FIFA gefur sig undan pressunni: Regnbogalitir leyfðir í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2022 07:01 Stuðningsmenn þýska landsliðsins laumuðust inn með þetta regnbogaband en geta mætt áhyggjulausir á næsta leik. Getty/Christopher Lee Alþjóða knattspyrnusambandið hafði bannað alla regnbogaliti í stúkunni á heimsmeistaramótinu í Katar en sambandið virðist nú vera að bakka með það rugl. FIFA hefur nú í raun viðurkennt tap í baráttu sinni gegn regnbogalitunum. Velska knattspyrnusambandið gaf það út í gær að FIFA hafi nú svarað kvörtunum þeirra á meðferð stuðningsmanna Wales sem lentu í því að regnbogahattarnir voru teknir af þeim fyrir fyrsta leikinn. Fréttir af vandræðum stuðningsmanna að komast ekki inn á leikina af því að þeir voru ekki í réttum litum hafa sett mikinn svip á heimsmeistaramótið til þessa. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) FIFA sagði í tilkynningu til velska sambandsins að regnbogahattarnir væru nú leyfðir á öllum leikjum HM í Katar sem og allur fatnaður í regnbogalitunum. Þetta á við alla leiki það sem eftir lifir keppninnar. FIFA hefur því ákveðið að gefa eftir í þessari fáránlegu vegferð misréttis og kúgunnar í boði katarska ríkisins. Katarar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir afstöðu sína gagnvart samkynhneigðum og samkynja samböndum sem og fyrir mannréttindabrot og meðferð þeirra á erlendu farandverkafólki. Wales mætir Íran í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu og það má búast við því að hattarnir verði áberandi í stúkunni á leiknum. Ein sem átti einn mestan þátt í að vekja athygli á fáránleika þess að banna saklausa hatta í stúkunni var Laura McAllister, fyrrverandi fyrirliði welska kvennalandsliðsins. Hún var ein af þeim velsku stuðningsmönnum sem þurftu að afhenda hattinn sinn til að komast inn á leikinn gegn Bandaríkjunum á mánudag. Hatturinn sem um ræðir er einkennishöfuðfat Regnbogamúrsins sem er hinsegin-stuðningshópur welska landsliðsins. McAllister tók þessu ekki þegjandi og hljóðalaust heldur sagði frá þessu í fjölmiðlum og talaði um að sér hefði hreinlega verið ógnað með þessari framgöngu vallarstarfsfólks. Í framhaldinu lýsti Knattspyrnusamband Wales yfir miklum vonbrigðum með þessa meðferð á stuðningsfólki sínu og sendi inn kvörtun til FIFA. View this post on Instagram A post shared by Cymru (@fawales) HM 2022 í Katar FIFA Hinsegin Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Velska knattspyrnusambandið gaf það út í gær að FIFA hafi nú svarað kvörtunum þeirra á meðferð stuðningsmanna Wales sem lentu í því að regnbogahattarnir voru teknir af þeim fyrir fyrsta leikinn. Fréttir af vandræðum stuðningsmanna að komast ekki inn á leikina af því að þeir voru ekki í réttum litum hafa sett mikinn svip á heimsmeistaramótið til þessa. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) FIFA sagði í tilkynningu til velska sambandsins að regnbogahattarnir væru nú leyfðir á öllum leikjum HM í Katar sem og allur fatnaður í regnbogalitunum. Þetta á við alla leiki það sem eftir lifir keppninnar. FIFA hefur því ákveðið að gefa eftir í þessari fáránlegu vegferð misréttis og kúgunnar í boði katarska ríkisins. Katarar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir afstöðu sína gagnvart samkynhneigðum og samkynja samböndum sem og fyrir mannréttindabrot og meðferð þeirra á erlendu farandverkafólki. Wales mætir Íran í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu og það má búast við því að hattarnir verði áberandi í stúkunni á leiknum. Ein sem átti einn mestan þátt í að vekja athygli á fáránleika þess að banna saklausa hatta í stúkunni var Laura McAllister, fyrrverandi fyrirliði welska kvennalandsliðsins. Hún var ein af þeim velsku stuðningsmönnum sem þurftu að afhenda hattinn sinn til að komast inn á leikinn gegn Bandaríkjunum á mánudag. Hatturinn sem um ræðir er einkennishöfuðfat Regnbogamúrsins sem er hinsegin-stuðningshópur welska landsliðsins. McAllister tók þessu ekki þegjandi og hljóðalaust heldur sagði frá þessu í fjölmiðlum og talaði um að sér hefði hreinlega verið ógnað með þessari framgöngu vallarstarfsfólks. Í framhaldinu lýsti Knattspyrnusamband Wales yfir miklum vonbrigðum með þessa meðferð á stuðningsfólki sínu og sendi inn kvörtun til FIFA. View this post on Instagram A post shared by Cymru (@fawales)
HM 2022 í Katar FIFA Hinsegin Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira