Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2022 14:41 Kausea Natano, forsætisráðherra Túvalú, í pontu á COP27-loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. Loftslagsváin er óvíða eins aðsteðjandi og í heimalandi hans en eyjurnar sökkva nú í sæ vegna hækkandi yfirborðs sjávar. AP/Peter Dejong Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. Kausea Natano, forsætisráðherra Kyrrahafseyríkisins Túvalú, boðaði í morgun að hann ætlaði að leggja til samning um takmörkun útbreiðslu kola, olíu og gass á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Plánetan brennur á meðan þeir græða,“ sagði Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sem talaði fyrir hönd fleiri smárra eyríkja sem eru í bráðri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Leiðtogar eyríkja hafa einnig farið fram á hnattrænan skatt á hagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja en hann er nú í hæstu hæðum á sama tíma og orkukreppa geisar víða um heim. Hugmyndin um hvalrekaskatt á fyrirtækin er sögð eiga vaxandi vinsældum að fagna. Bretar og Egyptar, gestgjafar loftslagsráðstefnunnar í fyrra og ár, kynntu í dag nýja skýrslu um fjárþörf þróunarríkja vegna loftslagsbreytinga. Þar er áætlað að ríkin þurfi að tryggja sér um biljón dollara, jafnvirði um 147 biljóna (milljón milljóna) íslenskra króna úr hendi fjárfesta, iðnríkja og þróunarbanka á ári í loftslagsaðgerðir fyrir lok þessa áratugs. Þau þurfi sjálf að leggja annað eins til. Þessa stundina fjárfesta þessir utanaðkomandi aðilar um fimm hundruð milljónir dollara á ári í að búa þróunarríki undir afleiðingar loftslagsbreytinga og aðstoða við orkuskipti, að því er segir í frétt Reuters. Mest þarf að auka fjárfestingu einkafyrirtækja, bæði innlendra og erlendra, í þróunarríkjunum en einnig þarf að þrefalda lánveitingar þróunarbanka. Mælt er með því að þeir bjóði upp á lán með ívilnunum í auknum mæli. „Að leysa verulega loftslagsfjárfestingu úr læðingi er lykillinn að áskorunum í þróunarmálum í samtímanum,“ segir Vera Songwe, einn höfunda skýrslunnar. Vill endurlífga viðræður um frjáls viðskipti með umhverfisvænar vörur Ngozi Okonjo-Iweala, forstjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), segist stefna að því að endurlífga samningaviðræður um grænan viðskiptasamning á heimsvísu. Slíkar umræður fóru út um þúfur árið 2016 vegna ágreinings Kínverja og fulltrúa vestrænna ríkja um hvaða vörur ættu að vera á lista yfir umhverfisvænan varning. Hugmyndir eru um að vörur eins og sólarsellur og snjallhitastýribúnaður gæti verið undanþeginn tollum og öðrum viðskiptahindrunum til þess að draga úr kostnaði við loftslagsaðgerðir. „Það verður að vera hagstæðara viðskiptaumhverfi fyrir endurnýjanlega orkugjafa og aðrar umhverfisvænar vörur,“ segir Okonjo-Iweala sem bendir á að tollar á jarðefnaeldsneytisvörur séu víða lægri en á endurnýjanlega orkugjafa. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Bensín og olía Túvalú Antígva og Barbúda Tengdar fréttir Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Kausea Natano, forsætisráðherra Kyrrahafseyríkisins Túvalú, boðaði í morgun að hann ætlaði að leggja til samning um takmörkun útbreiðslu kola, olíu og gass á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Plánetan brennur á meðan þeir græða,“ sagði Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sem talaði fyrir hönd fleiri smárra eyríkja sem eru í bráðri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Leiðtogar eyríkja hafa einnig farið fram á hnattrænan skatt á hagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja en hann er nú í hæstu hæðum á sama tíma og orkukreppa geisar víða um heim. Hugmyndin um hvalrekaskatt á fyrirtækin er sögð eiga vaxandi vinsældum að fagna. Bretar og Egyptar, gestgjafar loftslagsráðstefnunnar í fyrra og ár, kynntu í dag nýja skýrslu um fjárþörf þróunarríkja vegna loftslagsbreytinga. Þar er áætlað að ríkin þurfi að tryggja sér um biljón dollara, jafnvirði um 147 biljóna (milljón milljóna) íslenskra króna úr hendi fjárfesta, iðnríkja og þróunarbanka á ári í loftslagsaðgerðir fyrir lok þessa áratugs. Þau þurfi sjálf að leggja annað eins til. Þessa stundina fjárfesta þessir utanaðkomandi aðilar um fimm hundruð milljónir dollara á ári í að búa þróunarríki undir afleiðingar loftslagsbreytinga og aðstoða við orkuskipti, að því er segir í frétt Reuters. Mest þarf að auka fjárfestingu einkafyrirtækja, bæði innlendra og erlendra, í þróunarríkjunum en einnig þarf að þrefalda lánveitingar þróunarbanka. Mælt er með því að þeir bjóði upp á lán með ívilnunum í auknum mæli. „Að leysa verulega loftslagsfjárfestingu úr læðingi er lykillinn að áskorunum í þróunarmálum í samtímanum,“ segir Vera Songwe, einn höfunda skýrslunnar. Vill endurlífga viðræður um frjáls viðskipti með umhverfisvænar vörur Ngozi Okonjo-Iweala, forstjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), segist stefna að því að endurlífga samningaviðræður um grænan viðskiptasamning á heimsvísu. Slíkar umræður fóru út um þúfur árið 2016 vegna ágreinings Kínverja og fulltrúa vestrænna ríkja um hvaða vörur ættu að vera á lista yfir umhverfisvænan varning. Hugmyndir eru um að vörur eins og sólarsellur og snjallhitastýribúnaður gæti verið undanþeginn tollum og öðrum viðskiptahindrunum til þess að draga úr kostnaði við loftslagsaðgerðir. „Það verður að vera hagstæðara viðskiptaumhverfi fyrir endurnýjanlega orkugjafa og aðrar umhverfisvænar vörur,“ segir Okonjo-Iweala sem bendir á að tollar á jarðefnaeldsneytisvörur séu víða lægri en á endurnýjanlega orkugjafa.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Bensín og olía Túvalú Antígva og Barbúda Tengdar fréttir Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08