Strákarnir rústuðu metinu yfir flest jafntefli á einu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2022 11:01 Birkir Bjarnason og félagar í íslenska landsliðinu gerðu átta jafntefli á árinu 2022. Getty/Robbie Jay Barratt Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endaði árið 2022 á sama hátt og svo oft í leikjunum sínum á árinu eða með jafntefli. Íslensku strákarnir gerðu 1-1 jafntefli við Lettland í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins um helgina en tryggðu sér bikarinn með sigur í vítakeppni. Þetta var annar leikurinn í röð sem íslenska liðið vann í vítakeppni eftir jafntefli í venjulegum leiktíma. Það var ekki hægt að kvarta yfir vítanýtingu liðsins í leikjunum, því liðið nýtti öll sex víti sín á móti Litháen og svo öll átta vítin sín á móti Lettlandi auk þess að skora mark sitt úr vítaspyrnu. Fimmtán víti og hundrað prósent nýting. Flest jafntefli á einu ári hjá karlalandsliðinu í fótbolta: 8 - 2022 (14 leikir) 4 - 2021 (13 leikir) 4 - 2018 (15 leikir) 4 - 2015 (11 leikir) 4 - 1998 (8 leikir) - Hæsta hlutfall jafnteflisleikja á einu ári hjá karlalandsliðinu í fótbolta: 57% - 2022 (8 af 14) 50% - 1998 (4 af 8) 50% - 1965 (1 af 2) 50% - 1966 (1 af 2) 43% - 1995 (3 af 7) 43% - 1993 (3 af 7) Þessi úrslit þýddu að íslenska landsliðið gerði átta jafntefli í fjórtán landsleikjum sínum á árinu 2022. Sigrarnir urðu aðeins tveir og tapleikirnir voru fjórir. Íslensku strákarnir gerðu fimm 1-1 jafntefli, tvö 2-2 jafntefli og svo eitt markalaust jafntefli. Þetta er ekki bara nýtt met í jafnteflisleikjum á einu ári heldur tvöfaldaði liðið gamla metið sem voru fjögur jafntefli. Aldrei áður hefur íslenska landsliðið líka gert jafntefli í meira en fimmtíu prósent leikja sinna á einu ári. Íslensku strákarnir gerðu jafntefli í 57 prósent leikja sinna á árinu 2022. Arnar Þór Viðarsson hefur ný stýrt íslenska landsliðinu í 27 leikjum og tólf þeirra hafa endað með jafntefli eða 44 prósent. Ísland hefur aðeins unnið fimm leiki undir hans stjórn. Þessi tólf jafntefli hafa komið í síðustu 22 leikjum undir stjórn Arnars. Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Sjá meira
Íslensku strákarnir gerðu 1-1 jafntefli við Lettland í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins um helgina en tryggðu sér bikarinn með sigur í vítakeppni. Þetta var annar leikurinn í röð sem íslenska liðið vann í vítakeppni eftir jafntefli í venjulegum leiktíma. Það var ekki hægt að kvarta yfir vítanýtingu liðsins í leikjunum, því liðið nýtti öll sex víti sín á móti Litháen og svo öll átta vítin sín á móti Lettlandi auk þess að skora mark sitt úr vítaspyrnu. Fimmtán víti og hundrað prósent nýting. Flest jafntefli á einu ári hjá karlalandsliðinu í fótbolta: 8 - 2022 (14 leikir) 4 - 2021 (13 leikir) 4 - 2018 (15 leikir) 4 - 2015 (11 leikir) 4 - 1998 (8 leikir) - Hæsta hlutfall jafnteflisleikja á einu ári hjá karlalandsliðinu í fótbolta: 57% - 2022 (8 af 14) 50% - 1998 (4 af 8) 50% - 1965 (1 af 2) 50% - 1966 (1 af 2) 43% - 1995 (3 af 7) 43% - 1993 (3 af 7) Þessi úrslit þýddu að íslenska landsliðið gerði átta jafntefli í fjórtán landsleikjum sínum á árinu 2022. Sigrarnir urðu aðeins tveir og tapleikirnir voru fjórir. Íslensku strákarnir gerðu fimm 1-1 jafntefli, tvö 2-2 jafntefli og svo eitt markalaust jafntefli. Þetta er ekki bara nýtt met í jafnteflisleikjum á einu ári heldur tvöfaldaði liðið gamla metið sem voru fjögur jafntefli. Aldrei áður hefur íslenska landsliðið líka gert jafntefli í meira en fimmtíu prósent leikja sinna á einu ári. Íslensku strákarnir gerðu jafntefli í 57 prósent leikja sinna á árinu 2022. Arnar Þór Viðarsson hefur ný stýrt íslenska landsliðinu í 27 leikjum og tólf þeirra hafa endað með jafntefli eða 44 prósent. Ísland hefur aðeins unnið fimm leiki undir hans stjórn. Þessi tólf jafntefli hafa komið í síðustu 22 leikjum undir stjórn Arnars.
Flest jafntefli á einu ári hjá karlalandsliðinu í fótbolta: 8 - 2022 (14 leikir) 4 - 2021 (13 leikir) 4 - 2018 (15 leikir) 4 - 2015 (11 leikir) 4 - 1998 (8 leikir) - Hæsta hlutfall jafnteflisleikja á einu ári hjá karlalandsliðinu í fótbolta: 57% - 2022 (8 af 14) 50% - 1998 (4 af 8) 50% - 1965 (1 af 2) 50% - 1966 (1 af 2) 43% - 1995 (3 af 7) 43% - 1993 (3 af 7)
Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Sjá meira