Brighton henti Arsenal úr keppni | Man City hafði getur gegn Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2022 22:21 Tariq Lamptey hampað eftir að hann skoraði þriðja mark Brighton gegn Arsenal í kvöld. John Walton/Getty Images Heill haugur af leikjum í enska deildarbikarnum fór fram í kvöld. Þar ber helst að nefna að Brighton & Hove Albion lagði Arsenal, Nottingham Forest lagði Tottenham Hotspur, Manchester City lagði Chelsea og leikur Liverpool Derby County fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Á Emirates vellinum í Lundúnum kom Eddie Nketiah Skyttunum yfir eftir tuttugu mínútna leik en Danny Welbeck jafnaði metin fyrir gestina sjö mínútum síðar. Kaoru Mitoma kom gestunum yfir og þó Mikel Arteta hafi reynt að snúa einvíginu sér í hag með því að setja nafnana Gabriel, Martinelli og Jesus inn á ásamt Oleksandr Zinchenko og Granit Xhaka þá var það Brighton sem skoraði fjórða mark leiksins. Það gerði Tariq Lamptey á 71. mínútu og tryggði það mark Brighton áfram í enska deildarbikarnum. .@OfficialBHAFC have turned it around!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/vgocIS7P0C— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Antonio Conte stillti svo gott sem sínu sterkasta liði gegn Forest á útivelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Renan Lodi heimamönnum yfir eftir sendingu Jesse Lingard þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Lingard skoraði svo annað mark Forest sjö mínútum síðar og þar við sat, lokatölur 2-0. Skipti engu þó Orel Mangala hafi fengið tvö gul spjöld og þar með rautt í liði heimamanna þegar enn var stundarfjórðungur eftir. Man City vann 2-0 sigur á Chelsea þökk sé mörkum Riyad Mahrez og Julián Álvarez í síðari hálfleik. Þetta var þriðji tapleikur Chelsea í síðustu fjórum leikjum. Liverpool hafði betur gegn C-deildarliði Derby County í vítaspyrnukeppni eftir að ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu. Liverpool stillti upp mikið breyttu liði en hafði á endanum betur 3-2 eftir vítaspyrnukeppnina. .@ManCity are through and @LiverpoolFC progress on penalties!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/orMNwnoN0e— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Mikið var um vítaspyrnukeppnir í kvöld en alls þurfti fjórar slíkar til að útkljá leiki kvöldsins. Önnur úrslit Newcastle United 0-0 Crystal Palace [Newcastle áfram eftir vítaspyrnukeppni]Southampton 1-1 Sheffield Wendesday [Southampton áfram eftir vítaspyrnukeppni] West Ham United 2-2 Blackburn Rovers [Blackburn áfram eftir vítaspyrnukeppni]Wolves 1-0 Leeds United Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Á Emirates vellinum í Lundúnum kom Eddie Nketiah Skyttunum yfir eftir tuttugu mínútna leik en Danny Welbeck jafnaði metin fyrir gestina sjö mínútum síðar. Kaoru Mitoma kom gestunum yfir og þó Mikel Arteta hafi reynt að snúa einvíginu sér í hag með því að setja nafnana Gabriel, Martinelli og Jesus inn á ásamt Oleksandr Zinchenko og Granit Xhaka þá var það Brighton sem skoraði fjórða mark leiksins. Það gerði Tariq Lamptey á 71. mínútu og tryggði það mark Brighton áfram í enska deildarbikarnum. .@OfficialBHAFC have turned it around!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/vgocIS7P0C— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Antonio Conte stillti svo gott sem sínu sterkasta liði gegn Forest á útivelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Renan Lodi heimamönnum yfir eftir sendingu Jesse Lingard þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Lingard skoraði svo annað mark Forest sjö mínútum síðar og þar við sat, lokatölur 2-0. Skipti engu þó Orel Mangala hafi fengið tvö gul spjöld og þar með rautt í liði heimamanna þegar enn var stundarfjórðungur eftir. Man City vann 2-0 sigur á Chelsea þökk sé mörkum Riyad Mahrez og Julián Álvarez í síðari hálfleik. Þetta var þriðji tapleikur Chelsea í síðustu fjórum leikjum. Liverpool hafði betur gegn C-deildarliði Derby County í vítaspyrnukeppni eftir að ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu. Liverpool stillti upp mikið breyttu liði en hafði á endanum betur 3-2 eftir vítaspyrnukeppnina. .@ManCity are through and @LiverpoolFC progress on penalties!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/orMNwnoN0e— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Mikið var um vítaspyrnukeppnir í kvöld en alls þurfti fjórar slíkar til að útkljá leiki kvöldsins. Önnur úrslit Newcastle United 0-0 Crystal Palace [Newcastle áfram eftir vítaspyrnukeppni]Southampton 1-1 Sheffield Wendesday [Southampton áfram eftir vítaspyrnukeppni] West Ham United 2-2 Blackburn Rovers [Blackburn áfram eftir vítaspyrnukeppni]Wolves 1-0 Leeds United
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira