Vann til alþjóðlegra verðlauna í píanóleik Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2022 10:06 Anna Þórhildur lauk B.Mus gráðu í píanóeinleik frá Listaháskóla Íslands, undir leiðsögn Peters Máté og Eddu Erlendsdóttur. Að því loknu stundaði Anna mastersnám í píanóeinleik við Conservatorium Maastricht hjá prof. Katia Veekmans. Anna einbeitir sér að því að byggja upp fjölbreytta efnisskrá, og lítur hún sérstaklega til tónlistar af 20. öldinni (Sofia Gubaidulina, Olivier Messiaen), íslenskra tónskálda (Þorkels Sigurbjörnssonar, Jórunn Viðar og Jóns Leifs) og tónskálda sem leita í þjóðlagaarf ýmissa landa (Lucija Garuta, Béla Bartók). Vísir/Magnús Hlynur Þrátt fyrir að Borgfirðingurinn Anna Þórhildur Gunnarsdóttir sé ekki nema tuttugu og fjögurra ára gömul þá var hún að vinna til alþjóðlegra píanóverðlauna en hún var að ljúka þriggja ára meistaranámi í Hollandi. Nú stefnir hún á doktorsnám. Anna Þórhildur er frá bænum Brekku í Norðurárdal í Borgarfirði. Hún byrjaði sjö ára að læra á píanó og hefur verið að læra og spila alveg síðan þá. Hún er nýflutt til Íslands aftur eftir að hafa verið í þriggja ára námi í píanóleik í Hollandi en nú er hún píanókennari í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar þar sem hún kennir um 20 krökkum á píanó. „Ég man að það var svo langur biðlisti í tónlistarskólann að ég suðaði, suðaði og suðaði um að fá að læra á píanó og ég fékk það fyrir rest í einkatímum hjá kennara, sem heitir Dóra Erna Ásbjörnsdóttir.Síðan þá hefur þetta verið það skemmtilegasta, sem ég geri og ég er ennþá að gera,“ segir Anna Þórhildur. En af hverju þessi mikli áhugi á píanóleik? „Þetta er bara lang flottasta hljóðfærið. Það eru svo margir litir, sem hægt er að gera, það er hægt að gera allskonar áferðir, það er ótrúlega mikið magn af efni og lögum og verkum, sem þú getur unnið í“. Síðustu þrjú ár hefur Anna Þórhildur verið að læra á píanó í virtum háskóla í Hollandi og lauk þar meistaranámi í píanóleik en í framtíðinni stefnir hún á doktorsnám. Anna hlaut virt alþjóðleg tónlistarverðlaun í lok námsins í Hollandi en þetta er í fyrsta skipti í sögu verðlaunanna, sem eru frá 1961, sem Íslendingur hlýtur þau. „Já, þetta eru sem sagt verðlaun, sem heita “Henriette Hustinx” verðlaunin og eru veitt útskriftarnemendum við tónlistarháskólann, sem ég var að útskrifast frá í Maastricht. Ég var ein af þremur, sem var tilnefnt og hlaut þau fyrir rest. Það er mikill heiður að fá þessi verðlaun,“ segir Anna Þórhildur alsæl. Verðlaunin voru fimm þúsund evrur, listaverk úr kopar og viðurkenningarskjal. Anna Þórhildur með verðlaunin og viðurkenningarskjalið, sem hún fékk þegar hún vann „Henriette Hustinx” verðlaunin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessi verðlaun gera mér kleift að segja já við allskonar tækifærum, elta ýmis konar tækifæri og þróa ýmis verkefni, sem ég hef haft í huga mjög lengi,“ segir píanósnillingurinn Anna Þórhildur. Borgarbyggð Hafnarfjörður Tónlist Tónlistarnám Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Anna Þórhildur er frá bænum Brekku í Norðurárdal í Borgarfirði. Hún byrjaði sjö ára að læra á píanó og hefur verið að læra og spila alveg síðan þá. Hún er nýflutt til Íslands aftur eftir að hafa verið í þriggja ára námi í píanóleik í Hollandi en nú er hún píanókennari í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar þar sem hún kennir um 20 krökkum á píanó. „Ég man að það var svo langur biðlisti í tónlistarskólann að ég suðaði, suðaði og suðaði um að fá að læra á píanó og ég fékk það fyrir rest í einkatímum hjá kennara, sem heitir Dóra Erna Ásbjörnsdóttir.Síðan þá hefur þetta verið það skemmtilegasta, sem ég geri og ég er ennþá að gera,“ segir Anna Þórhildur. En af hverju þessi mikli áhugi á píanóleik? „Þetta er bara lang flottasta hljóðfærið. Það eru svo margir litir, sem hægt er að gera, það er hægt að gera allskonar áferðir, það er ótrúlega mikið magn af efni og lögum og verkum, sem þú getur unnið í“. Síðustu þrjú ár hefur Anna Þórhildur verið að læra á píanó í virtum háskóla í Hollandi og lauk þar meistaranámi í píanóleik en í framtíðinni stefnir hún á doktorsnám. Anna hlaut virt alþjóðleg tónlistarverðlaun í lok námsins í Hollandi en þetta er í fyrsta skipti í sögu verðlaunanna, sem eru frá 1961, sem Íslendingur hlýtur þau. „Já, þetta eru sem sagt verðlaun, sem heita “Henriette Hustinx” verðlaunin og eru veitt útskriftarnemendum við tónlistarháskólann, sem ég var að útskrifast frá í Maastricht. Ég var ein af þremur, sem var tilnefnt og hlaut þau fyrir rest. Það er mikill heiður að fá þessi verðlaun,“ segir Anna Þórhildur alsæl. Verðlaunin voru fimm þúsund evrur, listaverk úr kopar og viðurkenningarskjal. Anna Þórhildur með verðlaunin og viðurkenningarskjalið, sem hún fékk þegar hún vann „Henriette Hustinx” verðlaunin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessi verðlaun gera mér kleift að segja já við allskonar tækifærum, elta ýmis konar tækifæri og þróa ýmis verkefni, sem ég hef haft í huga mjög lengi,“ segir píanósnillingurinn Anna Þórhildur.
Borgarbyggð Hafnarfjörður Tónlist Tónlistarnám Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira