„Forsendubrestur frá því að ég var ráðinn“ Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2022 09:01 Yngvi Gunnlaugsson hefur komið víða við sem þjálfari og gerði til að mynda Hauka að Íslandsmeisturum árið 2009. Hann ætlar nú að einbeita sér að fjölskyldunni og starfi sínu sem málari. VÍSIR/VILHELM Yngvi Gunnlaugsson tók við kvennaliði Breiðabliks í körfubolta í sumar en fimm mánuðum síðar er hann hættur. Brotthvarf lykilleikmanna réði þar mestu. „Það hefur orðið forsendubrestur frá því að ég var ráðinn. Við ætluðum að berjast um að komast í úrslitakeppnina en svo verða þannig breytingar á liðinu að það var kannski ágætt að fá inn nýjan þjálfara, sem að kæmi þá inn vitandi í hvaða stöðu liðið væri,“ segir Yngvi. Ákvörðun Yngva og körfuknattleiksdeildar Breiðabliks, um að hann myndi hætta, er sameiginleg. Við starfi hans tekur Jeremy Herbert Smith, leikmaður karlaliðs félagsins. Breiðablik missti frá sér bandaríska leikmanninn Sabrinu Haines eftir aðeins sex umferðir í Subway-deildinni og svo óvænt landsliðskonuna Isabellu Ósk Sigurðardóttur til Njarðvíkur í kjölfarið. Sú bandaríska sagði upp Engir leikmenn hafa verið fengnir í staðinn og þar með eru ekki forsendur fyrir því að Blikar geti komist í úrslitakeppni heldur þarf liðið að verja sæti sitt í Subway-deildinni, fjórum stigum fyrir ofan stigalaust botnlið ÍR eftir tíu umferðir. „Sabrina [Haines] bað um að losna undan samningi og það var ekki körfuboltinn sem var vandamálið þar. Hún átti bara erfitt utan vallar, bara eins og gerist hjá fólki. Við gátum ekki fengið hana til að snúast hugur og vera áfram. Þegar hún fór þá fór hringekjan af stað,“ segir Yngvi. „Við höfðum ekki tök á að fá annan leikmann í hennar stað á þeim tímapunkti, en það gæti kannski breyst þegar líður á tímabilið. Í kjölfarið fór svo Isabella til Njarðvíkur. Við gátum ekki staðið í vegi fyrir henni og ætluðum ekkert að gera það, enda hefur hún þjónað Breiðabliki vel, en það er auðvitað bara leiðinlegast fyrir hópinn að missa svona sterkan póst,“ segir Yngvi. „Það er enginn kali á milli“ Hann segir brotthvarf Haines alls ekki hafa snúist um peninga. Undir þetta tekur Heimir Snær Jónsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem segir félagið með til skoðunar að fá bandarískan leikmann í hennar stað en það sé þó óvíst. Heimir segir Isabellu svo hafa fengið að fara, eftir góð samskipti við Njarðvíkinga, þar sem félagið hafi ekki viljað standa í vegi fyrir því að hún færi til liðs sem gæti barist um titla. Yngvi segist óska Blikum alls hins besta. Hann skilji við félagið í góðu: „Það er enginn kali á milli. Þegar maður er að eyða 12-13 tímum í vinnu og svo þessu [þjálfuninni], þá þarf maður að hugsa hlutina. Það var svo sem engin uppgjöf í mér en kannski hafa leikmenn líka þurft breytingu. Ég óska bara Breiðabliki alls hins besta og vonandi nær liðið vopnum sínum og gerir sig gildandi,“ segir Yngvi. Hann kveðst núna ætla að njóta þess að geta verið með fjölskyldunni á kvöldin og hafi ekki sérstaklega í hyggju að taka að sér annað þjálfarastarf að sinni, þó að hann útiloki að sjálfsögðu ekki neitt. Subway-deild kvenna Körfubolti Breiðablik Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
„Það hefur orðið forsendubrestur frá því að ég var ráðinn. Við ætluðum að berjast um að komast í úrslitakeppnina en svo verða þannig breytingar á liðinu að það var kannski ágætt að fá inn nýjan þjálfara, sem að kæmi þá inn vitandi í hvaða stöðu liðið væri,“ segir Yngvi. Ákvörðun Yngva og körfuknattleiksdeildar Breiðabliks, um að hann myndi hætta, er sameiginleg. Við starfi hans tekur Jeremy Herbert Smith, leikmaður karlaliðs félagsins. Breiðablik missti frá sér bandaríska leikmanninn Sabrinu Haines eftir aðeins sex umferðir í Subway-deildinni og svo óvænt landsliðskonuna Isabellu Ósk Sigurðardóttur til Njarðvíkur í kjölfarið. Sú bandaríska sagði upp Engir leikmenn hafa verið fengnir í staðinn og þar með eru ekki forsendur fyrir því að Blikar geti komist í úrslitakeppni heldur þarf liðið að verja sæti sitt í Subway-deildinni, fjórum stigum fyrir ofan stigalaust botnlið ÍR eftir tíu umferðir. „Sabrina [Haines] bað um að losna undan samningi og það var ekki körfuboltinn sem var vandamálið þar. Hún átti bara erfitt utan vallar, bara eins og gerist hjá fólki. Við gátum ekki fengið hana til að snúast hugur og vera áfram. Þegar hún fór þá fór hringekjan af stað,“ segir Yngvi. „Við höfðum ekki tök á að fá annan leikmann í hennar stað á þeim tímapunkti, en það gæti kannski breyst þegar líður á tímabilið. Í kjölfarið fór svo Isabella til Njarðvíkur. Við gátum ekki staðið í vegi fyrir henni og ætluðum ekkert að gera það, enda hefur hún þjónað Breiðabliki vel, en það er auðvitað bara leiðinlegast fyrir hópinn að missa svona sterkan póst,“ segir Yngvi. „Það er enginn kali á milli“ Hann segir brotthvarf Haines alls ekki hafa snúist um peninga. Undir þetta tekur Heimir Snær Jónsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem segir félagið með til skoðunar að fá bandarískan leikmann í hennar stað en það sé þó óvíst. Heimir segir Isabellu svo hafa fengið að fara, eftir góð samskipti við Njarðvíkinga, þar sem félagið hafi ekki viljað standa í vegi fyrir því að hún færi til liðs sem gæti barist um titla. Yngvi segist óska Blikum alls hins besta. Hann skilji við félagið í góðu: „Það er enginn kali á milli. Þegar maður er að eyða 12-13 tímum í vinnu og svo þessu [þjálfuninni], þá þarf maður að hugsa hlutina. Það var svo sem engin uppgjöf í mér en kannski hafa leikmenn líka þurft breytingu. Ég óska bara Breiðabliki alls hins besta og vonandi nær liðið vopnum sínum og gerir sig gildandi,“ segir Yngvi. Hann kveðst núna ætla að njóta þess að geta verið með fjölskyldunni á kvöldin og hafi ekki sérstaklega í hyggju að taka að sér annað þjálfarastarf að sinni, þó að hann útiloki að sjálfsögðu ekki neitt.
Subway-deild kvenna Körfubolti Breiðablik Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira