Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Hinrik Wöhler skrifar 10. janúar 2026 17:00 Valur fer vel af stað eftir jólafrí og sigruðu Framara auðveldlega í dag. Vísir/Ernir Valur sigraði Fram örugglega, 30-19, í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir jólafrí og með sigrinum styrktu Valskonur stöðu sína á toppi deildarinnar þegar 12 umferðir eru liðnar. Framarar skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins en lentu fljótlega í miklum vandræðum í sóknarleiknum. Það hægðist á leik þeirra og þær gerðu fjölmörg tæknileg mistök, misheppnaðar sendingar og klikkuðu á góðum færum. Valskonur voru þéttar fyrir í vörninni í dag.Vísir/Ernir Eyjólfsson Á meðan svöruðu Valskonur með hröðum sóknum, opnuðu vörn Fram með auðveldum hætti eða fengu vítaköst. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan orðin 12-6, Val í vil, og Haraldur Þorvarðarson, þjálfari Fram, tók leikhlé í þeirri von að snúa taflinu við. Það skilaði litlum árangri því Valskonur héldu áfram að bæta við forskotið og fengu litla mótspyrnu. Lovísa Thompson var í miklu stuði í fyrri hálfleik og hafði skorað sex mörk í hálfleik, auk þess að fiska eitt víti. Valgerður Arnalds reynir skot að marki Vals.Vísir/Ernir Eyjólfsson Valur var með myndarlegt forskot í hálfleik og leiddu Valskonur með níu mörkum, 19-10. Það var allt annað að sjá til Framara í byrjun seinni hálfleiks. Ethel Gyða Bjarnasen var vel vakandi í markinu og sóknarleikurinn mun beittari. Eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik var staðan 21-14 en þá fór aftur að hægjast á Framkonum og Valskonur héldu uppteknum hætti frá fyrri hálfleik. Alfa Brá skoraði þrjú mörk úr skyttunni í dag.Vísir/Ernir Eyjólfsson Valskonur komust í tíu marka forskot, 25-15, þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum og var þá ljóst hvernig leikurinn myndi enda. Í kjölfarið leyfði Anton Rúnarsson, þjálfari Vals, yngri leikmönnum að fá mínútur en þær slógu hvergi af og lokatölur urðu 30-19 í Lambhagahöllinni í dag. Atvik leiksins Valskonur áttu frábæran kafla um miðbik fyrri hálfleiks þar sem þær skoruðu fimm mörk í röð, breyttu stöðunni úr 7-6 í 12-6 og lögðu þar með grunninn að sigrinum. Framkonur áttu fá svör það sem eftir lifði leiks. Arna Karitas Eiríksdóttir og samherjar hennar áttu ekki í erfiðleikum með Framara.Vísir/Ernir Eyjólfsson Stjörnur og skúrkur Lovísa Thompson lék við hvern sinn fingur í sóknarleiknum hjá Val í fyrri hálfleik en Framkonur mættu henni framar í seinni hálfleik og hafði hún þá hægara um sig. Hún var einnig öflug í bakverðinum í vörninni og þvingaði Framara í erfiðar sendingar, sem leiddi oftar en ekki til mistaka. Að vanda var Hafdís Renötudóttir í miklu stuði í marki Vals og endaði leikinn með 48% markvörslu. Hafdís Renötudóttir var með tæplega 50% markvörslu fyrir aftan afar sterka vörn Vals.Vísir/Ernir Eyjólfsson Framkonur skoruðu aðeins 19 mörk í leiknum og var sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska. Þær áttu í miklum erfiðleikum með að brjóta vörn Vals á bak aftur og lykilleikmenn í útilínu Fram fundu ekki taktinn í sókninni. Dómarar Árni Snær Magnússon og Hörður Kristinn Örvarsson dæmdu leikinn í dag og gerðu það með prýði. Leikurinn var prúðmannlega leikinn og lítið var um vafaatriði. Stemning og umgjörð Ágætis stemning var í Lambhagahöllinni þrátt fyrir að leikurinn væri ekki sá fjölsóttasti á tímabilinu. Spennustigið var ekki hátt í leiknum og þar af leiðandi var þokkalega rólegt yfir mannskapnum á pöllunum. Viðtöl Anton: „Mikið frumkvæði í vörninni“ Það var fremur þægilegur dagur á hliðarlínunni fyrir Anton Rúnarsson, þjálfara Vals, í dag.Vísir/Ernir Eyjólfsson Anton Rúnarsson, þjálfari Vals, fór vel af stað eftir jólafríið og hafði fáu yfir að kvarta eftir öruggan 11 marka sigur í dag, þar sem liðið sýndi bæði agaðan varnarleik og skilvirkan sóknarleik. „Margt gekk eftir og við mættum mjög grimmar til leiks. Við vorum að gera réttu hlutina og þær voru að gera þetta mjög vel,“ sagði Anton eftir leik. Valskonur tóku snemma yfirhöndina í leiknum og voru komnar með gott forskot um miðbik fyrri hálfleiks. Anton var afar sáttur með frammistöðuna á báðum endum vallarsins. „Við erum búin að vera vinna í okkar hlutum. Mikið frumkvæði í vörninni, þéttar og aggresívar, og það sama með sóknina. Við vorum að finna réttu augnablikin fyrir okkur og gerðum þetta mjög vel.“ Anton segir að þetta hafi verið sú byrjun sem hann vonaðist eftir eftir þriggja vikna jólafrí, en liðið er í harðri baráttu við ÍBV sem er með jafnmörg stig og Valur á toppi deildarinnar. „Það er búið að vera nokkrar pásur í vetur og allt það. Þetta er fyrsti leikur á þessu ári og við vildum mæta til leiks. Það er nóg fram undan og það er bara einn leikur í einu.“ Staðan á leikmannahóp er með ágætum eftir jólafrí en þó vantaði mikilvæga leikmenn í liðið, Theu Imani Sturludóttur og Lilju Ágústsdóttur, en það kom ekki að sök í Lambhagahöllinni í dag. Olís-deild kvenna Fram Valur
Valur sigraði Fram örugglega, 30-19, í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir jólafrí og með sigrinum styrktu Valskonur stöðu sína á toppi deildarinnar þegar 12 umferðir eru liðnar. Framarar skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins en lentu fljótlega í miklum vandræðum í sóknarleiknum. Það hægðist á leik þeirra og þær gerðu fjölmörg tæknileg mistök, misheppnaðar sendingar og klikkuðu á góðum færum. Valskonur voru þéttar fyrir í vörninni í dag.Vísir/Ernir Eyjólfsson Á meðan svöruðu Valskonur með hröðum sóknum, opnuðu vörn Fram með auðveldum hætti eða fengu vítaköst. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan orðin 12-6, Val í vil, og Haraldur Þorvarðarson, þjálfari Fram, tók leikhlé í þeirri von að snúa taflinu við. Það skilaði litlum árangri því Valskonur héldu áfram að bæta við forskotið og fengu litla mótspyrnu. Lovísa Thompson var í miklu stuði í fyrri hálfleik og hafði skorað sex mörk í hálfleik, auk þess að fiska eitt víti. Valgerður Arnalds reynir skot að marki Vals.Vísir/Ernir Eyjólfsson Valur var með myndarlegt forskot í hálfleik og leiddu Valskonur með níu mörkum, 19-10. Það var allt annað að sjá til Framara í byrjun seinni hálfleiks. Ethel Gyða Bjarnasen var vel vakandi í markinu og sóknarleikurinn mun beittari. Eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik var staðan 21-14 en þá fór aftur að hægjast á Framkonum og Valskonur héldu uppteknum hætti frá fyrri hálfleik. Alfa Brá skoraði þrjú mörk úr skyttunni í dag.Vísir/Ernir Eyjólfsson Valskonur komust í tíu marka forskot, 25-15, þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum og var þá ljóst hvernig leikurinn myndi enda. Í kjölfarið leyfði Anton Rúnarsson, þjálfari Vals, yngri leikmönnum að fá mínútur en þær slógu hvergi af og lokatölur urðu 30-19 í Lambhagahöllinni í dag. Atvik leiksins Valskonur áttu frábæran kafla um miðbik fyrri hálfleiks þar sem þær skoruðu fimm mörk í röð, breyttu stöðunni úr 7-6 í 12-6 og lögðu þar með grunninn að sigrinum. Framkonur áttu fá svör það sem eftir lifði leiks. Arna Karitas Eiríksdóttir og samherjar hennar áttu ekki í erfiðleikum með Framara.Vísir/Ernir Eyjólfsson Stjörnur og skúrkur Lovísa Thompson lék við hvern sinn fingur í sóknarleiknum hjá Val í fyrri hálfleik en Framkonur mættu henni framar í seinni hálfleik og hafði hún þá hægara um sig. Hún var einnig öflug í bakverðinum í vörninni og þvingaði Framara í erfiðar sendingar, sem leiddi oftar en ekki til mistaka. Að vanda var Hafdís Renötudóttir í miklu stuði í marki Vals og endaði leikinn með 48% markvörslu. Hafdís Renötudóttir var með tæplega 50% markvörslu fyrir aftan afar sterka vörn Vals.Vísir/Ernir Eyjólfsson Framkonur skoruðu aðeins 19 mörk í leiknum og var sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska. Þær áttu í miklum erfiðleikum með að brjóta vörn Vals á bak aftur og lykilleikmenn í útilínu Fram fundu ekki taktinn í sókninni. Dómarar Árni Snær Magnússon og Hörður Kristinn Örvarsson dæmdu leikinn í dag og gerðu það með prýði. Leikurinn var prúðmannlega leikinn og lítið var um vafaatriði. Stemning og umgjörð Ágætis stemning var í Lambhagahöllinni þrátt fyrir að leikurinn væri ekki sá fjölsóttasti á tímabilinu. Spennustigið var ekki hátt í leiknum og þar af leiðandi var þokkalega rólegt yfir mannskapnum á pöllunum. Viðtöl Anton: „Mikið frumkvæði í vörninni“ Það var fremur þægilegur dagur á hliðarlínunni fyrir Anton Rúnarsson, þjálfara Vals, í dag.Vísir/Ernir Eyjólfsson Anton Rúnarsson, þjálfari Vals, fór vel af stað eftir jólafríið og hafði fáu yfir að kvarta eftir öruggan 11 marka sigur í dag, þar sem liðið sýndi bæði agaðan varnarleik og skilvirkan sóknarleik. „Margt gekk eftir og við mættum mjög grimmar til leiks. Við vorum að gera réttu hlutina og þær voru að gera þetta mjög vel,“ sagði Anton eftir leik. Valskonur tóku snemma yfirhöndina í leiknum og voru komnar með gott forskot um miðbik fyrri hálfleiks. Anton var afar sáttur með frammistöðuna á báðum endum vallarsins. „Við erum búin að vera vinna í okkar hlutum. Mikið frumkvæði í vörninni, þéttar og aggresívar, og það sama með sóknina. Við vorum að finna réttu augnablikin fyrir okkur og gerðum þetta mjög vel.“ Anton segir að þetta hafi verið sú byrjun sem hann vonaðist eftir eftir þriggja vikna jólafrí, en liðið er í harðri baráttu við ÍBV sem er með jafnmörg stig og Valur á toppi deildarinnar. „Það er búið að vera nokkrar pásur í vetur og allt það. Þetta er fyrsti leikur á þessu ári og við vildum mæta til leiks. Það er nóg fram undan og það er bara einn leikur í einu.“ Staðan á leikmannahóp er með ágætum eftir jólafrí en þó vantaði mikilvæga leikmenn í liðið, Theu Imani Sturludóttur og Lilju Ágústsdóttur, en það kom ekki að sök í Lambhagahöllinni í dag.