Umræðan truflaði ekki Tryggva: „Vonandi setur Snorri mig bara meira inn á“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 12:30 Tryggvi Garðar Jónsson í viðtalinu í gær. S2 Sport Tryggvi Garðar Jónsson fékk tækifærið í sigri Vals á Haukum í Olís deild karla í handbolta í gær og skoraði fjögur mörk í tveggja marka sigri. Eftir leikinn ræddi hann í beinni við Stefán Árna Pálsson í Seinni bylgjunni. „Við erum komnir í samband við Hafnarfjörðinn og þar er maður vikunnar sem er á línunni. Tryggvi Garðar Jónsson, leikmaður Vals. Tryggvi, til hamingju með sigurinn, hvernig líður þér eftir þennan leik,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Bara frábærlega. Þetta var bara geggjaður liðsigur í dag,“ sagði Tryggvi Garðar Jónsson sem nýtti fjögur af sjö skotum og gaf einnig tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. „Það er mikið búið að tala um þig og mikið búið að skrifa um þig. Þú kemur og spilar fullt af mínútum í þessum leik. Varstu smá stressaður þegar þú fékkst svona mikið af mínútum og komst inn á gólfið,“ spurði Stefán Árni. „Nei alls ekki. Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu tækifæri lengi og Maggi dettur út þarna í byrjun. Þá kem ég bara inn og ég er tilbúinn loksins þegar kallið kemur,“ sagði Tryggvi Garðar. Stefán spurði hvort að það hafi farið í taugarnar á honum að vera svona mikið á bekknum. „Það á enginn að vera sáttur á bekknum. Maður er búinn að vera pirraður en ég nýtti minn spilatíma í dag held ég. Það er eitthvað sem ég vildi gera betur en heilt yfir sáttur, Geggjaður sigur í dag,“ sagði Tryggvi. „Hvernig fór umræðan, sem átti sér stað í hlaðvörpum og fréttum, í svona ungan dreng? Hvernig var að takast á við þetta,“ spurði Stefán. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég æfði enn þá meira, skaut enn þá meira á æfingu og Snorri sagði mér að skjóta meira. Ég var ekkert allt of mikið að pæla í þessu,“ sagði Tryggvi en sér hann fyrir sér að spila fleiri mínútur með Val á næstunni. „Já ég vona það. Ég veit ekki alveg hver sé staðan á Robba núna og Magga. Vonandi setur Snorri mig bara meira inn á og lætur mig skjóta meira,“ sagði Tryggvi og skilaboðin frá Snorra voru einföld. „Já negldu á markið eins og þú gerir alltaf. Ég held að hafi gert það,“ sagði Tryggvi. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Tryggva Garðar Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
„Við erum komnir í samband við Hafnarfjörðinn og þar er maður vikunnar sem er á línunni. Tryggvi Garðar Jónsson, leikmaður Vals. Tryggvi, til hamingju með sigurinn, hvernig líður þér eftir þennan leik,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Bara frábærlega. Þetta var bara geggjaður liðsigur í dag,“ sagði Tryggvi Garðar Jónsson sem nýtti fjögur af sjö skotum og gaf einnig tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. „Það er mikið búið að tala um þig og mikið búið að skrifa um þig. Þú kemur og spilar fullt af mínútum í þessum leik. Varstu smá stressaður þegar þú fékkst svona mikið af mínútum og komst inn á gólfið,“ spurði Stefán Árni. „Nei alls ekki. Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu tækifæri lengi og Maggi dettur út þarna í byrjun. Þá kem ég bara inn og ég er tilbúinn loksins þegar kallið kemur,“ sagði Tryggvi Garðar. Stefán spurði hvort að það hafi farið í taugarnar á honum að vera svona mikið á bekknum. „Það á enginn að vera sáttur á bekknum. Maður er búinn að vera pirraður en ég nýtti minn spilatíma í dag held ég. Það er eitthvað sem ég vildi gera betur en heilt yfir sáttur, Geggjaður sigur í dag,“ sagði Tryggvi. „Hvernig fór umræðan, sem átti sér stað í hlaðvörpum og fréttum, í svona ungan dreng? Hvernig var að takast á við þetta,“ spurði Stefán. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég æfði enn þá meira, skaut enn þá meira á æfingu og Snorri sagði mér að skjóta meira. Ég var ekkert allt of mikið að pæla í þessu,“ sagði Tryggvi en sér hann fyrir sér að spila fleiri mínútur með Val á næstunni. „Já ég vona það. Ég veit ekki alveg hver sé staðan á Robba núna og Magga. Vonandi setur Snorri mig bara meira inn á og lætur mig skjóta meira,“ sagði Tryggvi og skilaboðin frá Snorra voru einföld. „Já negldu á markið eins og þú gerir alltaf. Ég held að hafi gert það,“ sagði Tryggvi. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Tryggva Garðar
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita