Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2022 15:30 Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að hópnum sé ætlað að „móta framtíðarsýn og aðgerðaáætlun til næstu tíu ára með tillögum um leiðir til að hrinda aðgerðunum í framkvæmd. Liður í verkefni hópsins er enn fremur að vinna að vitundarvakningu í samfélaginu til að auka þekkingu almennings á sýklalyfjaónæmi, hvað í því felst og hvað sé til ráða.“ Sýklalyfjaónæmi er sífellt að verða stærra vandamál um heiminn allan en það felur í sér að bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum. Gerir það meðferð sýkinga erfiðari eða jafnvel ómögulega. „Samkvæmt viðamikilli fjölþjóðlegri rannsókn sem fjallað var um í tímaritinu Lancet fyrr á þessu ári er talið að árið 2019 hafi allt að 1,3 milljónir manna látist á heimsvísu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Ástæður þess að bakteríur þróa með sér ónæmi gegn sýklalyfjum eru fjölþættar en ofnotkun eða röng notkun sýklalyfja meðal manna og dýra vegur þar þungt. Umhverfisþættir geta einnig haft áhrif þar sem ónæmar bakteríur geta borist í menn með matvælum sem komist hafa í snertingu við vatn eða áburð sem innihélt ónæmar bakteríur,“ segir í tilkynningu Stjórnarráðsins. Aðrir sem skipa starfshópinn eru: Anna Margrét Halldórsdóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Jón Steinar Jónsson, Karl Gústaf Kristinsson, Lilja Þorsteinsdóttir, Vigdís Tryggvadóttir og Guðlín Steinsdóttir. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki í vafa um eftirminnilegasta daginn Í maí á þessu ári tilkynnti Þórólfur Guðnason að hann myndi brátt láta af störfum sem sóttvarnalæknir. Nú er síðasti dagur Þórólfs í embætti að kvöldi kominn og segir hann að sér líði vel með ákvörðunina og hann sé þakklátur þeim sem lögðu hönd á plóg í Covid faraldrinum. 31. ágúst 2022 20:38 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að hópnum sé ætlað að „móta framtíðarsýn og aðgerðaáætlun til næstu tíu ára með tillögum um leiðir til að hrinda aðgerðunum í framkvæmd. Liður í verkefni hópsins er enn fremur að vinna að vitundarvakningu í samfélaginu til að auka þekkingu almennings á sýklalyfjaónæmi, hvað í því felst og hvað sé til ráða.“ Sýklalyfjaónæmi er sífellt að verða stærra vandamál um heiminn allan en það felur í sér að bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum. Gerir það meðferð sýkinga erfiðari eða jafnvel ómögulega. „Samkvæmt viðamikilli fjölþjóðlegri rannsókn sem fjallað var um í tímaritinu Lancet fyrr á þessu ári er talið að árið 2019 hafi allt að 1,3 milljónir manna látist á heimsvísu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Ástæður þess að bakteríur þróa með sér ónæmi gegn sýklalyfjum eru fjölþættar en ofnotkun eða röng notkun sýklalyfja meðal manna og dýra vegur þar þungt. Umhverfisþættir geta einnig haft áhrif þar sem ónæmar bakteríur geta borist í menn með matvælum sem komist hafa í snertingu við vatn eða áburð sem innihélt ónæmar bakteríur,“ segir í tilkynningu Stjórnarráðsins. Aðrir sem skipa starfshópinn eru: Anna Margrét Halldórsdóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Jón Steinar Jónsson, Karl Gústaf Kristinsson, Lilja Þorsteinsdóttir, Vigdís Tryggvadóttir og Guðlín Steinsdóttir.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki í vafa um eftirminnilegasta daginn Í maí á þessu ári tilkynnti Þórólfur Guðnason að hann myndi brátt láta af störfum sem sóttvarnalæknir. Nú er síðasti dagur Þórólfs í embætti að kvöldi kominn og segir hann að sér líði vel með ákvörðunina og hann sé þakklátur þeim sem lögðu hönd á plóg í Covid faraldrinum. 31. ágúst 2022 20:38 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Ekki í vafa um eftirminnilegasta daginn Í maí á þessu ári tilkynnti Þórólfur Guðnason að hann myndi brátt láta af störfum sem sóttvarnalæknir. Nú er síðasti dagur Þórólfs í embætti að kvöldi kominn og segir hann að sér líði vel með ákvörðunina og hann sé þakklátur þeim sem lögðu hönd á plóg í Covid faraldrinum. 31. ágúst 2022 20:38