Segist hafa verið hótað líkamsmeiðingum og ekki upplifað sig öruggan Stefán Árni Pálsson skrifar 4. nóvember 2022 11:30 Ásgeir Kolbeinsson hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í yfir tvo áratugi. Ásgeir Kolbeinsson vakti fyrst athygli sem útvarpsmaður á FM957 en hefur síðan þá starfað sem sjónvarpsmaður, veitingamaður, rak skemmtistað og meðal annars flutt inn tónlistarmanninn Scooter. Hann þykir með eindæmum kurteis og hefur ótrúlega mikinn áhuga á kvikmyndum. Gestur Einkalífsins í þessari viku er Ásgeir Kolbeinsson. Ásgeir rak skemmtistaðinn Austur fyrir nokkrum árum en reksturinn tók heldur betur u-beygju þegar hann seldi skemmtistaðinn og að hans sögn stóðu kaupendur ekki við neitt sem lofað var og reyndu hvað eftir annað að eyðileggja allan rekstrargrundvöll þegar kaupferlið var í gangi. Ásgeir segir að þessi tími hafi verið hans allra erfiðasti á lífsleiðinni. „Þetta var einn vinsælasti skemmtistaður landsins í einhver fjögur ár,“ segir Ásgeir. „Það er gaman að eiga skemmtistað og mér finnst mjög gaman að gleðja fólk og það er enn þann dag í dag fólk að koma að mér og segjast hafa kynnst á Austur og eiga tvö eða þrjú börn í dag.“ Hann segist hafa lagt mikið í að skapa gott andrúmsloft inni á Austur og var miklu eytt í innanhúshönnun staðarins. En að málinu erfiða þegar Ásgeir fellst á að selja staðinn. „Það kemur aðili til okkar árið 2013 og vill kaupa staðinn. Hann vildi kaupa sig inn helming á móti mér og meðeigandi mínum. Við höfðum þá engan áhuga á að selja en hann heldur áfram að hækka verðið og þá segjum við að annað hvort seljum við allan staðinn eða ekkert. Hann felst á það og í framhaldinu af því byrjar alveg hræðileg atburðarás,“ segir Ásgeir og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ásgeir Kolbeinsson „Það var í rauninni allt gert til að reyna standa ekki við kaupin og skemma fyrir á sama tíma. Þetta var mál sem stóð yfir í að verða þrjú ár, kostaði gríðarlega fjármuni, orku og tók alveg svakalega á mig og fjölskylduna og fullt af fólki. Þetta endaði í raun eins og í spennumynd þar sem allt í einu kemur í ljós að sá sem þú hélt að væri morðinginn var það ekki og það kemur einhver nýr inn. Málið tók mikla kúvendingu í lokin sem hafði það í för með sér að lendingin varð mýkri.“ Eins og áður segir hann að málið hafi tekið gríðarlega á. „Þetta mótaði mig mikið bæði í viðskiptum og varðandi fólk. Þetta er mál sem mig hefur lengi viljað skrifa um. Það tengdust inn í þetta bankar, fjármálastofnanir, ríkið, lögregla og rannsóknarlögregla og innflytjendastofnun. Ég veit ekki hvaða stofnanir komu ekki að þessu málið því þetta voru erlendir aðilar sem keyptu staðinn. Þetta fór allt fyrir dómstóla og allt mál sem við unnum.“ Eins og alvöru bíómynd Ásgeir segist hafa haldið að allir samningar væru alveg upp á tíu í ferlinum. „Samningar eru einu sinni þannig að þeir eru bara samningar. Ef þú vilt brjóta samninginn þá getur þú eyðilagt eitthvað í millitíðinni. Ef ég geri samning við þig um að kaupa bílinn þinn, svo fer ég og klessukeyri hann og þú ferð fyrir dómstóla og ætlar ekki að borga neitt. Málið er þá dæmt þér í hag en þú átt kannski engan pening til að borga mér þá er enginn að fara borga þennan bíl. Ég fór mjög illa út úr þessu.“ Hann segist hafa fengið yfir sig töluvert margar hótanir í öllu ferlinu. „Allt frá líkamsmeiðingum yfir í allskonar hluti. Sem gerði það að verkum að þú varst allt í einu ekki öruggur eða fannst þú ekki vera öruggur. Þetta er bara eins og í lygasögu og það að það sé hægt að beygja og stýra kerfinu svona mikið er með ólíkindum. Þetta væri svakaleg bíómynd. Austursmálið er það lang erfiðasta sem ég hef þurft að eiga við á ævi minni.“ Hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni þar sem Ásgeir talar um ferilinn sem útvarpsmaður, þegar hann var á PoppTV, um frægðina, þegar hann fluttu inn Scooter, um sambandið með kærustunni sinni Heru, um þáttinn Sjáðu, rekstur veitingastaðarins Punk og margt fleira. Uppfært kl 16:35 - Meint hótun gegn Ásgeiri var rannsökuð af lögreglu á sínum tíma og var málið fellt niður og ekki talin ástæða til að ákæra. Einkalífið Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Hann þykir með eindæmum kurteis og hefur ótrúlega mikinn áhuga á kvikmyndum. Gestur Einkalífsins í þessari viku er Ásgeir Kolbeinsson. Ásgeir rak skemmtistaðinn Austur fyrir nokkrum árum en reksturinn tók heldur betur u-beygju þegar hann seldi skemmtistaðinn og að hans sögn stóðu kaupendur ekki við neitt sem lofað var og reyndu hvað eftir annað að eyðileggja allan rekstrargrundvöll þegar kaupferlið var í gangi. Ásgeir segir að þessi tími hafi verið hans allra erfiðasti á lífsleiðinni. „Þetta var einn vinsælasti skemmtistaður landsins í einhver fjögur ár,“ segir Ásgeir. „Það er gaman að eiga skemmtistað og mér finnst mjög gaman að gleðja fólk og það er enn þann dag í dag fólk að koma að mér og segjast hafa kynnst á Austur og eiga tvö eða þrjú börn í dag.“ Hann segist hafa lagt mikið í að skapa gott andrúmsloft inni á Austur og var miklu eytt í innanhúshönnun staðarins. En að málinu erfiða þegar Ásgeir fellst á að selja staðinn. „Það kemur aðili til okkar árið 2013 og vill kaupa staðinn. Hann vildi kaupa sig inn helming á móti mér og meðeigandi mínum. Við höfðum þá engan áhuga á að selja en hann heldur áfram að hækka verðið og þá segjum við að annað hvort seljum við allan staðinn eða ekkert. Hann felst á það og í framhaldinu af því byrjar alveg hræðileg atburðarás,“ segir Ásgeir og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ásgeir Kolbeinsson „Það var í rauninni allt gert til að reyna standa ekki við kaupin og skemma fyrir á sama tíma. Þetta var mál sem stóð yfir í að verða þrjú ár, kostaði gríðarlega fjármuni, orku og tók alveg svakalega á mig og fjölskylduna og fullt af fólki. Þetta endaði í raun eins og í spennumynd þar sem allt í einu kemur í ljós að sá sem þú hélt að væri morðinginn var það ekki og það kemur einhver nýr inn. Málið tók mikla kúvendingu í lokin sem hafði það í för með sér að lendingin varð mýkri.“ Eins og áður segir hann að málið hafi tekið gríðarlega á. „Þetta mótaði mig mikið bæði í viðskiptum og varðandi fólk. Þetta er mál sem mig hefur lengi viljað skrifa um. Það tengdust inn í þetta bankar, fjármálastofnanir, ríkið, lögregla og rannsóknarlögregla og innflytjendastofnun. Ég veit ekki hvaða stofnanir komu ekki að þessu málið því þetta voru erlendir aðilar sem keyptu staðinn. Þetta fór allt fyrir dómstóla og allt mál sem við unnum.“ Eins og alvöru bíómynd Ásgeir segist hafa haldið að allir samningar væru alveg upp á tíu í ferlinum. „Samningar eru einu sinni þannig að þeir eru bara samningar. Ef þú vilt brjóta samninginn þá getur þú eyðilagt eitthvað í millitíðinni. Ef ég geri samning við þig um að kaupa bílinn þinn, svo fer ég og klessukeyri hann og þú ferð fyrir dómstóla og ætlar ekki að borga neitt. Málið er þá dæmt þér í hag en þú átt kannski engan pening til að borga mér þá er enginn að fara borga þennan bíl. Ég fór mjög illa út úr þessu.“ Hann segist hafa fengið yfir sig töluvert margar hótanir í öllu ferlinu. „Allt frá líkamsmeiðingum yfir í allskonar hluti. Sem gerði það að verkum að þú varst allt í einu ekki öruggur eða fannst þú ekki vera öruggur. Þetta er bara eins og í lygasögu og það að það sé hægt að beygja og stýra kerfinu svona mikið er með ólíkindum. Þetta væri svakaleg bíómynd. Austursmálið er það lang erfiðasta sem ég hef þurft að eiga við á ævi minni.“ Hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni þar sem Ásgeir talar um ferilinn sem útvarpsmaður, þegar hann var á PoppTV, um frægðina, þegar hann fluttu inn Scooter, um sambandið með kærustunni sinni Heru, um þáttinn Sjáðu, rekstur veitingastaðarins Punk og margt fleira. Uppfært kl 16:35 - Meint hótun gegn Ásgeiri var rannsökuð af lögreglu á sínum tíma og var málið fellt niður og ekki talin ástæða til að ákæra.
Einkalífið Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp