Rifja upp rosaleg Idol ár Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2022 10:30 Simmi og Jói voru kynnar í fjórum þáttaröðum af Idol-stjörnuleit. Rúm tuttugu ár eru frá því fyrsta þáttaröðin af íslenska Idolinu fór fram en sú fimmta er nú á leiðinni í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Í Íslandi í dag í gærkvöldi var hitað upp fyrir fimmtu þáttaröðina en dómararnir eru ekki af verri gerðinni en það eru þau Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst, Bríet og Herra Hnetusmjör. Þá verða kynnarnir þau Sigrún Ósk og Aron Már Ólafsson. „Mín elsta er fædd árið 2006 og var hún þriggja ára þegar síðasta serían var í loftinu og hún man voðalega lítið eftir þessu,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson sem var kynnir ásamt Sigmari Vilhjálmssyni í fjórum fyrstu þáttaröðunum. „Maður þarf að segja börnunum það eftir á að pabbi hafi einu sinni verið rosa frægur,“ bætir Jói við. „Við vorum báðir búnir að vera sprikla í 70 mínútum en vorum báðir komnir á þennan barneignaaldur. Okkur fannst kominn tími til að þroskast upp úr því að sleikja tær,“ segir Sigmar Vilhjálmsson. Fyrsti sigurvegari Idolsins á Íslandi var Kalli Bjarni, þá Hildur Vala, Snorri Snorrason var þriðju sigurvegarinn og svo kom Hrafna. „Við tókum þrjár seríur alveg í einu, svo kom smá pása fyrir fjórðu seríuna,“ segir Jói. „Við kláruðum bara alla þá sem kunnu að syngja á þessum aldrei,“ bætir Simmi við. Vildu vera með alvöru hlutverk En hvað er eftirminnilegast? „Það var í raun hvað þessi þættir höfðu mikil áhrif á allt. Kauphegðun og rútínu fólks hér á landi. Alltaf megavika á Dominos á föstudögum og nammidagarnir voru færðir yfir á föstudagana,“ segir Simmi. Fyrirmyndir þeirra á sínum tíma voru bresku kynnarnir Ant og Dec sem slógu rækilega í gegn í sömu stöðu og Simmi og Jói á svipuðum tíma, og þeir eru enn að saman. „Þeir höfðu svona ákveðið hlutverk í þáttunum. Stundum er það dómnefndin sem er aðalmálið í svona þáttum en á sínum tíma var ákveðið að veðja einnig á okkur kynnana og að við værum með ákveðið hlutverk, meira en að segja hver væri næstur á svið,“ segir Jói. Sigmar segir að seinna hafi hollenskt fyrirtæki sem á réttinn af öllum Idol-þáttum notað myndbönd af þeim Simma og Jói sem kynningu fyrir þættina á minni markaðssvæðum. Hér að neðan má hlusta á þá félaga rifja upp Idol-tíminn. Idol Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira
Í Íslandi í dag í gærkvöldi var hitað upp fyrir fimmtu þáttaröðina en dómararnir eru ekki af verri gerðinni en það eru þau Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst, Bríet og Herra Hnetusmjör. Þá verða kynnarnir þau Sigrún Ósk og Aron Már Ólafsson. „Mín elsta er fædd árið 2006 og var hún þriggja ára þegar síðasta serían var í loftinu og hún man voðalega lítið eftir þessu,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson sem var kynnir ásamt Sigmari Vilhjálmssyni í fjórum fyrstu þáttaröðunum. „Maður þarf að segja börnunum það eftir á að pabbi hafi einu sinni verið rosa frægur,“ bætir Jói við. „Við vorum báðir búnir að vera sprikla í 70 mínútum en vorum báðir komnir á þennan barneignaaldur. Okkur fannst kominn tími til að þroskast upp úr því að sleikja tær,“ segir Sigmar Vilhjálmsson. Fyrsti sigurvegari Idolsins á Íslandi var Kalli Bjarni, þá Hildur Vala, Snorri Snorrason var þriðju sigurvegarinn og svo kom Hrafna. „Við tókum þrjár seríur alveg í einu, svo kom smá pása fyrir fjórðu seríuna,“ segir Jói. „Við kláruðum bara alla þá sem kunnu að syngja á þessum aldrei,“ bætir Simmi við. Vildu vera með alvöru hlutverk En hvað er eftirminnilegast? „Það var í raun hvað þessi þættir höfðu mikil áhrif á allt. Kauphegðun og rútínu fólks hér á landi. Alltaf megavika á Dominos á föstudögum og nammidagarnir voru færðir yfir á föstudagana,“ segir Simmi. Fyrirmyndir þeirra á sínum tíma voru bresku kynnarnir Ant og Dec sem slógu rækilega í gegn í sömu stöðu og Simmi og Jói á svipuðum tíma, og þeir eru enn að saman. „Þeir höfðu svona ákveðið hlutverk í þáttunum. Stundum er það dómnefndin sem er aðalmálið í svona þáttum en á sínum tíma var ákveðið að veðja einnig á okkur kynnana og að við værum með ákveðið hlutverk, meira en að segja hver væri næstur á svið,“ segir Jói. Sigmar segir að seinna hafi hollenskt fyrirtæki sem á réttinn af öllum Idol-þáttum notað myndbönd af þeim Simma og Jói sem kynningu fyrir þættina á minni markaðssvæðum. Hér að neðan má hlusta á þá félaga rifja upp Idol-tíminn.
Idol Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira