Valur

Fréttamynd

Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina

Olís deild kvenna í handbolta hófst aftur í dag eftir hlé vegna heimsmeistaramótsins. Valur vann öruggan sigur gegn Stjörnunni og Fram sótti sigur gegn ÍR. Í báðum leikjum mátti finna leikmenn sem tóku þátt á HM fyrir Íslands hönd um síðustu helgi.

Handbolti
Fréttamynd

„Hann er ekkert eðli­lega mikil­vægur “

Kristófer Acox átti flottan leik þegar Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram með sigri á Njarðvíkingum og Bónus Körfuboltakvöld er á því að hann sé nú búinn að komast endanlega í gegnum hræðilegu meiðslin í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Valur dregur sig úr Bose-bikarnum

Karlalið Vals í fótbolta hefur dregið sig úr Bose-bikarnum í fótbolta vegna slæmrar stöðu á leikmannahópi liðsins. Mikil meiðsli og veikindi eru í leikmannahópi liðsins í aðdraganda móts sem fer að stærstum hluta fram í desember.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Fær að vera aðalgellan í liðinu“

Þóranna Kika Hodge-Carr mætti full sjálfstrausts aftur með Val í Bónus-deildina, eftir að hafa spilað með íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Hún var lofuð í hástert í Körfuboltakvöldi, fyrir frammistöðu sína í sigrinum gegn Grindavík um helgina.

Körfubolti
Fréttamynd

Jónatan og for­maður hissa á tali um KR-löngun

Dr. Football, eða Hjörvar Hafliðason, varpaði sprengju í þætti sínum í vikunni þegar hann sagðist hafa heyrt af því að Jónatan Ingi Jónsson vildi fara frá Val til erkifjendanna í KR. Hvorki Jónatan né formaður knattspyrnudeildar Vals vilja þó kannast við að þetta sé rétt.

Íslenski boltinn