Maddison segist klár í slaginn en Walker missir af fyrsta leik Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 23:01 Frá æfingu enska liðsins á Al Wakrah leikvanginum í dag. Vísir/Getty Kyle Walker verður ekki með Englendingum í fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst á sunnudag. James Maddison segist hins vegar verða klár í slaginn ef hann fær kallið. Allir leikmenn enska landsliðsins æfðu saman í dag í fyrsta skipti síðan Gareth Soutgate landsliðsþjálfari tilkynnti hópinn í síðustu viku. Þar á meðal Kyle Walker sem fór í aðgerð á nára í október og hefur ekki leikið með Manchester City síðan þá. James Maddison meiddist í síðasta leik Leicester í ensku úrvalsdeildinni gegn West Ham á laugardaginn. Óttast var um þátttöku hans í Katar en Maddison vann sér sæti í enska landsliðshópnum með frábærri frammistöðu í ensku deildinni undanfarnar vikur. Maddison segist hins vegar verða klár í slaginn ef Southgate þarf á honum að halda. „Ég þarf að vera tilbúinn ef ég fæ kallið. Mér finnst ég vera í góðu formi, hef verið að skora mörk. Við erum með frábæran hóp og það gæti verið að þú fáir bara eitt tækifæri til að sýna öllum hvað þú getur gert og að þú sért maðurinn til að hjálpa liðinu. Ég verð tilbúinn þegar það tækifæri kemur,“ sagði Maddison á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Ég fór í skoðun daginn áður en hópurinn kom saman og sú skoðun var jákvæð. Ég var í smá vandræðum í vikunni fyrir leikinn gegn West Ham, eftir leikinn gegn Everton. Ég vildi spila gegn West Ham, ég vildi reyna vegna heimsmeistaramótsins. Ég vildi hjálpa Leicester,“ bætti Maddison við. Hann segir að meiðslin sem hann varð fyrir gegn West Ham hafi verið smávægileg. „Mér tókst að skora snemma og halda áfram eftir það. Ég var aumur og varð verri eftir því sem leið á leikinn. Mér fannst betra að ég kæmi útaf og að einhver annar leikmaður kæmi inn sem væri ekki í vandræðum með að klára heilan sprett. Það er smá vinna framundan með sjúkraþjálfurunum en það ætti ekki að vera neitt áhyggjuefni.“ Sama verður ekki sagt um Kyle Walker sem æfði þó með enska liðinu í dag. Í frétt Skysports kemur fram að Walker verði ekki með í fyrsta leik Englendinga gegn Íran á mánudag. Enska liðið er þó ekki á flæðiskeri statt hvað varðar hægri bakverði því tveir slíkir eru í hópnum fyrir utan Walker og það er eru engir aukvisar, Trent Alexander Arnold leikmaður Liverpool og Kieran Trippier leikmaður Newcastle. HM 2022 í Katar Enski boltinn Tengdar fréttir Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. 10. nóvember 2022 14:05 B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Sjá meira
Allir leikmenn enska landsliðsins æfðu saman í dag í fyrsta skipti síðan Gareth Soutgate landsliðsþjálfari tilkynnti hópinn í síðustu viku. Þar á meðal Kyle Walker sem fór í aðgerð á nára í október og hefur ekki leikið með Manchester City síðan þá. James Maddison meiddist í síðasta leik Leicester í ensku úrvalsdeildinni gegn West Ham á laugardaginn. Óttast var um þátttöku hans í Katar en Maddison vann sér sæti í enska landsliðshópnum með frábærri frammistöðu í ensku deildinni undanfarnar vikur. Maddison segist hins vegar verða klár í slaginn ef Southgate þarf á honum að halda. „Ég þarf að vera tilbúinn ef ég fæ kallið. Mér finnst ég vera í góðu formi, hef verið að skora mörk. Við erum með frábæran hóp og það gæti verið að þú fáir bara eitt tækifæri til að sýna öllum hvað þú getur gert og að þú sért maðurinn til að hjálpa liðinu. Ég verð tilbúinn þegar það tækifæri kemur,“ sagði Maddison á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Ég fór í skoðun daginn áður en hópurinn kom saman og sú skoðun var jákvæð. Ég var í smá vandræðum í vikunni fyrir leikinn gegn West Ham, eftir leikinn gegn Everton. Ég vildi spila gegn West Ham, ég vildi reyna vegna heimsmeistaramótsins. Ég vildi hjálpa Leicester,“ bætti Maddison við. Hann segir að meiðslin sem hann varð fyrir gegn West Ham hafi verið smávægileg. „Mér tókst að skora snemma og halda áfram eftir það. Ég var aumur og varð verri eftir því sem leið á leikinn. Mér fannst betra að ég kæmi útaf og að einhver annar leikmaður kæmi inn sem væri ekki í vandræðum með að klára heilan sprett. Það er smá vinna framundan með sjúkraþjálfurunum en það ætti ekki að vera neitt áhyggjuefni.“ Sama verður ekki sagt um Kyle Walker sem æfði þó með enska liðinu í dag. Í frétt Skysports kemur fram að Walker verði ekki með í fyrsta leik Englendinga gegn Íran á mánudag. Enska liðið er þó ekki á flæðiskeri statt hvað varðar hægri bakverði því tveir slíkir eru í hópnum fyrir utan Walker og það er eru engir aukvisar, Trent Alexander Arnold leikmaður Liverpool og Kieran Trippier leikmaður Newcastle.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Tengdar fréttir Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. 10. nóvember 2022 14:05 B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Sjá meira
Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. 10. nóvember 2022 14:05
B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01