Ótrúlega flott röðun á heyrúllum á bænum Bjarnanesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. nóvember 2022 22:00 Heyrúllurnar á Bjarnanesi, sem er svona listavel raðað upp af Eyjólfi bónda á bænum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það getur verið heilmikil kúnst að raða heyrúllum heim við bæi hjá bændum svo sómi sé af. Bóndinn á bænum Bjarnanesi rétt við Höfn í Hornafirði kann réttu handabrögðin við röðun rúlla því hann hefur raðað rúllunum sínum fimmtán hundruð við fjárhúsið af miklum myndarskap með dráttarvél. Á bænum Bjarnanesi eru þau Sigrún Harpa Baldursdóttir og Eyjólfur Kristjónsson með um 900 fjár. Það þarf mikið hey í allar kindurnar og því er planið við fjárhúsið fullt af heyrúllum. Heyrúllurnar eru keyrðar inn í sérstaka matara og fara þaðan í sérstakan vagn, sem fénu er gefið úr. Bærinn er staðsettur við þjóðveg eitt og þeir, sem fara þar um komast ekki hjá því að sjá hvað heyrúllunum er raðað snyrtilega upp, allar í hvítu plasti og sóma sér vel við bæinn. Eyjólfur bóndi á heiðurinn af því. „Hann er bara svo nákvæmur karlinn, það er allt svona, sem gerir. Mér finnst mikilvægt að rúllunum sé vel raðað því það er ekki bara það að þetta lítur betur út, heldur er þetta líka ásýndin út á við. Það er búið að sýna sig, allavega upp á síðkastið að ásýnd bænda þarf líka að vera svolítið jákvæð,” segir Sigrún Harpa. Það er unun að fylgjast með Eyjólfi raða rúllunum upp á dráttarvél, allt eftir kúnstarinnar reglum. „Mér var kennt það að það, sem ég reyndi að gera ætti ég að gera vel. Ég reyni alltaf að gera alla hluti sæmilega vel,” segir Eyjólfur. Og þetta er rosalega flott hjá þér? „Já, þakka þér fyrir það. Svona er þetta bara og svona hefur þetta bara verð hjá okkur og við viljum hafa þetta svona. Okkur finnst ekkert prýði af því að sjá rúllur við bæi eins og þeim hafi verið sturtað af bíl. Þetta tekur ekkert meiri tíma þó maður reyni aðeins að vanda sig,” bætir Eyjólfur við. Eyjólfur segist stundum vera beðin um að raða upp rúllum við aðra bæi en heima hjá sér og að hann hafi bara gaman af því. En væri ekki ástæða til að efna til röðunarheyrúllukeppni á meðal bænda til gamans? „Jú, jú, það væri allt í lagi í góðu tómi. Það eru rúningskeppnir og það eru allskonar keppnir, það má alveg eins raða rúllum,” segir Eyjólfur og skellihlær. Eyjólfur og Sigrún Harpa, sauðfjárbændur á Bjarnanesi, ásamt Þorsteini Sigurjónssyni, sem býr líka á staðnum en hann verður 83 ára eftir nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Á bænum Bjarnanesi eru þau Sigrún Harpa Baldursdóttir og Eyjólfur Kristjónsson með um 900 fjár. Það þarf mikið hey í allar kindurnar og því er planið við fjárhúsið fullt af heyrúllum. Heyrúllurnar eru keyrðar inn í sérstaka matara og fara þaðan í sérstakan vagn, sem fénu er gefið úr. Bærinn er staðsettur við þjóðveg eitt og þeir, sem fara þar um komast ekki hjá því að sjá hvað heyrúllunum er raðað snyrtilega upp, allar í hvítu plasti og sóma sér vel við bæinn. Eyjólfur bóndi á heiðurinn af því. „Hann er bara svo nákvæmur karlinn, það er allt svona, sem gerir. Mér finnst mikilvægt að rúllunum sé vel raðað því það er ekki bara það að þetta lítur betur út, heldur er þetta líka ásýndin út á við. Það er búið að sýna sig, allavega upp á síðkastið að ásýnd bænda þarf líka að vera svolítið jákvæð,” segir Sigrún Harpa. Það er unun að fylgjast með Eyjólfi raða rúllunum upp á dráttarvél, allt eftir kúnstarinnar reglum. „Mér var kennt það að það, sem ég reyndi að gera ætti ég að gera vel. Ég reyni alltaf að gera alla hluti sæmilega vel,” segir Eyjólfur. Og þetta er rosalega flott hjá þér? „Já, þakka þér fyrir það. Svona er þetta bara og svona hefur þetta bara verð hjá okkur og við viljum hafa þetta svona. Okkur finnst ekkert prýði af því að sjá rúllur við bæi eins og þeim hafi verið sturtað af bíl. Þetta tekur ekkert meiri tíma þó maður reyni aðeins að vanda sig,” bætir Eyjólfur við. Eyjólfur segist stundum vera beðin um að raða upp rúllum við aðra bæi en heima hjá sér og að hann hafi bara gaman af því. En væri ekki ástæða til að efna til röðunarheyrúllukeppni á meðal bænda til gamans? „Jú, jú, það væri allt í lagi í góðu tómi. Það eru rúningskeppnir og það eru allskonar keppnir, það má alveg eins raða rúllum,” segir Eyjólfur og skellihlær. Eyjólfur og Sigrún Harpa, sauðfjárbændur á Bjarnanesi, ásamt Þorsteini Sigurjónssyni, sem býr líka á staðnum en hann verður 83 ára eftir nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira