Staðan á Seyðisfirði mun betri núna en fyrir tveimur árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 12:45 Að sögn yfirlögregluþjóns er staðan mun betri á Seyðisfirði núna en fyrir tveimur árum, í aðdraganda aurskriða í bænum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að óvissuástand vegna skriðuhættu verðu áfram í gildi fram yfir helgi. Minna hafi rignt en búist var við og staðan mun betri en þegar aurskriður féllu á Seyðisfirði fyrir tveimur árum. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir á Austurlandi á miðvikudag vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í þessum mánuði og grunnvatnsstaða há. Sérstaklega hefur verið fylgst með Seyðisfirði vegna mikilla skriða sem féllu þar fyrir um tveimur árum við svipaðar aðstæður. Í haust hefur mælst hreyfing í Neðri-Botnum og Þófa en mest hefur hreyfingin verið við Búðarhrygg. „Staðan á Seyðisfirði varðandi óvissustigið er óbreytt og ég geri ráð fyrir að það verði á áfram fram yfir helgi,“segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi. Úrkoma hafi þá verð talsvert minni en gert var ráð fyrir. „Eins hefur hreyfing lítil sem engin verið í skriðum og hlíðum þannig að þetta lítur prýðilega út akkúrat núna en enn er fylgst grannt með. Bæði með vöktun mæla og eins eftirlitsferðir ofanflóðaeftirlitsmanna frá Veðurstofu,“ segir Kristján. Staðan á Seyðisfirði nú sé mun betri en hún var 2020. „Þrátt fyrir þessar rigningar sem hafa verið núna síðustu vikur þá er úrkomumagnið minna en það var 2020 þannig að því leytinu til er staðan talsvert önnur. Auk þess sem mælar, vöktun og svo framvegis er orðin mun meiri á Seyðisifrði en hún var þá og Eskifirði líka,“ segir Kristján. Veður Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Óvissustigi almannavarna lýst yfir á Austurlandi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Austurlandi vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í nóvember og er grunnvatnsstaða há í landshlutanum. Sérstaklega er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði. 23. nóvember 2022 17:46 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Sjá meira
Óvissustigi almannavarna var lýst yfir á Austurlandi á miðvikudag vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í þessum mánuði og grunnvatnsstaða há. Sérstaklega hefur verið fylgst með Seyðisfirði vegna mikilla skriða sem féllu þar fyrir um tveimur árum við svipaðar aðstæður. Í haust hefur mælst hreyfing í Neðri-Botnum og Þófa en mest hefur hreyfingin verið við Búðarhrygg. „Staðan á Seyðisfirði varðandi óvissustigið er óbreytt og ég geri ráð fyrir að það verði á áfram fram yfir helgi,“segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi. Úrkoma hafi þá verð talsvert minni en gert var ráð fyrir. „Eins hefur hreyfing lítil sem engin verið í skriðum og hlíðum þannig að þetta lítur prýðilega út akkúrat núna en enn er fylgst grannt með. Bæði með vöktun mæla og eins eftirlitsferðir ofanflóðaeftirlitsmanna frá Veðurstofu,“ segir Kristján. Staðan á Seyðisfirði nú sé mun betri en hún var 2020. „Þrátt fyrir þessar rigningar sem hafa verið núna síðustu vikur þá er úrkomumagnið minna en það var 2020 þannig að því leytinu til er staðan talsvert önnur. Auk þess sem mælar, vöktun og svo framvegis er orðin mun meiri á Seyðisifrði en hún var þá og Eskifirði líka,“ segir Kristján.
Veður Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Óvissustigi almannavarna lýst yfir á Austurlandi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Austurlandi vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í nóvember og er grunnvatnsstaða há í landshlutanum. Sérstaklega er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði. 23. nóvember 2022 17:46 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Sjá meira
Óvissustigi almannavarna lýst yfir á Austurlandi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Austurlandi vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í nóvember og er grunnvatnsstaða há í landshlutanum. Sérstaklega er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði. 23. nóvember 2022 17:46