Handboltalandsliðið ekki laust við Covid: „Hugsar með hryllingi til síðasta móts“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2022 08:26 Kórónuveiran gerði íslenska landsliðinu mjög erfitt fyrir á EM í handbolta í byrjun ársins en samt tókst íslenska liðinu að gera flotta hluti. Getty/ Nikola Krstic Alþjóða handknattleikssambandið verður með áfram strangar reglur vegna Covid 19 á heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst i Svíþjóð og Póllandi í byrjun janúar á næsta ári. „Við vorum að fá upplýsingar um það fyrir tveimur vikum að það verða allir leikmenn og starfsmenn sem fara á HM að vera fullbólusettir. Það verður að viðurkennast að þetta kom okkur gríðarlega á óvart miðað við það sem búið var að ræða í aðdragandanum,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Tímamörk sem þeir þurfa að fara eftir „Við erum að lesa úr þessum reglum núna og átta okkur á því hver staðan er varðandi alla leikmennina okkar því það eru líka ákveðin tímamörk á þessu sem við þurfum að fara eftir,“ sagði Róbert Geir. Klippa: Viðtal við Róbert Geir um Covid-reglur IHF á HM Þátttökuþjóðirnar á heimsmeistaramótinu eru ekki ánægðar með þetta. „Þessu var mótmælt strax og í kjölfarið seinkaði IHF lokafresti fyrir skilum á leikmannalistum. Sambandið seinkaði því um hálfan mánuð og sendi okkur síðan á föstudaginn ítarefni til að fara yfir vegna bólusetninganna,“ sagði Róbert. Búast við ströngum reglum „Við erum enn að bíða eftir því hvað verður með Covid reglur á mótinu sjálfu en það er ljóst að við gerum ráð fyrir því að það verði prófað og að þetta verði tiltölulega strangt miðað við það sem búist var við,“ sagði Róbert. Íslenska landsliðið lenti illa í kórónuveirunni á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Þessu er ekki lokið á stóra sviði handboltans. Hræðilegt ástand sem við lentum í „Þessu er aldeilis ekki lokið og maður hugsar með hryllingi til síðasta móts. Þetta var náttúrulega hræðilegt ástand sem við lentum í. Vonandi verða reglurnar ekki með sama sniði í ár en við höfum ekki séð endanlegar Covid-reglur,“ sagði Róbert. „Hins vegar er ljóst að það þurfa allir að vera bólusettir og við þurfum að fara yfir það með leikmönnum okkar, hverjir eru fullbólusettir og hverjir þurfa að fara í bólusetningu fyrir janúar. Þetta mun ekki hjálpa til, það er ljóst,“ sagði Róbert. Ef leikmenn eru ekki fullbólusettir þá fá þeir ekki að taka þátt í mótinu. „Nei, ef þú ert ekki fullbólusettur eða búinn að vera með Covid þá færðu ekki þátttökuheimild á HM. Það er staðan eins og hún er núna,“ sagði Róbert. Leikmenn og starfsmenn ekki ánægðir Er þetta íþyngjandi? „Þetta er það. Það er að mörgu leyti galið að við séum að tala um leikmenn sem eru fullheilbrigðir, í toppstandi og þurfa núna að láta bólusetja sig aftur. Það eru alls konar rannsóknir búnar að koma fram með þessi bóluefni og sitt sýnist hverjum. Ég veit að bæði leikmenn og starfsmenn eru ekkert ánægðir með að þurfa að fara í bólusetningar, jafnvel að óþörfu ,“ sagði Róbert. „Þetta á ekki bara við um Ísland heldur hinar þátttökuþjóðirnar margar hverjar líka. Þær eru mjög vonsviknar með þessa ákvörðun,“ sagði Róbert. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
„Við vorum að fá upplýsingar um það fyrir tveimur vikum að það verða allir leikmenn og starfsmenn sem fara á HM að vera fullbólusettir. Það verður að viðurkennast að þetta kom okkur gríðarlega á óvart miðað við það sem búið var að ræða í aðdragandanum,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Tímamörk sem þeir þurfa að fara eftir „Við erum að lesa úr þessum reglum núna og átta okkur á því hver staðan er varðandi alla leikmennina okkar því það eru líka ákveðin tímamörk á þessu sem við þurfum að fara eftir,“ sagði Róbert Geir. Klippa: Viðtal við Róbert Geir um Covid-reglur IHF á HM Þátttökuþjóðirnar á heimsmeistaramótinu eru ekki ánægðar með þetta. „Þessu var mótmælt strax og í kjölfarið seinkaði IHF lokafresti fyrir skilum á leikmannalistum. Sambandið seinkaði því um hálfan mánuð og sendi okkur síðan á föstudaginn ítarefni til að fara yfir vegna bólusetninganna,“ sagði Róbert. Búast við ströngum reglum „Við erum enn að bíða eftir því hvað verður með Covid reglur á mótinu sjálfu en það er ljóst að við gerum ráð fyrir því að það verði prófað og að þetta verði tiltölulega strangt miðað við það sem búist var við,“ sagði Róbert. Íslenska landsliðið lenti illa í kórónuveirunni á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Þessu er ekki lokið á stóra sviði handboltans. Hræðilegt ástand sem við lentum í „Þessu er aldeilis ekki lokið og maður hugsar með hryllingi til síðasta móts. Þetta var náttúrulega hræðilegt ástand sem við lentum í. Vonandi verða reglurnar ekki með sama sniði í ár en við höfum ekki séð endanlegar Covid-reglur,“ sagði Róbert. „Hins vegar er ljóst að það þurfa allir að vera bólusettir og við þurfum að fara yfir það með leikmönnum okkar, hverjir eru fullbólusettir og hverjir þurfa að fara í bólusetningu fyrir janúar. Þetta mun ekki hjálpa til, það er ljóst,“ sagði Róbert. Ef leikmenn eru ekki fullbólusettir þá fá þeir ekki að taka þátt í mótinu. „Nei, ef þú ert ekki fullbólusettur eða búinn að vera með Covid þá færðu ekki þátttökuheimild á HM. Það er staðan eins og hún er núna,“ sagði Róbert. Leikmenn og starfsmenn ekki ánægðir Er þetta íþyngjandi? „Þetta er það. Það er að mörgu leyti galið að við séum að tala um leikmenn sem eru fullheilbrigðir, í toppstandi og þurfa núna að láta bólusetja sig aftur. Það eru alls konar rannsóknir búnar að koma fram með þessi bóluefni og sitt sýnist hverjum. Ég veit að bæði leikmenn og starfsmenn eru ekkert ánægðir með að þurfa að fara í bólusetningar, jafnvel að óþörfu ,“ sagði Róbert. „Þetta á ekki bara við um Ísland heldur hinar þátttökuþjóðirnar margar hverjar líka. Þær eru mjög vonsviknar með þessa ákvörðun,“ sagði Róbert. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira