Ætlaði alls ekki að verða þjálfari en er nú tekinn við uppeldisfélaginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2022 14:06 Ásgeir Örn Hallgrímsson er orðinn þjálfari hjá uppeldisfélaginu. stöð 2 sport Þótt Haukar hafi áður leitað til Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar segir hann að nú hafi hann ekki getað sagt nei við uppeldisfélagið. Haukar tilkynntu í hádeginu að Ásgeir hefði verið ráðinn þjálfari liðsins í stað Rúnars Sigtryggssonar sem er farinn til Leipzig í Þýskalandi. Samningur Ásgeirs við Hauka gildir til 2025. „Mér fannst þetta tækifæri sem var erfitt að hafna og ætla að taka þetta að mér,“ sagði Ásgeir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem möguleikinn á að taka við Haukum hefur verið viðraður við Ásgeir. „Það voru óformlegar þreifingar áður. Ég er svo sem að þjálfa 7. flokk þarna svo ég er þjálfari í félaginu nú þegar. Svo var þetta aðeins öðruvísi núna. Þjálfaradraumurinn hjá mér hefur vaxið undanfarið, sérstaklega síðasta ár. Eftir að ferlinum lauk ætlaði ég alls ekki að vera þjálfari og fannst það ekkert spennandi. En þetta hefur aukist og að þjálfa uppeldisfélagið er eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Ásgeir. Klippa: Viðtal við Ásgeir Örn Aðeins tvö ár eru síðan hann lagði skóna á hilluna og hann hefur því spilað með leikmönnum sem skipa Haukaliðið í dag. „Örugglega verður það skrítið fyrir þá og mig til að byrja með. En ég held að við venjumst því fljótt og komum því í faglegan farveg,“ sagði Ásgeir. Þrátt fyrir að Haukar hafi tapað með samtals tólf marka mun fyrir liði frá Kýpur um helgina og séu í 10. sæti Olís-deildarinnar, aðeins einu stigi frá fallsæti hefur Ásgeir mikla trú á sínum mönnum. „Þetta er frábært lið og frábærir einstaklingar sem eru fáránlega góðir í handbolta. Liðið á svakalega mikið inni. Ef þú ætlar einhvern tímann að vera í 10. sæti er það ágætt á þessum tíma því nú liggur leiðin bara upp. Við ætlum að líta vel hressilega inn á við og vinna í okkar málum. Við förum upp töfluna. Það er engin spurning,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á viðtalið við Ásgeir í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Hafnarfjörður Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Haukar tilkynntu í hádeginu að Ásgeir hefði verið ráðinn þjálfari liðsins í stað Rúnars Sigtryggssonar sem er farinn til Leipzig í Þýskalandi. Samningur Ásgeirs við Hauka gildir til 2025. „Mér fannst þetta tækifæri sem var erfitt að hafna og ætla að taka þetta að mér,“ sagði Ásgeir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem möguleikinn á að taka við Haukum hefur verið viðraður við Ásgeir. „Það voru óformlegar þreifingar áður. Ég er svo sem að þjálfa 7. flokk þarna svo ég er þjálfari í félaginu nú þegar. Svo var þetta aðeins öðruvísi núna. Þjálfaradraumurinn hjá mér hefur vaxið undanfarið, sérstaklega síðasta ár. Eftir að ferlinum lauk ætlaði ég alls ekki að vera þjálfari og fannst það ekkert spennandi. En þetta hefur aukist og að þjálfa uppeldisfélagið er eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Ásgeir. Klippa: Viðtal við Ásgeir Örn Aðeins tvö ár eru síðan hann lagði skóna á hilluna og hann hefur því spilað með leikmönnum sem skipa Haukaliðið í dag. „Örugglega verður það skrítið fyrir þá og mig til að byrja með. En ég held að við venjumst því fljótt og komum því í faglegan farveg,“ sagði Ásgeir. Þrátt fyrir að Haukar hafi tapað með samtals tólf marka mun fyrir liði frá Kýpur um helgina og séu í 10. sæti Olís-deildarinnar, aðeins einu stigi frá fallsæti hefur Ásgeir mikla trú á sínum mönnum. „Þetta er frábært lið og frábærir einstaklingar sem eru fáránlega góðir í handbolta. Liðið á svakalega mikið inni. Ef þú ætlar einhvern tímann að vera í 10. sæti er það ágætt á þessum tíma því nú liggur leiðin bara upp. Við ætlum að líta vel hressilega inn á við og vinna í okkar málum. Við förum upp töfluna. Það er engin spurning,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á viðtalið við Ásgeir í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Hafnarfjörður Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita