Bein útsending: Rær í fimmtíu tíma til stuðnings Píeta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2022 15:16 Einar Hansberg Aðsend Einar Hansberg ætlar að vekja athygli á mikilvægu starfi Píeta-samtakanna á Íslandi með því að framkvæma æfingu sem inniheldur 56 kaloríur á Concept2-tæki, 10 upphífingar og 11 réttstöðulyftur á 15 mínútna fresti í alls 50 klukkutíma. Vísir sýnir beint frá æfingunni. Viðburðurinn fer fram í húsakynnum Afreks við Skógarhlíð og hefst klukkan 16:00. Horfa má á beina útsendingu frá æfingunni hér að neðan. Píeta-samtökin vinna mikilvægt starf í að færa umræðunaum sjálfsvíg upp á yfirborðið og eru leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum hér á landi. „Þetta er málefni sem snertir okkur öll og ætti ekki að liggja í þagnargildi. Ég reyni að nýta þessi verkefni mín til að vekja fólk til umhugsunar í þágu einhvers góðs málefnis hverju sinni,“ segir Einar sem hefur áður lagt góðum málefnum lið með álíka hætti; lyft meira en 520 tonnum samanlagt í réttstöðulyftu á einum sólarhring, róið 500 kílómetra og synt samfleytt í tvo sólarhringa. Til minningar um móðurbróður „Markmiðið með þessu verkefni er að fá okkur öll til þess að hugsa hlýtt til þeirra sem þjást í eigin hugsunum og varpa ljósi á þau úrræði sem í boði eru. Kveikjan að þessu var sú að fyrir réttu ári síðan lést móðurbróðir minn af slysförum en hann var mér afar náinn og kær og mig langaði til að gera eitthvað til að heiðra minningu hans. Hann var 56 ára gamall þegar hann dó þann 10.11. og ég yfirfæri þær tölur á þetta verkefni; þ.e. 56, 10 og 11. Ég ákvað að leggja Píeta-samtökunum lið að þessu sinni, meðal annars vegna þess að þegar ég var að undirbúa verkefnið hafði samband við mig einstaklingur sem hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum fyrir fjórum árum. Það var á sama tíma og ég var í róðrarverkefninu sem var í streymi á netinu; viðkomandi sá þá útsendingu og ákvað að mæta á staðinn og róa með mér af fullum krafti og í framhaldi af því að leita sér hjálpar. Í dag er þessi einstaklingur á mjög góðum stað í lífinu og telur að róðurinn á sínum tíma eigi stóran þátt í því,“ segir Einar. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
Viðburðurinn fer fram í húsakynnum Afreks við Skógarhlíð og hefst klukkan 16:00. Horfa má á beina útsendingu frá æfingunni hér að neðan. Píeta-samtökin vinna mikilvægt starf í að færa umræðunaum sjálfsvíg upp á yfirborðið og eru leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum hér á landi. „Þetta er málefni sem snertir okkur öll og ætti ekki að liggja í þagnargildi. Ég reyni að nýta þessi verkefni mín til að vekja fólk til umhugsunar í þágu einhvers góðs málefnis hverju sinni,“ segir Einar sem hefur áður lagt góðum málefnum lið með álíka hætti; lyft meira en 520 tonnum samanlagt í réttstöðulyftu á einum sólarhring, róið 500 kílómetra og synt samfleytt í tvo sólarhringa. Til minningar um móðurbróður „Markmiðið með þessu verkefni er að fá okkur öll til þess að hugsa hlýtt til þeirra sem þjást í eigin hugsunum og varpa ljósi á þau úrræði sem í boði eru. Kveikjan að þessu var sú að fyrir réttu ári síðan lést móðurbróðir minn af slysförum en hann var mér afar náinn og kær og mig langaði til að gera eitthvað til að heiðra minningu hans. Hann var 56 ára gamall þegar hann dó þann 10.11. og ég yfirfæri þær tölur á þetta verkefni; þ.e. 56, 10 og 11. Ég ákvað að leggja Píeta-samtökunum lið að þessu sinni, meðal annars vegna þess að þegar ég var að undirbúa verkefnið hafði samband við mig einstaklingur sem hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum fyrir fjórum árum. Það var á sama tíma og ég var í róðrarverkefninu sem var í streymi á netinu; viðkomandi sá þá útsendingu og ákvað að mæta á staðinn og róa með mér af fullum krafti og í framhaldi af því að leita sér hjálpar. Í dag er þessi einstaklingur á mjög góðum stað í lífinu og telur að róðurinn á sínum tíma eigi stóran þátt í því,“ segir Einar.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning