„Stelpurnar létu áhlaup Vals ekki buga sig sem var snilld“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. nóvember 2022 22:30 Bjarni Magnússon á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Haukar unnu þrettán stiga útisigur á Val 76-89 í Subway deild-kvenna. Þetta var sjötti sigur Hauka í röð og var Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, ánægður með sigurinn. „Ég var stoltur af liðinu. Ég var ánægður með hvernig við komum inn í leikinn og það var ákefð í okkur næstum því allan tímann og heildarbragurinn í leiknum var góður,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar tóku frumkvæðið í leiknum og um miðjan fyrri hálfleik komust Haukar tuttugu stigum yfir. „Ég var ánægður með hvernig við tókum frumkvæðið í leiknum það var það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að koma sterkar til leiks vegna þess að ég bjóst við að Valskonur myndu mæta grimmar til leiks þar sem þær töpuðu illa fyrir okkur í fyrstu umferðinni og við máttum ekki láta þær gefa okkur fyrsta höggið.“ Eftir að Haukar komust tuttugu stigum yfir kom áhlaup frá Val sem minnkaði forskot Hauka niður í sjö stig. „Um miðjan fyrri hálfleik vorum við að gera vel varnarlega og sóknarlega. Við hreyfðum boltann vel, vorum að hlaupa á þær og fengum góð skot ásamt því náðum við góðum stoppum varnarlega. “ „Síðan í framhaldinu kom þessi eini kafli sem var mjög sérstakur. Við vorum nítján stigum yfir þá kom áhlaup frá Val sem varð til þess að ég tók leikhlé. Eftir að ég tók leikhlé fórum við að spila eins og við værum nítján stigum undir en við fórum yfir það í hálfleik og mér fannst við svara þessu áhlaupi Vals strax í upphafi síðari hálfleiks.“ Bjarni var ánægður með seinni hálfleik Hauka. Stöllur Bjarna létu meðbyr Vals ekkert á sig fá heldur settu tóninn strax í upphafi þriðja leikhluta. „Ég var ánægður með hvernig stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik hvaða gír við þurftum að fara aftur í til að ná góðu áhlaupi þar sem þetta er körfubolti og það var snilld hvernig mitt lið lét áhlaup Vals ekki á sig fá,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
„Ég var stoltur af liðinu. Ég var ánægður með hvernig við komum inn í leikinn og það var ákefð í okkur næstum því allan tímann og heildarbragurinn í leiknum var góður,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar tóku frumkvæðið í leiknum og um miðjan fyrri hálfleik komust Haukar tuttugu stigum yfir. „Ég var ánægður með hvernig við tókum frumkvæðið í leiknum það var það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að koma sterkar til leiks vegna þess að ég bjóst við að Valskonur myndu mæta grimmar til leiks þar sem þær töpuðu illa fyrir okkur í fyrstu umferðinni og við máttum ekki láta þær gefa okkur fyrsta höggið.“ Eftir að Haukar komust tuttugu stigum yfir kom áhlaup frá Val sem minnkaði forskot Hauka niður í sjö stig. „Um miðjan fyrri hálfleik vorum við að gera vel varnarlega og sóknarlega. Við hreyfðum boltann vel, vorum að hlaupa á þær og fengum góð skot ásamt því náðum við góðum stoppum varnarlega. “ „Síðan í framhaldinu kom þessi eini kafli sem var mjög sérstakur. Við vorum nítján stigum yfir þá kom áhlaup frá Val sem varð til þess að ég tók leikhlé. Eftir að ég tók leikhlé fórum við að spila eins og við værum nítján stigum undir en við fórum yfir það í hálfleik og mér fannst við svara þessu áhlaupi Vals strax í upphafi síðari hálfleiks.“ Bjarni var ánægður með seinni hálfleik Hauka. Stöllur Bjarna létu meðbyr Vals ekkert á sig fá heldur settu tóninn strax í upphafi þriðja leikhluta. „Ég var ánægður með hvernig stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik hvaða gír við þurftum að fara aftur í til að ná góðu áhlaupi þar sem þetta er körfubolti og það var snilld hvernig mitt lið lét áhlaup Vals ekki á sig fá,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira