun styttra niður í fallsæti en upp í Meistaradeildarsæti. Marc Kosicke, umboðsmaður Jürgen Klopp, var spurður út í möguleikann á því að Klopp segi þetta gott og hætti með liðið. „Ég get fullvissað ykkur um það að Jürgen Klopp er ekki að hugsa um að hætta með Liverpool liðið,“ sagði Marc Kosicke við Sky Sports. Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool sem vilja auðvitað halda þýska stjóranum sem lengst enda hefur hann gert frábæra hluti á Anfield þessi sjö ár. „Sá möguleiki, að vandamál gætu skapast á þessu tímabili eftir allt álagið á síðustu leiktíð, var ein af sviðsmyndunum sem eigendur félagsins vissu að gæti komið upp,“ sagði Kosicke. Klopp s agent Kosicke: I can assure that Jürgen Klopp has no intention of resigning , tells @SkyDE @Plettigoal. #LFC Jürgen enjoys the full backing of the people in charge, they are in contact. He loves Liverpool, he didn't extend his contract until 2026 for nothing . pic.twitter.com/QRuaBD6FbS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 1, 2022 „Jürgen er ánægður með þann stuðning sem hann fær frá fólkinu sem ræður hjá Liverpool og hann er reglulega í sambandi við þau,“ sagði Kosicke. „Hann elskar félagið, þetta lið og stuðningsmennina. Hann er staðráðinn að halda áfram og ná að koamst í gegnum þessi umskipti hjá Liverpool liðinu. Hann framlengdi ekki samning sinn til ársins 2026 fyrir ekki neitt,“ sagði Kosicke. Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Sjá meira
Eftir fjögur deildartöp í byrjun móts, tvöfalt fleiri töp en allt síðasta tímabil, þá er staðan í ensku úrvalsdeildinni ekki björt hjá lærisveinum Jürgen Klopp. Jurgen Klopp s agent Marc Kosicke: I can assure that Jürgen Klopp has no intention of resigning. Jürgen enjoys the full backing of the people in charge, they are in contact. He loves Liverpool, he didn't extend his contract until 2026 for nothing. #lfc [sky germany] pic.twitter.com/YbD3zxCKtD— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 1, 2022 Liverpool liðið er í níunda sæti deildarinnar og fimmtán stigum á eftir toppliði Arsenal. Það er í raun styttra niður í fallsæti en upp í Meistaradeildarsæti. Marc Kosicke, umboðsmaður Jürgen Klopp, var spurður út í möguleikann á því að Klopp segi þetta gott og hætti með liðið. „Ég get fullvissað ykkur um það að Jürgen Klopp er ekki að hugsa um að hætta með Liverpool liðið,“ sagði Marc Kosicke við Sky Sports. Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool sem vilja auðvitað halda þýska stjóranum sem lengst enda hefur hann gert frábæra hluti á Anfield þessi sjö ár. „Sá möguleiki, að vandamál gætu skapast á þessu tímabili eftir allt álagið á síðustu leiktíð, var ein af sviðsmyndunum sem eigendur félagsins vissu að gæti komið upp,“ sagði Kosicke. Klopp s agent Kosicke: I can assure that Jürgen Klopp has no intention of resigning , tells @SkyDE @Plettigoal. #LFC Jürgen enjoys the full backing of the people in charge, they are in contact. He loves Liverpool, he didn't extend his contract until 2026 for nothing . pic.twitter.com/QRuaBD6FbS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 1, 2022 „Jürgen er ánægður með þann stuðning sem hann fær frá fólkinu sem ræður hjá Liverpool og hann er reglulega í sambandi við þau,“ sagði Kosicke. „Hann elskar félagið, þetta lið og stuðningsmennina. Hann er staðráðinn að halda áfram og ná að koamst í gegnum þessi umskipti hjá Liverpool liðinu. Hann framlengdi ekki samning sinn til ársins 2026 fyrir ekki neitt,“ sagði Kosicke.
Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Sjá meira